Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 62
Stjórnsýsla sig áfram skref af skrefi. Ákvarðanataka, sem heyrir undir hinn skipulega ramma lögreglulaga og laga um meðferð opinberra mála, kemur ekki til fyrr en rannsóknarferlinu er lokið. Ákvarðanataka um einstök skref í uppljóstrunarferlinu er því til- viljanakennd og byggist á hugmyndum um afmark- aða skynsemi, samanber kenningar Herberts Simon um tilviljanakenndar lausnir og afmarkaða skynsemi eða „satisfising“ lausnir. Ljúka má þessari umræðu um rannsóknarþátt í starfi lögreglu með því að vekja á því athygli að ólíkt öðrum lögreglumönnum klæðast rannsóknar- lögreglumenn ekki einkennisbúningum við dagleg störf. í einkennisbúningareglugerðinni er sérstak- lega tekið fram að þeim sé að jafnaði ekki gert skylt að ganga í einkennisfatnaði við störf sín. Fáar aðrar undantekningar eru frá skyldu til að bera ein- kennisbúning við dagleg störf. Yfirlögregluþjónar og aðstoðaryfirlögregluþjónar geta fengið sam- þykki lögreglustjóra til þess. Ef aðrir lögreglu- menn sinna þannig verkefnum að ekki sé talin nauðsyn á einkennisbúningi getur lögreglustjóri í samráði við ríkislögreglustjóra heimilað það (ákvæði 6.5). Með þessu er sú sérstaða sem rannsóknarlög- reglumenn hafa innan lögreglunnar undirstrikuð. c. Niðurstöður í stuttu máli má segja að stjórn lögreglu falli nánast að öllu leyti undir hið lokaða líkan. Undan- tekningin frá því er starfsemi rannsóknardeilda. Þar verða vinnubrögð meira fljótandi. Önnur und- antekning, sem er að verða raunhæfari á síðustu árum, er sú leið sem væntanlega verður farin meira á næstu árum varðandi samstarf við aðra aðila. Hvort tveggja, meginstefnan byggð á lokaða líkan- inu og undantekningar tvær, eiga sér stoð í megin- heimildum þeim sem lögregla grundvallar störf sín á, lögreglulögum og lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Það er galli að ekki er að sjá að til séu nein rit um stefnumótun í lögreglu á íslensku. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að ekki er vitað til þess að starfsemi lögreglu hafi verið rannsökuð með að- ferðum stjórnsýslufræða og um það ritað hérlendis. Það má heita athyglisvert hversu lítið hefur verið Qallað um stjórnun lögreglu, ekki síst ef tekið er mið af því hve mikilvæg störf hennar eru og hve mikið traust almenningur hefur á lögreglunni sem stofnun. (Hér er miðað við lífsgildakannanir Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla íslands.) Hið innra skipulag er hvergi bundið í almennar skráðar regl- ur umfram það sem rakið hefur verið að framan. Við úrlausn þessa verkefnis hafa vaknað margar spurningar. Þær snúa fyrst og fremst að því reglu- veldi sem ætla mætti að búi að baki stjórnskipulagi lögreglu, en er ekki að finna fyrr en í núgildandi lögreglulögum. Þau leystu af hólmi sams konar lög frá 1972 (lög um lögreglumenn nr. 56/1972). Þar sagði einfaldlega að lögreglustjórar færu með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi (2. gr. 1. mgr.). Einnig var opnuð leið fyrir ráðherra til þess að setja reglur urn starfsstig innan lögreglu (3. gr. 2. mgr.). Sú heimild virðist ekki hafa verið notuð. Hlýðniskylda lögreglumanna er augljós og mjög skýr samkvæmt 29. grein núgildandi lögreglulaga. Lögregluskóli ríkisins annast menntun lögreglu- nema í almennum lögreglufræðum og einnig fram- haldsmenntun starfandi lögreglumanna. Ekki hefur enn verið kennd stjórnun eða stefnumótun á hans vegum. Lögreglustjóri skal hafa lokið embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands eða jafngildu prófi lögum samkvæmt frá öðrum háskóla til þess að geta fengið skipun í embætti. Einnig þarf hann að hafa þriggja ára starfsreynslu, sem alþingismað- ur, hafa gegnt málflutningsstörfum að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi í þágu ríkis eða sveitarfélags. Leggja má saman starfsaldur í þessum greinum. Einnig er skilyrði um islenskan ríkisborgararétt, að viðkomandi sé vel á sig kom- inn líkamlega og andlega, hafi aldrei misst forræði á búi sínu og hafi ekki gerst sekur um refsivert at- hæfi, sem er svívirðilegt að almenningsáliti (5. gr. laga um framkvæmdavald í héraði, sbr. 12. gr. 1. nr. 15/1998). Þar með eru talin skilyrðin til að hljóta skipun í starf. Engar kröfur virðast gerðar til þeirra um frekari stjórnunarreynslu eða þekkingu, hvað þá menntun í stjórnsýslu (administration). Engu að síður, og það er ef til vill athyglisverð- asta niðurstaðan af þessari skoðun, er Ijóst að starfsemi lögreglu fellur svo vel vió lokaða líkanið að ekki virðist þurfa frekari reglur en fram koma í 1. og 6. gr., auk 29. gr. lögreglulaganna. Taka má fram að til eru starfslýsingar yfirmanna í lögreglunni á ísafirði, yfirlögregluþjóns, aðal- varðstjóra, þriggja varðstjóra og lögreglufulltrúa, sem veitir forstöðu rannsóknardeild. í þeim efnum er virðingarröðin sú sama og kemur fram í reglu- gerðinni um einkennisbúninga. Skipurit lögregl- unnar í landinu segir ekki mikið en styður þó kenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.