Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 74

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 74
Brunavarnir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri: Farsæl sameining slökkviliðanna á höfuðborgarsvæðinu Nú þegar rúmt ár er liðið frá sameiningu slökkvi- liðanna á höfúðborgarsvæðinu blandast víst fáum hugur um að það var rétt ákvörðun hjá sveitar- félögunum sjö að sameinast um rekstur öflugs björgunarliðs undir merkjum Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins (SHS). Sameiningin tókst farsæl- lega þótt vitaskuld hafi þurft að leysa úr ýmsum vandamálum og erfiðum viðfangsefnum sem tengdust starfsmanna- og skipulagsmálum. Sjö sveitarfélög og ríkisvaldið áttu hlut að máli og taka þurfti tillit til hagsmuna fjölda starfsmanna þeirra liða sem fyrir voru. Loks þurfti að sannfæra hlut- aðeigandi um að leggja niður stofnanir sem áttu sér langa og farsæla sögu og sýndist sitt hverjum um réttmæti þess. Allt til 1. júní 2000 voru rekin þrjú slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Reykjavíkur ann- aðist slökkvistörf, eldvarnir og sjúkraflutninga i Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kópavogi. Slökkvilið Hafnarijarðar sá íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps fyrir sömu þjónustu. Flugmálastjórn rak sérstakt slökkvilið á Reykjavíkurflugvelli. Talsverður aðdragandi Sameining Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkvi- liðs Hafnarfjarðar átti sér talsverðan aðdraganda. Fyrstu formlegu viðræðurnar fóru fram árið 1994 Hrólfur Jónsson er byggingatœlaiifrceóingitr að mennt með rekstur sem valsvið. Aukþess stundaði hann nám í brunaverkfrœði við háskólann í Lundi 1989-1990. Hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1980, varráðinn vara- slökkviliðsstjóri 1982 og slökkviliðsstjóri 1990. Hann tók við starfi slökk\>iliðsstjóra SIökk\’iliðs höfuð- borgarsvœðisins við stofnun þess l.júní 2000. en þær voru látnar niður falla ári síðar. Þráðurinn var tekinn upp að nýju 1996 enda bentu allar at- huganir til þess að sameining væri mun hagkvæm- ari kostur en sá að reka slökkviliðin hvort í sínu lagi. Engu að síður var málið enn sett til hliðar um skeið. Verulegur skriður komst á málið þegar settur var á stofn undirbúningshópur í árslok 1999. Hóp- urinn vann hratt og vel að verkefni sínu og í apríl 2000 lá fyrir tillaga að samningi urn stofnun byggðasamlags um rekstur Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Fulltrúar sveitarfélaganna sjö, Reykja- víkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps, undirrituðu stofnsamninginn svo við hátiðlega athöfn á Arnarneshæð 1. júní 2000. Jafnframt gerði hið nýstofnaða Slökkvilið höfúðborgar- svæðisins verksamning við flugmálayfirvöld um rekstur slökkviliðs á Reykjavíkurflugvelli. Með undirritun stofnsamningsins ákváðu sveitar- félögin að sameina styrk sinn í öflugu, alhliða björgunar- og slökkviliði og kostir þessa hafa margoft komið í Ijós síðan. Útkallsstyrkur liðsins er umtalsverður, tækjabúnaður er góður og liðið hefur á að skipa vel þjálfuðum starfsmönnum sem hafa metnað í starfi og eru ævinlega tilbúnir að kynna sér nýjungar sem færa okkur enn nær þvi ætlunarverki okkar að stuðla að betri lífsskilyrðum fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins með sem bestri út- kallsþjónustu og forvarnastarfi. Tilgangur liðsins er að vinna að forvörnum og veita fyrstu viðbrögð til þess að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir. Margþætt hlutverk SHS sinnir nú bruna- og eldvörnum á svæði þar sem um 170 þúsund manns búa. Liðið annast jafn- framt sjúkraflutninga á svæðinu, gegnir lykilhlut- verki i viðbrögðum við umhverfisóhöppum og hef- ur veigamiklu hlutverki að gegna í viðbúnaði vegna almannavarna. Auk þess má nefna störf vegna neyðarsímsvörunar, verðmætabjörgun, með- al annars vegna vatnsleka, björgun vegna umferðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.