Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 6
324 Forustugrein Aukið samráð ríkis og sveitarfélaga Hlutdeild sveitarfélaganna í samneyslunni og efnahagsumsvifum hins opinbera hefur verið að aukast á undanförnum árum og þar með þjóðhags- leg áhrif allra þeirra gerða. Samráð ríkis og sveitar- félaga er þó mun takmarkaðra og lausara í reip- unum en eðlilegt getur talist og ásættanlegt er með tilliti til þess að miklir hagsmunir eru í húfi. Alþingi setur löggjöf um hin ýmsu framfaramál og tíðum eru það sveitarfélögin sem eiga að annast framkvæmd hennar og bera kostnað sem af henni leiðir. í aðdraganda slíkrar lagasetningar hefur ekki verið reiknaður út sá kostnaður sem sveitarfélögin þurfa að bera og leiðir af gildistöku nýrra laga. Sama gildir um framkvæmdavald ríkisins sem setur reglugerðir sem oft hafa í för með sér út- gjaldaauka fyrir sveitarfélögin og ekki hefur verið gerð tilraun til að reikna út og sjá fyrir. Þá þróun sem verið hefur í fjármálum sveitarfélaga og birtist í stöðugri skuldaaukningu þeirra má að meginhluta rekja til laga og reglugerða sem haft hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin án þess að þeim hafi verið séð fyrir tekjum til að mæta þeim kostnaðarauka. Laun og launatengd gjöld eru stærsti útgjalda- liður í rekstri ríkis og sveitarfélaga og hvort fyrir sig gerir kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttar- félög. Sveitarfélögin hafa nýverið gert kjarasamn- inga við viðsemjendur sína sem hafa verulegan útgjaldaauka í för með sér og sama má segja um ríkið. Því hefur verið haldið fram að sveitarfélögin hafi farið offari í launahækkunum. Þegar grannt er skoðað kemur á hinn bóginn í ljós að það er miklu fremur ríkið sem rutt hefur braut mikilla launa- hækkana að undanförnu, m.a. með svokölluðum aðlögunarsamningum við einstakar starfsstéttir. Nýverið kom út skýrsla starfshóps sem félags- málaráðherra skipaði til að leggja fram tillögur um hvernig unnt sé að meta fjárhagsleg áhrif laga og annarra stjórnvaldsákvarðana á fjárhag sveitarfé- laganna. í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að annars staðar á Norðurlöndunum hafa verið settar reglur um slíkt kostnaðarmat. í Danmörku ber fagráðu- neytum að leggja mat á kostnað sveitarfélaga sem leiðir af lagafrumvörpum, reglugerðum og vinnu- reglum, sem viðkomandi ráðuneyti hyggst leggja fram. Jafnframt þurfa þau að gera grein fyrir því hvernig sveitarfélögunum verði fengnir fjármunir til að annast framkvæmd þeirra. Tillögur um kostn- aðarmat og tekjuöflun eru síðan teknar til með- ferðar á samráðsvettvangi ríkis og sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um, sem einnig gilda um meðferð ágreiningsmála. Annar meginmunur á samskiptum ríkis og sveit- arfélaga hér og annars staðar á Norðurlöndunum felst í því að þar eru áform ríkisstjórna um breyt- ingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitar- félaga og fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglugerðum, sem áhrif hafa á fjármál sveitarfé- laga, teknar til umfjöllunar með góðum fyrirvara. Þannig gefst tími til umfjöllunar um ýmis sam- skiptamál og áhrif og afleiðingar breytinganna eru séðar fyrir. Öguð samskipti með skipulegum vinnubrögðum hafa til þessa ekki verið ástunduð hér með sambærilegum hætti. Starfshópurinn um kostnaðarmatið hefur nú lagt fram mótaðar tillögur um breytingar hvað þetta varðar. Á grundvelli þeirra verður nú unnið að undirbúningi reglna um kostnaðarmat lagafrumvarpa og annarra stjórn- valdsákvarðana sem áhrif hafa á fjárhag sveitarfé- laga. I framtíðinni ætti öllum viðkomandi því að vera ljóst að kostnaðarmat verður að framkvæma samkvæmt settum reglum sem þar um gilda. Með sambærilegum hætti þarf að taka samskipti ríkis og sveitarfélaga í kjaramálum til endurskoð- unar og taka upp nánara samráð um þau mál. Mis- vísandi umfjöllun og túlkun á áhrifum þeirra kjara- samninga sem ríki og sveitarfélög hafa gert að undanförnu eru glöggt dæmi um nauðsyn þess. Aukin umsvif sveitarfélaganna leiða jafnframt til þess að þróun í rekstri þeirra, afkomu og skuld- setningu hefur sífellt þyngra vægi i efnahagslegu tilliti og þjóðhagslegu samhengi. Það er því mikið hagsmunamál að ríki og sveitarfélög móti skýrar reglur um aukið samráð um fjármálaleg samskipti, efnahags- og kjaramál. Þórður Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.