Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 28
250 Félagsmál íjölþætta ráðgjöf sem veita skal. í henni felst ann- ars vegar að veita einstaklingum og fjölskyldum upplýsingar um félagsleg réttindi og hins vegar leiðbeiningar og aðstoð vegna persónulegs og félagslegs vanda. Áhersla er lögð á forvarnagildi ráðgjafarinnar. Átt er við hina íjölþættu ráðgjöf, sem félagsþjónustan veitir nú, en við bætist sér- hæfð ráðgjöf, einkum vegna fötlunar. Miklu máli skiptir að samráð sé haft við önnur stjórnvöld eftir því sem við á og aðra aðila í samráði við neytand- ann. Ráðgjöfin skal vera víðtæk og taka m.a. til Ijármála, húsnæðismála, fjölskyldumála, uppeldis- mála o.fl. Samþætting og þverfagleg vinnubrögð eru forsenda þess að ráðgjöfin nýtist til hlítar og að þjónustan sem henni er tengd komi að gagni. Reynt er með þessu móti að halda til haga öllum viðfangsefnum félagslegrar þjónustu og ráðgjafar. Annars vegar er starfsmönnum félagsmálanefnd- anna ætlað að búa yfir þekkingu á margþættum sviðum félagsþjónustunnar og samhliða að vera í stakk búnir til að eiga gott samstarf við önnur stjórnvöld eftir því sem þurfa þykir. Ráðgjöfin er oftar en ekki í beinum tengslum við aðra þjónustu, enda oft ekki tryggt að hún komi að notum ein og sér. Til dæmis getur verið skynsamlegt að veita ráðgjöf í fjármálum samhliða fjárhagsaðstoð. Ráðgjöf í slíku tilviki getur verið forsenda þess að fjárhagsaðstoðin nýtist. Á sama hátt má nefna að boðið sé upp á ráðgjöf um húsnæðismál og búsetu- úrræði um leið og sótt er um húsnæði á vegum félagsþjónustunnar. Þannig kunna að opnast nýir möguleikar fyrir fatlaðan einstakling sem æskir aðstoðar og ráðgjafar varðandi húsnæðismál að fá tækifæri til að skoða möguleikana frá fleiri sjónarhornum en einungis þeim sem sérstaklega eru ætluð fólki með fötlun. Hver eru helstu rökin fyrir samþættingu málefna fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga? Fagleg sjónannið Blöndun ófatlaðra og fatlaðra Þjónustan sem nú er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra er í eðli sínu félagsþjónusta. Því má spyrja: „Af hverju eiga fatlaðir að sækja félagsþjónustu til svæðisskrifstofunnar þegar ófatlaðir sækja hana til félagsþjónustu sveitar- félagsins?“ Einstaklingar með fötlun eru ekki einsleitur hópur og enda þótt fjölmargt sameini þá, þá er líklega mun fleira sem þeir eiga sameiginlegt með öðrum borgurum. Dæmi um þessa blöndun á sviði ríkisins er að atvinnumál fatlaðra fari til Vinnumálastofnunar eins og atvinnumál annarra, m.a. starfsráðgjöf, at- vinnuleit, vinnumiðlun og önnur almenn þjónusta. Nærþjónusta Félagsþjónusta sem rekin er af sveitarfélagi stendur íbúunum nær en sé hún veitt af ríki. Það skiptir neytandann máli að eiga greiðan aðgang að þjónustunni, að hún sé einstaklingsbundin, að- gengileg og auðskilin og að veitendur hafi skilning og þekkingu á staðháttum. í þessu felst nærþjón- usta. Samfelld og hcildstæð þjónusta, einstaklings- bundin og sveigjanleg Á vegum svæðisskrifstofa og á vegum félags- þjónustu sveitarfélaga er lögð áhersla á að þjónust- an sé heildstæð. Það kemur þó fyrir að ekki reynist unnt að tryggja þessa æskilegu samfelldu þjónustu. Samþættingin og aukin þverfagleg vinnubrögð fela í sér auknar líkur á að ekki komi gloppur í þjónust- una. Þegar umsjón með þjónustunni er á einni hendi hjá starfsmanni félagsþjónustunnar ætti að verða betur tryggt að þjónusta sé við hæfi og að hún sé veitt á þeim tíma sem hennar er þörf. Möguleikar á betri heildarsýn þjónustu við fatlaða og Qölskyldur þeirra eykst við samþætting- una. Til dæmis að betur verði tryggt að fatlað barn fái samþætta þjónustu. Með því er hér átt við að þjónustan sé skipulögð á þann hátt að barn og ijölskylda geti nýtt sér hana: Að fólk lendi ekki milli kerfa og að nauðsynleg þjónusta standi fólki til boða þegar á þarf að halda. Til að svo geti orðið þarf að koma til samhæfing skóla, sjúkraþjálfunar, talæfinga, aðstoðar eftir skóla, heimaþjónustu og viðeigandi ráðgjafar eftir því sem við á hverju sinni. Hugsunin er sú að starfsmaður félagsþjón- ustunnar annist mál barnsins og að vissu leyti allrar ijölskyldunnar. Þar sem góð félagsráðgjöf er veitt nú hjá félags- þjónustu sveitarfélaga eru þarfir neytenda metnar í heild. Sem dæmi má nefna að aðstæður ungrar einstæðrar móður eru metnar út frá þörfum hennar og barnanna, þannig að saman fari velferð barn- anna og möguleikar móður til að annast þau og stunda atvinnu eða nám. Litið er á allar aðstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.