Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 61
Stjórnsýsla b. 1. Forvarnir og samstarf Freistandi er að leysa málið á þann einfalda hátt að svara að svo sé, það eigi aldrei við. En það eru einkum tvö svið sem kanna má hvort ekki sé rétt að beita opna líkaninu á, að minnsta kosti að hluta. Það er á sviði rannsókna og forvarna. Um rann- sóknir er fjallað í 1. gr. c-lið lögreglulaganna. Um forvarnir er fjallað í 11. gr. 2. málsgrein: „Lögregla og önnur stjórnvöld og stofnanir skulu hafa gagnkvæmt samstarf varðandi verkefni sem tengjast löggæslu, svo sem forvarnir. Sérstaklega skal lögregla vinna með félagsmálayfirvöldum, heilbrigðisyfirvöldum og menntamálayfirvöldum að forvörnum eftir því sem tilefni gefst til og að- stæður leyfa og upplýsa þessa aðila um málefni sem kreijast afskipta þeirra.“ Einnig vísar f-liður 1. gr. laganna til þessa sama og jafnvel má gera ráð fyrir að í samstarfi við önn- ur stjórnvöld eigi betur við að beita aðferðum opna líkansins. Segja má að skilyrði opna líkansins eigi vel við að minnsta kosti í mörgum tilvikum þar sem lög- regla tekur þátt í samstarfi, sem ekki fellur undir hefðbundna skilgreiningu á venjulegum lögreglu- störfum. Eivert verkefni er sérstakt, meiri líkur eru til þess að verklag verði fljótandi. Aherslan er á árangur fremur en aðferðir. Ef um átök er að ræða má fremur búast við því að þau verði leyst á grunni samskipta jafningja. í samstarfsnefndum er sjaldn- ast um að ræða skýra verkaskiptingu og allt eins má búast við hrossakaupum við lausn deilumála. Ábyrgð samstarfsaðila er fremur samábyrgð en að hún sé persónuleg. Flollusta er við skipulagsheild- ina, það er nefndina eða starfshóp, hvort heldur hann er formlegur, eins og búast má við þegar samstarfsnefndir starfa, eða óformlegur, eins og ætla má þegar teymi manna úr ýmsum áttum fæst við að upplýsa flókin brotamál. Vart er við því að búast að skýr lóðrétt boðskipti eigi við þegar hópur manna starfar án þess að lúta boðvaldi einhvers, eins og myndi vera við almenn og venjubundin lögreglustörf. Boðskipti verða því fremur lárétt. Þar með er píramidaskipulagið ekki fyrir hendi heldur má ætla að hver einstakur nefndar- eða starfsmaður komi út úr annarri skipulagsheild til þessa samstarfs. Ef til vill er það galli ef menn hafa vanist því að taka eingöngu við fyrirmælum að ofan. Þekkingin er dreifð og enginn einn veit alla hluti sem þessi sérstaka skipulagsheild býr yfir. Samskiptin verða þvi fremur á láréttu plani en lóðréttu og byggja sömuleiðis fremur á ráðlegging- um eða uppástungum einstakra nefndarmenna um lausnir, ekki á fyrirskipunum að ofan. Árangur starfsins skiptir öllu máli, ekki hlýðni eða réttar að- ferðir. Ætla má einnig að virðing fari eftir hæfni en ekki stöðu. Hún tilheyrir hvort eð er hinu skipulag- inu sem menn eru teknir út úr, eins og vera myndi ef lögreglumaður starfar með vísindamönnum að rannsóknum eða uppljóstrun brota. Auðvelt er að koma fram með gagnrýni á þessa hugmynd. En til þess að gefa einhverja hugmynd um líkur á slíku samstarfi nægir að nefna flókin úrlausnarefni. Nýleg dæmi hafa verið í fréttum um „stóra fíkniefnamálið“. Þótt ekki hafi komið fram nákvæmar upplýsingar um starfshætti er ljóst að margir koma að málum auk lögreglu, t.d. tollgæsla, fulltrúar bankakerfis og vafalaust margir fleiri. Þar er komið út fyrir eigið skipulag lögreglu og reynir fyrst og fremst á samvinnu og samstarf með árang- ur að leiðarljósi. Með sama hætti er háttað ýmsum forvarnarverk- efnum sem lögregla tekur þátt í. Þar koma fulltrúar skóla, foreldrafélaga, nemendafélaga, sveitarfélaga og heilbrigðisstétta saman í nefnd eða skipulags- heild, sem ótvírætt hefur flest eða öll einkenni opna líkansins. Það er því ljóst að einhverjir starfs- menn lögreglu verða að tileinka sér sýn á opna líkanið og starfshætti þess, en mega á sama tíma ekki tapa því að vera hluti hins lokaða likans sem, eins og að framan hefur verið rakið, er megin- stefnutæki lögreglunnar. b. 2. Rannsóknir Þótt ekki verði Qallað hér ítarlega um óhefð- bundnar eða sérstakar rannsóknaraðferðir þar sem reglur um þær rannsóknir eru ekki tiltækar er eng- inn vafi á því, þrátt fyrir að reynt sé að fella þessar aðferðir að mestu leyti undir sama skipulag og aðr- ar lögregluaðgerðir, að þær eiga miklu frekar undir opna líkanið í samræmi við það sem rakið er hér að framan. Ákvarðanir verða oftast matskenndar og aðferðafræðin því ekki felld undir hið stífa lok- aða líkan. Nefnd hefur skilað áliti um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Reglur höfðu ekki verið settar 1999 samkvæmt upplýsingum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. (Ríkissaksóknari gaf út fyrirmæli/leiðbeiningar um sérstakar rann- sóknaraðferðir lögreglu l.júlí 1999). Við uppljóstrun brota er oft um það að ræða að ferlið verður tilviljanakennt og rannsóknari rekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.