Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 64
Stjórnsýsla lendir sérfræðingar, þeir R. Holtermann hershöfð- ingi sem var yfirmaður almannavarna í Noregi (ci- vilforsvaret) og C. Toftemark, yfirlæknir hjá heil- brigðisstjórninni dönsku, sem sá urn ákveðinn þátt almannavarna þar. í athugasemdum með frumvarpinu kernur fram, væntanlega í fyrsta sinn á íslandi, skilgreining á al- mannavörnum: „Hvað eru almannavarnir? En þœr eru einfaldlega sérhverjar ráðstafanir, sem að því lúta að forðast manntjón og eigna sem af hernaði eða árás kynni að leiða, bœta tjón af sömu sökum, líkna og hjúkra þeim, sem eiga um sárt að binda, - almannavarnir stefna að því að bjarga mannslíf- um. “ (Alþt. A 1961, bls. 1023) Fram kemur að byggt er á eldri lögunum urn loftvarnir, en lögin séu að öðru leyti mun ítarlegri. Hnykkt er á því atriði, sem kemur fram í 10. gr., að það sé borgaraleg skylda að starfa í þágu al- mannavarna í samræmi við ákvæði laganna frá 1941, en þar sagði í 4. gr. „Það er almenn borgara- leg skylda að vinna án endurgjalds að undirbúningi loftvarna og annarra öryggisráðstafana samkvæmt lögum þessum, eftirfyrirmœlum lögreglustjóra og loftvarnanejhdar, svo og hlýða öllum fyrirmælum og reglum varðandi slíkar ráðstafanir, þar á meðal að taka þátt ífyrirskipuðum œfingum. “ (Alþt. A, 1961, bls. 1023). a. 2. Hernaðarskipulag og sjálfboðaliðar Af því sem hér hefur verið sagt er freistandi að draga þá ályktun að hugsun löggjafans hafi verið sú að almannavarnir yrðu reknar á grundvelli hern- aðarskipulags, enda upphaflega hugsaðar til að bregðast við slíku ástandi og loftvarnanefnd með mjög sérstakt hlutverk, ásamt lögreglustjóra, stjórnaði aðgerðum. í umsögn um 1. gr. er þess getið að starfssvið loftvarnalaga sé fært út með frumvarpinu og nú skuli löggjöfin einnig ná til lík- amstjóns og eigna af völdum náttúruhamfara. Bent er á ómetanlegt gagn annarra þjóða með skipu- lagðar almannavarnir á þessu sviði. „Má vænta sömu reynslu hér í landi eldgosa, jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara.“ (Alþt. A 1961, bls. 1024) Þessi ályktun styður kenningu um stjórnun almannavarna samkvæmt lokaða líkaninu. Það er athyglisvert að kanna umræður um frumvarpið. Þegar málið var til 2. umræðu í neðri deild Alþingis 3. apríl 1962 sagði framsögumaður meirihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar, Jón Kjartansson, meðal annars: „En það er ekki ein- ungis tjón af völdum hernaðar, sem almannavarnir ná til. Það segir svo einnig í 2. mgr. 1. gr., að beita megi almannavörnum, ef tjón vofir yfir eða hefúr orðið af náttúruhamförum eða annarri vá. Þetta er ákaflega þýðingarmikið í okkar eldfjallalandi.“ En umræðan snerist að mestu leyti um hernað og hættu af vetnis- eða atómsprengjum (Alþt. C 1961, 82. löggjafarþing, umræður um fallin frumvörp og óútrædd). Björgunarstörf almannavarna á neyðarstundu byggja á íslandi á sjálfboðaliðum fyrst og fremst. Þess vegna er athyglisvert að skoða ummæli í at- hugasemdum við 1. gr. frumvarpsins varðandi sjálfboðaliða og hlutverk þeirra. Félagssamtök er vinna að líknar- og björgunarmálum eru talin þjóð- félaginu gagnleg með fórnfúsu hjálparstarfi. Ekki megi draga úr starfsemi þeirra heldur styrkja þau eftir föngum. „Hjálparstarf almannavarna kemur þá fyrst til, ef hætta eða tjón er svo umfangsmikið, að félagasamtök og stofnanir, sem fást við líknar- og björgunarstörf á venjulegum tímum, hafa eigi bolmagn til að veita nauðsynlega hjálp. Þykir rétt að ráðherra meti hverju sinni, hvort þannig er ástatt.“ (Alþt. A 1961, bls. 1024) Af þessum orð- unt má draga þá ályktun að löggjafinn hafi ekki hugsað sér skýran ramma um stjórnun. Ut frá kenningum um stjórnsýslu má draga þá ályktun að ráðherra hafi verið ætlað það hlutverk að ákveða hvenær stjórnun samkvæmt lokaða líkaninu tæki við. Hér er varpað fram tveimur kenningum: Sú fyrri er að í raun hafi þetta ekki orðið með þessum hætti frá setningu laganna. Dómsmálaráð- herra hafi ekki tekið sérstaka ákvörðun um það hvenær almannavarnaástand er komið upp hverju sinni heldur hafi verið farið effir viðmiði, sem ekki er reyndar bundið í lög. Ræðst það fyrst og fremst af umfangi atburðar hverju sinni. Sú seinni er sett fram vegna ákvæða 7. gr. laga um almannavarnir, um hlutverk lögreglustjóra og eðli starfa hans, en hann stjómar löggæslu og leit og björgun, samanber það sem sagt er um lögreglu hér að framan. Lögreglustjóri mun því eðli málsins samkvæmt vera sá sem fyrstur tekur ákvarðanir um viðbrögð við hættuástandi, að minnsta kosti form- lega. Hann bíður ekki fyrirmæla ráðherra. Reynsl- an hefur einnig sýnt þetta. Það er lögregla sem kallar út björgunarsveitir í raun. Þessi kenning hlýtur stuðning í athugasemdum við 7. gr. frum- varpsins, en þar segir orðrétt: „Ætlast er til að lög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.