Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 17
Heilbrigöismál una gegn fíknefnum. Áhrifaríkasta leiðin til þess að hamla gegn sölu, dreifingu og neyslu fíkniefna er og verður öflugar forvarnir, beinar og óbeinar, og því ber ætíð að líta á forvarnir sem forgangs- verkefni. Unnið er að forvömum af mörgum aðilum á mis- munandi sviðum og hefur samstarf og samvinna aðila aukist til muna á síðustu árum og starfið allt orðið skipulagðara og markvissara. Víða er mikið forvarnastarf unnið. Þetta kemur greinilega fram í svörum sveitarfélaganna og því sem starfshópurinn kynnti sér um forvarnastarf í framhaldsskólum og störf lögreglunnar. Undanfarin ár hefur verið tekið mið af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin setti fram í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum árið 1996. Grundvallaratriði er að unnið sé kröftuglega að forvörnum, stöðugt, markvisst og með sérstöku átaki urn ákveðna þætti þegar ástæða þykir til. Samband íslenskra sveitarfélaga gerðist í ársbyrj- un 1998 aðili að áætluninni ísland án eiturlyfja sem ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og ECAD-sam- tökin (European Cities Aganist Drugs) höfðu stofnað til árið 1997. Árið 1996 samþykkti sam- bandið stefnu sína í vímuefnamálum, svokallaða tíu-punkta, og þegar þeir eru lesnir nú fimm árum síðar kemur í ljós að nokkrum markmiðum, sem þar voru sett, hefur tekist að ná fram og mörgum öðrum hefur miðað vel áleiðis. Starfshópurinn hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til þess að vinna áfram að þeim markmiðum sem sett eru fram í tíu-punktunum og enn eru í fullu gildi. Starfshópurinn vill árétta mikilvægi þess að unn- ið sé kröftuglega og markvisst að fræðslu um fíkni- efni og að forvörnum í víðari skilningi í öllum sveitarfélögum landsins og er það von okkar í starfshópnum að Samband íslenskra sveitarfélaga leggi sitt af mörkum þannig að eftir verði tekið. Skýrsla starfshópsins, Fíkniefni -Fræðsla og for- varnir í grunn- og framhaldsskólum, hefur verið fjölfölduð og send sveitarfélögum og landshluta- samtökum, stjórnendum grunnskóla og framhalds- skóla svo og sýslumönnum. Hún er fáanleg á skrif- stofu sambandsins og er einnig á heimasíðu þess, www.samband. is. Tilvísanir: 1) Bee, Helen 2000: 415-416. 2) Ríkislögreglusljórmn. Arsskýrsla 1999:55. 3) Ríkislögreglustjórinn. Brotgegn lifi og likama 1999: 7-8. 4) Áfengis- ogfikniefnamál á íslandi 1998:62 5) Ríkislögreglustjórinn. Arsský’rsla 1999:55. Heimildir: Áfengis- ogfikniefnamál á íslandi. Þróun ogstaöa. 1998. Reykjavik, Frœðslumiðstöð ífiknivörnum. Bee, Helen. 2000. The Developing Cliild. 9. útgáfa. Boston og víðar, Allyn & Bacon. Rikislögreglustjórinn. Rannsóknadeild. 2000. Brot gegn lifi og likama 1999. Samantekt um líkamsmeiðingar, aðrar en kyn- ferðisbrot. Ríkislögreglustjórinn. 2000. Á rsskýrsla 1999. Frá stjórn sambandsins Sveitarstjórnir leggi sérstaka éherslu é umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun Á fundi hinn 17. ágúst samþykkti stjórn sam- bandsins svofellda ályktun: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir um land allt til að leggja sérstaka áherslu á umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga og jafnframt vinna skipulega að fræðslu og forvörnum í samvinnu við lögregluyfirvöld og félagasamtök, sem láta sig þessi mál varða. Afleiðingin af sívaxandi smygli á eiturlyijum og aukinni athafnasemi eiturlyfjasala í sölu og dreif- ingu er fyrst og fremst sú, að fleiri og fleiri ung- menni verða háð notkun fíkniefna með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem því fylgir. Glæpir og ofbeldi fara vaxandi, heimili eru ekki lengur óhult fyrir innbrotum og einstaklingar verða fyrir lík- amsárásum fíkniefnaneytenda í leit að verðmætum til að Qármagna kaup á eiturlyfjum. I framhaldi af skýrslu starfshóps Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um fíkniefnafræðslu og for- varnir i grunn- og framhaldsskólum sem kynnt var á síðasta stjórnarfundi sambandsins samþykkir stjórnin að efna til samstarfs við menntamálaráðu- neytið, dómsmálaráðuneytið, Áfengis- og vímu- varnaráð, félagasamtök og fyrirtæki í þeim tilgangi að hrinda í framkvæmd tillögum starfshópsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.