Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 18
240 Menningarmál Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður: Byggðasafn Skagfirðinga Stiklað á starfsemi Rekstur Héraðsnefnd tók við rekstri Byggðasafns Skag- firðinga er sýslunefnd lét af störfum 1989 og hélt áfram þeirri uppbyggingu sem sýslunefnd hafði lagt grunninn að. Er héraðsnefnd var lögð niður tóku Sveitarfélagið Skagatjörður og Akrahreppur við rekstrinum. Aðalskrifstofa safnsins er í Gils- stofu við Glaumbæ en skrifstofa fornleifafræðings í Safnahúsinu Sauðárkróki. Söfnunarsvæði Byggðasafns Skagfirðinga takmarkast landfræði- lega við mörk sveitarfélaganna og efnislega við söfnunarstefnu sem endurmetin er á fimm ára fresti. Safnið hefur tekið við rekstri Minjahússins á Sauðárkróki. Þar er Minjasafn Kristjáns Runólfs- sonar, sem er í einkaeign, til húsa ásamt sérsýning- um á vegum byggðasafnsins. Rekstur safna er dýr, en skilar þó talsverðu til samfélagsins þótt ekki komi það allt fram á sama stað. Á undanförnum árum hafa milli 40 og 50 þúsund gestir séð sýningar safnsins víðs vegar um héraðið, þar af yfir 20 þúsund í Glaumbæ. Heim- sóknum skólanemenda Qölgar stöðugt. Starfsemin Haustið 1987 var ráðinn starfsmaður í heilsárs- stöðu að safninu og árið 1998 fékk safnið forn- leifafræðing til starfa í 75% stöðu á ársgrundvelli. Fimm safnverðir eru til viðbótar yfir sumartimann við gæslu, leiðsögn og þrif. Rekstur skrifstofu og framkvæmdastýring krefst mikils tíma forstöðumanns svo sem við fyrirspurn- Sigríður Sigurðardóttir lauk prófi í sagnfrœði frá Háskóla Íslands 1985 og hefur verið forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga með hléum frá árinu 1987. Hún var kynnt nánar í 3. tölublaði. ir, skýrslur, umsóknir, auglýsingar og kynningar- starf. Auk þess sem stöðugt er unnið við söfnun og skráningu muna og fornleifa, varðveislu, heimilda- öflun, rannsóknir, ráðgjöf, námskeið og endur- menntun, viðhald bæja og húsa, útgáfú, samstarf og markaðssetningu. Geymslur eru á þremur stöðum og sýningar á fimm. Fyrsta sýning safnsins i gamla bænum í Glaumbæ hélst óbreytt frá 1952 til 1988. Á undan- förnum áratug hafa nokkrar sýningar verið settar upp á vegum safnsins, á Hofsósi, Hólum, Sauðár- króki og víðar, í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og stofnanir, sem og fyrir safnið. Sumar eru fasta- sýningar (merktar ■®'), aðrar eru sumarsýningar eða tímabundnar á annan hátt. rs11998 - Glaumbær „Mannlíf í torfbœjum “. 1993 - Pakkhúsið Hofsósi „ Við fugl ogftsk". 1995-1998 Vindheimamelar „Þarfastiþjónn- inn “ fyrir Hestasport sf. 1995 - Áshús „ Jólasýningar “. Rf' 1995 - Áshús Húsbúnaður á miðri 20. öld. 1996 - Vesturfarasetrið Hofsósi „Annað land - Annað líf Vesturheimsferðir 1870 - 1914“. Fyrir Vesturfarasetrið. Sýningin er í eigu Byggðasafnsins. 1997 - Hólar „ Ríðum heim til Hóla. Reiðver og klyjjareiðskapur". Fyrir Hólaskóla. Sýningin er í eigu Byggðasafnsins. 1998 - Glaumbær og Áshús „Matur og kajft“. 1998 - Áshús „Nytjalist“. 1998 - Gilsstofa: Bara húsmóðir. vs-1998 - Minjahúsið: Valbergssafn og Verkstceði Jóns Nikodemussonar. 1999 - Gilsstofa: Sturlunga öld. 1999 - Hólar. Kirkjumunir úr Skagajjarðarpró- fastsdœmi fyrir Kristnihátíðarnefnd prófasts- dæmisins. 2000 - Gilsstofa: Vhn kirkjur. Unnin í samvinnu við 8. bekk Varmahlíðarskóla. 2000 - Glaumbæjarkirkja Gluggað í handrit. 2000 - Bœjardyrahús á Reynistaó, um staðinn. 2000 - Vesturfarasetrið Hofsósi. Fyrirheitna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.