Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 60
Stjórnsýsla leiðarljósi að ná árangri með hvern einstakling og nota til þess þær aðferðir sem best þykja henta. Lögreglu ber hins vegar að gæta þess að hver sá sem í hennar hendur kemur fái meðferð eins og sá næsti á undan og sá næsti á eftir. Gildir það hvort heldur menn brjóta umferðarreglur, eins og þá að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi, eða eru kærðir fyrir alvarlegri brot, svo sem líkamsárásir. En það er ekki aðeins að lögreglu beri að gæta jafnræðis, borgararnir verða að geta treyst því, þeir verða að hafa reglur til þess að ganga úr skugga um að svo hafi verið gert. Dómstólar verða líka að geta gengið úr skugga um að lögregla hafi farið eftir reglunum. Þess vegna er svigrúm til að fara út fyrir skýra verkaskiptingu afar takmarkað. Sé litið á liðina a til g í 1. grein lögreglulaganna, sem birt er hér að framan, verður enn ljósara hversu miklu betur lokaða líkanið hentar starfsemi lögreglu en hið opna. Hina skýru ábyrgðar- og stjórnunarskyldu lögreglustjóra, sem kemur fram í 2. tölulið 6. greinar lögreglulaganna, ber að sama brunni. Að sumu leyti má segja að á fáum sviðum henti hið lokaða likan betur. Þessi staðreynd verður ekki síst ljós ef litið er til þess að lögregla er að margra mati byggð upp á sama grunni og hér. Þótt ekki komi beinlínis fram í lögreglulögum hve rík hlýðniskylda lögreglumanna er þá kemur fram í 29. gr. þeirra ákvæði um heitstaf svohljóðandi: „Allir lögreglumenn sem eru skipaðir eða ráðnir til starfa skulu vinna svofellt heit: Því heiti ég og legg við drengskap ntinn og heiður að lögreglu- mannsstarfa minn skal ég rækja með kostgæfni og samviskusemi í hvívetna og vinna að því eftir fremsta megni að halda uppi stjórnarskrá lýðveld- isins og öðrum lögum þess.“ Sé þetta ákvæði lesið saman við 2. tölulið 6. greinarinnar kemur í ljós að hlýðniskylda lögreglu- manna við lögreglustjóra og reyndar við alla yfir- menn hlýtur að vera mjög rík eðli málsins sam- kvæmt þar sem dagleg stjórnun er í þeirra höndum og þeir skipuleggja störf sín og deila út verkefnum niður valdapíramídann. Benda má á það þótt ekki komi fram skýrt i lögum að reglugerð um einkenn- isbúninga, merki og búnað lögreglumanna, að stofni til nr. 528/1997, sýnir virðingarröðina með mjög skýrum hætti. En í venjulegu lögregluliði er hún svofelld: lögreglustjóri, yfirlögregluþjónn, eft- ir atvikum aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvaró- stjóri og lögreglufulltrúi (annast lögreglurann- sóknir), varðstjóri og rannsóknarlögreglumaður 1, aðstoðan’arðstjóri og rannsóbtarlögreglumaður 2, flokksstjóri og lögreglumaður I sérhœfðu starfi, lögreglumaður 1 með skóla, þar af eitt ár eftir skóla, lögreglumaður 2 og héraðslögreglumaóur, báðir með skóla, lögreglumaður 3 meðfyrri áfanga lögregluskóla og loks lögreglumaður 4 og héraðslögreglumaður án lögreglunáms. Miðað við þennan rökstuðning um skýra skipu- lagsheild, sem leitast við að starfa í vel skilgreindu umhverfi, má ljóst vera að minnstu tilraunir til þess að beita opna líkaninu myndu riðla svo skipulaginu, sem byggir á ábyrgð og hlýðni ásamt persónulegri ábyrgð hvers starfsmanns og ekki síst hollustu við heildina, að það yrði með öllu óstarfhæft. Sama verður uppi á teningnum ef litið er á hitt meginverkefni lögreglustjórans sem kemur fram í 3. tölulið 6. greinar, það er að segja yfirstjórn björgunar- og leitaraðgerða. Ábyrgð lögreglustjór- ans er það skýr og stjórnunarhlutverkið svo vel skilgreint að öll frávik frá lokaða líkaninu hefðu slæm áhrif. Reyndar er skylt að taka fram að ekki hefur tekist að afla annarra reglna um störf björg- unarsveita en þeirra er lúta annars vegar að lands- stjórn björgunarsveitanna og hins vegar að svæðis- stjórnum, sem eru fyrst og fremst tenglar við lög- reglustjóra. En af reynslu má draga þá ályktun að komi til þess að beita einhvers konar stjórnskipu- lagi í sveitunum, þá sé það mjög í anda lokaða lík- ansins. Þannig má í raun líta á björgunarsveitirnar sem framlengingu af lögreglu, þótt ekki séu höfð bein afskipti af störfum innan sveitanna, þá hljóta þær eðli málsins samkvæmt að taka við fyrirskip- unum lögreglustjóra. Reyndar var ekki ætlunin að ræða um stjórn- skipulag björgunarsveita í þessari grein. Að þeim verður þó aftur vikið þegar kemur að umfjöllun um almannavamir. Hér að framan hafa verið færð rök að því að stjórnskipulag lögreglunnar sé dæmigert fyrir lok- aða líkanið og einnig að það hljóti að henta best vegna þessa umhverfis, það er lagaramma sem henni er skapaður. b. Opna líkanið Þá verður hins vegar gerð tilraun til þess að skoða hvort og þá hvernig beita mætti opna líkan- inu á störf lögreglu. Spurningin, sem hér verður varpað upp og reynt að svara, er á þá lund hvort opna líkanið eigi yfirleitt nokkurn tíma við í starf- semi lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.