Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 34
256 Félagsmál ýmsum sérlögum því félagsþjónusta þess tíma var talin of veikburða til að sinna fleiri verkefnum i byrjun. En síðan hefur félagsþjónustunni víðast hvar vaxið fiskur um hrygg. Samþætting hefur að því ég best veit verið eitt af lykilhlutverkum starfsmanna í félagsþjónustunni frá upphafi. Við erum hvert okkar einstaklingar með ólíkar þarfir og leitum til félagsþjónustunnar á grundvelli þarfa. Notendur þjónustunnar leita að- stoðar við úrlausnir mála sinna á grundvelli heild- arsýnar á aðstæðum og leita úrlausnar sem byggja á heildarsýn, heildstæðum og samþættuðum lausn- um. Það er því í rauninni svolitið skrýtið að spyrja sig hvort við höfum samþættað félagslega þjónustu og þjónustu við fatlaða. Ef við höfum ekki gert það þá teldi ég okkur ekki vera að sinna því hlutverki sem við tókum að okkur sem reynslusveitarfélag. Samþætting verkefna hjá sveitarfélögum hefur sjálfsagt verið með mismunandi hætti hjá þeim sveitarfélögum sem nú sinna málefnum fatlaðra og liggur það fyrst og fremst í þeim leiðum sem hvert sveitarfélag hefur valið. Vestmannaeyjar, með um 4500 manns, er ekki það fjölmennt sveitarfélag, að félagsþjónustunni sé skipt upp í margar deild- ir/einingar. Á hinn bóginn er verkefnum skipt upp á starfsmenn sem eru n.k. sérfræðingar innan síns málaflokks, en til þess að kerfið virki þurfa þeir líka að þekkja til verkefna annarra starfsmanna innan kerfisins og geta verið talsmenn þeirra aðila sem til þeirra leita með verkefni sem er á sviði annarra starfsmanna. Þannig á ég sem bæjarbúi að geta leitað til eins aðila innan félags- þjónustunnar með þau atriði sem mig vanhagar um upplýsingar eða úrlausnir í, og sá starfsmaður, sem ég leita til, á að geta veitt mér úrlausnir minna mála og/eða komið máli mínu áfrarn innan kerfis- ins ef það er ekki til úrlausnar á hans verksviði. Þannig á ég sem neytandi ekki að þurfa að sækja til margra ólíkra aðila innan félagsþjónustunnar til að fá úrlausnir rninna mála. Að hluta til er þetta kostur sem felst í stærð sveitarfélagsins, en þetta er líka kosturinn við heildstæða og samþætta faglega félagslega þjónustu. Aukin sérþekking og reynsla í málefnum fatlaðra kom til sveitarfélagsins með ráðningu deildarstjóra málefna fatlaðra. Einnig hafa verið að ráðast til starfa hjá bænum þroskaþjálfar, en við yfirfærsl- una voru starfandi tveir þroskaþjálfar innan mál- efna fatlaðra en stefnir í að þroskaþjálfar hjá bæn- um verði orðnir fimm í haust (leikfangasafn, sam- býli, atvinnumál, dagvist og hæfing, skólarnir). Aðgengi að fagaðilum hefur aukist og leitað hefur verið eftir því við aðrar stofnanir, s.s. heilbrigðis- stofnun og skólaskrifstofu, að fá sérfræðinga, þ.m.t. iðjuþjálfa og talkennara, til sveitarfélagsins. Þannig hefur skólaskrifstofan gert verktakasamn- ing við talkennara sem kemur reglulega til Eyja og heilbrigðisstofnunin í Eyjum er búin að semja á svipuðum forsendum við iðjuþjálfa um reglu- bundna þjónustu í Eyjum. Félags- og skólaþjónusta er undir sama þaki og því samvinna milli þeirra kerfa mikil og auðveldara að samræma þjónustuna. Við erum fjórir starfsmenn í framlinunni, þ.e. deildarstjóri málefna fatlaðra, sálfræðingur og tveir félagsráðgjafar, hvert okkar með ákveðinn fjölda verkefna á okkar sviði og samstarfsfólk til að vinna að þeim verkefnum. Þjónustan er samræmd að einurn tengli og þjónustuþættir tengdir. Við setjumst reglubundið niður og samræmum þjón- ustu okkar og endurmetum leiðir í samráði við notendur þjónustunnar og aðra veitendur þjónustu og reynum að koma fram með þær lausnir sem líklegastar eru til árangurs. Þær lausnir eru ekki alltaf þær sömu og lögin um málefni fatlaðra eða félagsþjónustu sveitarfélaga kveða á um. Hvers vegna ekki? Þjónustan er einstaklings- bundin og leitast við að hafa hana sveigjanlega - reynt að smíða þjónustuna að þörfum hvers og eins - og það er auðveldara núna því við höfum úrræði hvorra tveggja laganna, almenn og sértæk úrræði, og getum valið það besta úr hvorurn í hverju tilviki. Heima í héraði erum við nú með fjöldann allan af fagfólki, sem býr yfir mikilli sérþekkingu og leggjum áherslu á að nýta okkur þá þekkingu á sem flestum sviðurn innan sveitarfélagsins, ekki aðeins innan málefna fatlaðra eða félagsþjónust- unnar, heldur einnig á öðrum sviðum sem hennar er þörf, s.s. fræðslu- og menningarsviði og heil- brigðissviði. Faglegar forsendur gera okkur kleift að stunda frumgreiningu heima í héraði og að miklu leyti eftiríylgd og þjálfun, þó við verðum vissulega að sækja ýmsa sérþjónustu á höfuðborgarsvæðið eins og aðrir landsmenn. Eins og áður erfram komið tel ég það hafa verið bœði félagsþjónustimni og málefnum fatlaðra til framdráttar að samningar náðust um yfirfœrslu málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.