Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 38
Málefni barna Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna: Bömin í borginni - hvað brennur á þeim? - Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson í ljóðabók sinni Stjörnur vorsins, en ástæða þess að ég vitna til niðurlags þessa ljóðs um unga konu í Súdan er sú staðreynd, sem við mér blasir eftir að hafa hitt ijöldann allan af börnum og unglingum, hve þeim svipar saman hvort sem þau búa úti á landsbyggðinni eða í höfuðborginni okkar, Reykja- vík. Hjörtum barnanna svipar svo sannarlega sam- an, en nánar að því hér á eftir. I. A síðustu áratugum hefur þeirri skoðun verið að vaxa fylgi að líta beri á æskuna sem sjálfstætt ævi- skeið í lífi sérhvers einstaklings, er hlúa beri að með sérstakri alúð. Á þessu sjónarmiði byggir samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns- ins, í daglegu tali nefndur Barnasáttmálinn (BSSÞ), en hann tók gildi hér á íslandi í lok nóv- embermánaðar 1992. Þessi sáttmáli er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann hefur að geyma ákvæði um Þórhildur Lindal lauk laga- prófi frá Háskóla íslands 1977, staifaði sem dómarafulltrúi við Borgar- dóm Reykjavíkur 1977 til 1985, var deildarstjóri i félagsmálaráðuneytinu 1985 til 1993 og lögfrœð- ingur iforsœtisráðuneytinu 1993 til 1995. Húnvar skipuð jyrsti umboðsmaður barna á Islandi frá 1.1. 1995 til 31.12. 1999 og skipuð að nýju frá 1.1. 2000 til nœstu fimm ára, sbr. lögnr. 83/1994. grundvallarmannréttindi barna, yngri en 18 ára. Segja má að einkunnarorð sáttmálans séu umhyggja, vernd og þátttaka. Samhliða því að börn skuli njóta umhyggju og sérstakrar verndar er þannig í sáttmálanum lögð rik áhersla á að þau verði virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. í þessum síðustu orðum birtist ný sýn á réttarstöðu barna. Eitt helsta markmið Barnasáttmálans er að börn fái tækifæri til að þroskast þannig, að þau verði upplýstir og ábyrgir einstaklingar. Eðli máls samkvæmt þurfa börn meiri umhyggju og ríkari verndar meðan þau eru ung að árum, en eftir því sem þau verða eldri og þroskaðri þurfa þau jafnframt í auknum mæli að fá tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og nánasta umhverfi. í 3. gr. Barnasáttmálans, sem er ein grundvallar- regla hans, segir að það sem barni er fýrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar yfirvöld taka ákvarðanir er varða börn. Forsenda þess að yfir- völd geti tekið slíkar ákvarðanir er að börn fái að segja álit sitt, að á þau sé hlustað og skoðanir þeirra virtar í samræmi við aldur þeirra og þroska, sbr. 12. gr. sáttmálans. Þetta er grunnurinn að nú- tímaviðhorfi til barna sem sjálfstæðra einstaklinga með eigin réttindi. Þessi réttur barna er ekki ein- ungis bundinn við persónuleg málefni heldur nær hann einnig til málefna samfélagsins og þá fyrst og fremst þeirra málefna er varða nánasta umhverfi barnanna og þau þekkja af eigin raun. Sem dæmi má nefna ákvarðanir varðandi skólastarf, tóm- stundir, forvamastarf og skipulag nánasta um- hverfis, s.s. íbúða- og leiksvæða. Rökin eru þau að ákvarðanir sem þessar beinast að börnunum sjálfum, lífsskilyrðum þeirra og velferð. Því liggur það í hlutarins eðli að til að þess að unnt sé að taka slíkar ákvarðanir þurfa yfirvöld að leita eftir skoðunum barnanna sjálfra og taka tillit til þeirra með hliðsjón af aldri barnanna og þroska þeirra. Þetta nýja viðhorf, sem fram kemur í Barna- sáttmálanum, fer að vissu leyti í bága við hefð- bundna afstöðu fullorðinna til barna. Sú afstaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.