Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 47
Ýmislegt 269 þróa aðferðir sem stuðla að gagnkvæmri aðlögun aðfluttra og þeirra sem fyrir eru. • Að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skólakerfið til jafns við önnur börn. Lögð verði áhersla á kennsluhætti sem henta börnum af erlendum uppruna og að koma til móts við þarfir þeirra, m.a. í kennslu á íslensku sem öðru tungumáli. Einnig með kennslu i og á móðurmáli þeirra eftir því sem við verður komið. • Að öllum útlendingum sé gefinn kostur á ís- lenskunámi við hæfi og þeir hvattir til að læra íslensku. Utlendingum sem vilja læra íslensku skulu sköpuð tækifæri til þess. Hvorki vinnuálag, aðstöðuleysi eða fátækt, einangrun né skortur á hæfilegum námsleiðum komi í veg fyrir að þeir geti nýtt þessi tækifæri. • Að þekking og menntun útlendinga nýtist bæði þeim og öðrum borgarbúum. Gengið skal út frá því að útlendingar séu gefendur og þiggjendur í íslensku samfélagi. Unnið skal að því að þeir fái störf við hæfi svo þeir festist ekki í láglaunastörfum og fái sömu tækifæri og aðrir til að miðla samfélaginu af hæfileikum sínum, reynslu og menntun. • Að Reykvíkingar nýti sér menningarlega fjöl- breytni samfélagsins. Stuðla skal að því að borgarbúum gefist tækifæri til að læra hverjir af öðrum. Unnið skal gegn því að útlendingar einangrist hvað varðar búsetu og atvinnu. • Að borgaryfirvöld hafi aðgang að áreiðanleg- um upplýsingum um hagi útlendinga. Reglubundið þarf að kanna hagi útlendinga og taka mið af öðrum upplýsingum sem að gagni koma við ákvarðanir í borgarmálum. • Að útlendingar þekki rétt sinn og skyldur. Tryggja þarf að útlendingar fái fræðslu um skrif- aðar og óskrifaðar reglur samfélagsins. Þeir þurfa að þekkja rétt sinn, svo ekki sé á þeim brotið og þeir fái notið þess sem samfélagið hefur að bjóða. • Að brugðist sé við ef brotið er á fólki vegna uppruna þess. Mikilvægt er að lög og reglur varðandi brot gagnvart útlendingum og réttindum þeirra séu skýr og afdráttarlaus. Sé á þeim brotið skulu viðeigandi úrræði vera tiltæk. Framkvæmd stefnunnar Gert er ráð fyrir að þróunar- og fjölskyldusvið Ráðhúss Reykjavíkur hafi fyrst um sinn eftirlit með því að stefnunni sé framfylgt og fylgi eftir samhæfingu borgarstofnana í samráði við jafn- réttisráðgjafa Reykjavikurborgar. Er starfandi starfshópur sem fylgir eftir framkvæmd hennar og er gert ráð fyrir að stefnan verði metin árlega og endurskoðuð í heild fyrir árslok 2004. Um framkvæmd stefnunnar segir að allar stofn- anir borgarinnar þurfi að laga sig að fjölmenning- arlegu samfélagi og útfæra stefnu borgarinnar um fjölmenningarlegt samfélag í starfsáætlunum sín- um. Þær skulu gera ráð fyrir útlendingum bæði sem notendum og veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Þá er einnig lögð áhersla á að þeir útlendingar sem hingað flytjast þurfi að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir sem fyrir eru þurfi að aðlagast ibúum af mismunandi uppruna. í öllu starfi borgarinnar skuli leitast við að nýta kosti fjölbreytninnar. Alþjóðahúsið ehf. Við framkvæmd stefnunnar var áætlun um að komið yrði á fót Alþjóðahúsi á árinu 2001 í sam- starfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila. Alþjóðahúsi er þar ætlað að gegna veiga- miklu hlutverki við framkvæmd stefnunnar bæði hvað varðar stuðning við samþættingu og gagn- kvæma aðlögun. Mikilvæg viðfangsefni Alþjóða- húss yrðu þróunarstarf, miðlun og öflun upplýs- inga, túlkaþjónusta, sérhæfð ráðgjöf, fræðsla og menningarstarf. Umfangsmiklu undirbúningsstarfi sveitarfélag- anna þriggja, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópa- vogs, og verkefnisstjórans leiddi til þess að hinn 8. maí sl. undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórarnir í Kópavogi, Hafnarfirði svo og Seltjarnarnesi og formaður Reykjavíkurdeildar RKI stofnsamning um einkahlutafélagið Alþjóða- húsið ehf. og er stofnhlutafé 10 millj. kr. Starfsemi Alþjóðahússins ehf. er tilraunaverkefni til fimm ára og skuldbinda stofnhluthafar sig til greiðslu árlegs rekstrarframlags þann tíma. Rekstrarframlag sveitarfélaganna skv. sérstökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.