Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 84

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Blaðsíða 84
Tæknimál Lísa Björg Ingvarsdóttir markaðsstjóri, Form.is: Bylting í þjónustu á Netinu: Bæjarskrifstofan opin allan sólarhringinn! Ný byltingarkennd þjónusta á Netinu gefur sveitarfélögunum möguleika á að auka þjónustu við bæjarbúa til muna. Fyrirtækið Form.is ehf. býður sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum að sjá um uppsetningu, rekstur og viðhald á rafrænum eyðublöðum. Kröfur nútímans Likt og flestar stofnanir og fyrirtæki hér á landi mæta sveitarfélögin sífellt auknum kröfúm um meiri þjónustu á vefsvæðum sínum. Samkvæmt nýjustu könnunum hafa tæplega 80% landsmanna nú þegar aðgang að Netinu og er það nánast orðið sjálfsögð krafa landsmanna að þeir geti afgreitt sig sjálfir með ýmsa þjónustu á Netinu. Með þjón- ustu Form.is geta sveitarfélög komið til móts við þessar óskir og boðið sjálfsafgreiðslu á sínum vef- svæðum, óháð stund og stað. Hvernig er staðan hjá sveitarfélögunum nú? Flestöll sveitarfélög hafa nú þegar komið sér upp vefsvæði þar sem hægt er að nálgast upplýsingar sem tengjast sveitarfélaginu. Mörg sveitarfélög eru dreifð og þurfa bæjarbúar oft að fara langan veg til að sækja þjónustu á bæjarskrifstofuna. Því er mik- ill kostur að geta boðið þjónustu á Netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á afgreiðslutíma skrif- stofúnnar. Greinarhöfundur, Lísa Björg Ingvarsdóttir, lauk BSc-prófi í líffrœði firá Háskóla íslands árið 1997. Hún starfaði i markaðs- deild Delta í þrjú ár en hefur starfað hjá Form.is frá árinu 2000 er fyrirtœhið hóf formlega starfsemi sína. Aður hafði hún starfað í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi. Sum sveitarfélög hafa umsóknareyðublöð af ýmsum toga sem hægt er að prenta út og senda í pósti. Sveitarfélögum berst einnig fjöldi fyrir- spurna með tölvupósti sem meðhöndla þarf og svara á hefðbundinn hátt. Það getur reynst erfitt að hafa reiður á öllum erindum sem berast inn á þennan hátt og einnig má velta fyrir sér áreiðan- leika tölvupóstsendinga þar sem ekki er hægt að sanna uppruna erindis og heilleika gagna. Næsta skref - Hvað má bæta? Næsta skref i þessari þróun er að gefa bæjarbú- um kost á gagnvirkri þjónustu þar sem þeir geta verið í öruggum rafrænum samskiptum við skrif- stofu sveitarfélagsins. Þannig geta þeir sent um- sóknir/erindi beint inn í kerfi sveitarfélagsins og svör þaðan geta síðan borist til baka til umsækj- anda, allt á rafrænan hátt með rafrænum undir- skriftum. Kostirnir Kostirnir við slík samskipti eru margir fyrir bæði bæjarbúa og sveitarfélagið: - Sjálfsafgreiðsla óháð tíma og stað - íbúar í dreifðri byggð eru alltaf með bæjarskrif- stofuna við höndina á Netinu - Minnkar álag á afgreiðslu bæjarskrifstofúnnar - Tíma- og vinnusparnaður við innslátt og flokkun gagna Þjónusta Form.is við sveitarfélögin Frá því í október 2000 hefur Form.is gefið kost á nýrri þjónustu sem felur i sér miðlun erinda/um- sókna milli umsækjenda og samstarfsaðila. Form.is setur upp öll rafræn eyðublöð sveitarfélaganna þannig að þau séu aðgengileg á vefsvæðum þeirra og www.form.is. Ekki er nauðsynlegt fýrir sveitar- félögin að fjárfesta í hugbúnaði til að koma þessari þjónustu á, því eyðublöðunum er í raun miðlað frá Form.is. Sveitarfélögin greiða ákveðið færslugjald fyrir þær umsóknir sem berast um rniðlun Form.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.