Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 11
Sameining sveitarfélaga Uppdrátturinn sýnir sveitarfélögin sem samþykkt hefur verið að sameina. Þau eru Hálshreppur nr. 6604, Ljósavatnshreppur nr. 6605, Bárðdælahreppur nr. 6606 og Reykdælahreppur nr. 6608. Til ársins 1907 voru á svæðinu færri hreppar en á því ári var Hálshreppi skipt í Hálshrepp og Flateyjarhrepp sem náði yfir Flatey og Flateyjardal. Á sama ári var Ljósavatnshreppi skipt í Ljósavatnshrepp og Bárðdælahrepp. Reykdælahreppur mun þá hafa náð út að sjó og hét Helgastaðahreppur eða Aðalreykja- dalur, en var skipt í Aðaldælahrepp og Reykdælahrepp árið 1894. Hinn 1. mars 1972 var Flateyjarhreppur sameinaður Hálshreppi. Helgastaðahreppur áttl eina jörð í Ljósavatnshreppi, í Náttfaravíkum, sem heitir Kotamýrar. Ljósavatnshreppur á Vestur-Bárðdælaafrétt, vestan Skjálfandafljóts, á móti Bárð- dælum allt suður i Jökuldal, Nýjadal, en Reykdælahreppur á Þeistareyki móti Aðaldælingum. Uppdrátturinn er gerður hjá Landmælingum (slands. Framhaldsskólinn á Laugum er í senn mikilvægt menntasetur og vinnustaður. í hreppunum eru einnig þrír grunnskólar, Stóru- tjarnaskóli, Barnaskóli Bárðdæla og Litlulaugaskóli, svo og tveir leikskólar, Krílabær á Laugum og Tjarnaskjól á Stórutjörnum. Skógrækt og plöntuuppeldi er vaxandi búgrein. Á myndinni eru trjáplöntur í uppeldi á Vöglum. gáfu góð ráð um undirbúning. Þá var haft samráð og fengnar leiðbeiningar úr félagsmálaráðuneyti og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, vann með sameiningarneíftdinni að ýmsum þáttum á ferlinu og var henni til halds og trausts. Að síðustu var samið við fyrirtækið Athygli hf. um gerð upp- lýsingabæklings til að senda inn á hvert heimili á svæðinu. í bæklingnum kemur fram hvernig sam- starfsneíftdin sér íyrir sér hvernig hið nýja sveitar- félag geti orðið auk upplýsinga um samfélagið eins og það er nú. Það var Jóhann Ólafur Halldórsson sem vann bæklinginn og var nefndinni síðan til ráðgjafar um kynningu og framsetningu efnis svo og um auglýsingar og upplýsingar til Qölmiðla. Einnig vann hann með formanni nefndarinnar að kynning- arfundum sem haldnir voru í hverju sveitarfélagi og stjórnaði þeim. Fundirnir voru ágætlega sóttir. Að síðustu var sameiginlegur lokafundur þar sem Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi islenskra sveitarfélaga og Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Borgarijarðarsveitar, höfðu framsögu ásamt for- manni nefndarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.