Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 66
288 Stjórnsýsla «8. gr. 1 hverju lögsagnarumdæmi skal vera almanna- varnanefnd. Nefndin kýs sér sjálf formann og vara- formann. I kaupstöðum skipar bæjarstjórn almannavarna- nefnd. í Reykjavík eiga sæti í nefndinni borgar- læknir, borgarstjóri, borgarverkfræðingur, lög- reglustjóri, slökkviliðsstjóri og tveir rnenn sem borgarstjórn velur. f öðrum kaupstöðum skal al- mannavarnanefnd skipuð bæjarstjóra, bæjarverk- fræðingi eða bæjartæknifræðingi, héraðs- eða heilsugæslulækni, lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og tveimur mönnum sem bæjarstjórn velur. í sýslum skal almannavarnanefnd skipuð lög- reglustjóra, svo og byggingarfulltrúa, héraðs- eða heilsugæslulækni og slökkviliðsstjóra, sem sýslu- maður tilnefnir og þremur mönnum tilnefndum af hreppsnefndum í þremur fjölmennustu hreppum sýslunnar. Skipa má fleiri en eina almannavarna- nefnd í sýslu í samræmi við samstarf um almanna- varnir skv. 2. mgr. 7. gr. í Reykjavík ræður borgarstjóri framkvæmda- stjóra almannavarnanefndar. Á öðrum stöðum, þar sem eru yfir 5000 íbúar, skal ráðinn framkvæmda- stjóri, eftir atvikum í hlutastarf, að fengnu sam- þykki viðkomandi sveitarstjórna. 9. gr. Hlutverk almannavarnanefnda er að skipuleggja og annast björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá. Er almanna- varnanefndum þannig falin skipulagning og fram- kvæmd eftirtalinna ráðstafana innan umdæma þeirra samkvæmt nánari reglum er ráðherra setur: a. Skipulagning og samræming hjálparstarfs og hjálparliða, þjálfun þeirra og búnaður. b. Eftirlit með einkavörnum í íbúðarhúsum, at- vinnufyrirtækjum og stofnunum og leiðbein- ingar á því sviði. c. Bygging, búnaður og rekstur opinberra örygg- isbyrgja samkvæmt áætlun sem ráðherra sam- þykkir. d. Stjórnstöðvar. e. Fjarskiptakerfi. f. Birgðasöfnun og rekstur birgðastöðva. g. Undirbúningur og aðstoð vegna brottflutnings fólks og móttöku fólks af hættusvæði. h. Aðrar ráðstafanir sem ráðherra ákveður, að fengnum tillögum almannavarnaráðs." Hlutverk almannavarnanefnda er samkvæmt þessu mjög mikið og mikilvægt. Heldur er ólíklegt svo dæmi sé tekið að almannavarnanefnd í fá- mennu sveitarfélagi geti verið fær um að sinna öll- um þessum mikilvægu hlutverkum, sem talin eru upp í 9. gr. laganna. Einkum eru það b-, c- og f-lið- ir sem kreijast mikillar vinnu og undirbúnings. Tvívegis hefur það gerst á síðasta áratug liðinnar aldar að lítil sveitarfélög hafa staðið frammi fýrir náttúruhamfórum af þeirri stærðargráðu að án utanaðkomandi aðstoðar hefði verið ómögulegt að sinna björgunarstörfum. Eðli þeirra og umfang er þannig að allt verður að gerast eftir góðu skipu- lagi og í samræmi við lokaða líkanið. í þessum til- vikum var ljóst að stjórnandi var lögreglustjórinn. Til skýringar er um að ræða snjóflóð sem féll á byggðina í Súðavík 16. janúar 1995 og kostaði 14 mannslíf ásamt 25 eyðilögðum húsum og snjó- flóð er féll á Flateyri 26. október 1995, en þar dóu 20 rnenn og 32 hús eyðilögðust eða skemmdust. Af þessu má vera ljóst hve forvarnir og skipulag þeirra geta skipt miklu máli. Almannavarnanefndir eiga að annast björgunar- og hjálparstörf eins og í greininni segir en einnig er þeim falin skipulagning og samræming hjálpar- starfs auk framkvæmdar ráðstafana sem eru taldar upp í stafliðum a til h. Um er að ræða mikilvægar ráðstafanir, sem öllum má vera ljóst að krefjast undirbúnings af þeirri stærðargráðu að sveitar- félagi eins og til dæmis Súðavíkurhreppi með um 300 íbúa og þar af 70% í þéttbýli en hinn hlutann í dreifbýli, er ómögulegt að annast. Þó er sá þáttur hlutverksins auðveldari viðfangs. Hvers vegna mætti spyrja. Svarið er á þá leið að um skipulagn- ingu starfa er að ræða sem auðveldlega verður unn- in í samstarfi margra aðila og þar liggur beinast við að beita opna líkaninu. Með öðrum orðum hægt er að kaupa sérfræðiþjónustu að. Sannleikur- inn er hins vegar sá að þessum þætti starfa almannavarna er lítið sinnt. Fullyrðing þessi er sett fram af eigin reynslu greinarhöfundar síðustu 10 ára. Ástæðan er einkum sú að kosta þarf til umtals- verðu fé. Ekki hefur verið gerð úttekt á því hvernig þess- um þætti er komið fyrir hjá 41 almannavarnanefnd á íslandi. Fyrir 1. júní 1996 voru starfandi fimm almannavarnanefndir í umdæmi lögreglustjórans á Isafirði, á Þingeyri fyrir Dýrafjörð, á Flateyri fyrir Önundarfjörð, á Suðureyri fyrir Súgandaijörð, á Isafirði fyrir Hnífsdal og ísaflörð og loks í Súða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.