Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 20
Skipulagsmál Aðalskipulag Laugardalshrepps 2000 til 2012 Aðalskipulag Laugardals- hrepps 2000-2012 er fyrsta heildarskipulagið sem staðfest er fyrir sveitarfélagið. Helsti til- gangur aðalskipulagsvinnunnar var að samræma áætlanir um uppbyggingu þéttbýlis, um land- búnað, nytjaskógrækt, ferðaþjón- ustu, sumarhús og verndun nátt- úru- og menningarminja. Leiðar- ljós við vinnu aðalskipulagsins var að styrkja Laugarvatn sem þéttbýlisstað og skapa þar ný að- laðandi íbúðarsvæði og stuðla al- mennt að fjölbreyttum búskapar- háttum og eflingu byggðar í Laugardalnum. í upphafi vinn- unnar var send út spurninga- könnun til allra landeigenda og þeir spurðir út í uppbyggingar- áform á sinni jörð. Þeir landeig- endur sem höfðu áform um upp- byggingu voru síðan heimsóttir af skipulagsráðgjöfum. Með þessari aðferð var tryggt að sjón- armiða landeigenda yrði gætt. I aðalskipulaginu er sýnd ný lega Gjábakkavegar en endur- bætur á Gjábakkavegi rnunu tryggja enn frekar búsetuskilyrði í Laugardalnum. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir eflingu skólastarfs og ferðaþjón- ustu á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir stækkun þéttbýlisins til austurs og er þar svigrúm til að byggja allt að 76 íbúðir. í lok skipulagstímabilsins er gert ráð fyrir að íbúar Laugarvatns verði i kringum 190. í því er gert ráð fyrir all- mörgum nýjum sumarhúsa- svæðum í sveitarfélaginu. Litið er jákvæðum augum á uppbygg- ingu sumarhúsa enda er þess gætt að sumarhúsasvæðin gangi ekki á náttúru- og menningar- minjar. í aðalskipulaginu er lögð áhersla á hverfisverndun svæða með verndargildi. Svæði sem eru hverfisvernduð lúta reglum og yfirstjórn sveitarstjórnar en eru ekki friðlýst samkvæmt náttúru- verndarlögum. Hér að neðan eru nefnd helstu verndarsvæði sem aðalskipulag Laugardalshrepps gerir ráð fyrir: • Verndun Laugarvatns, Blöndu- tjarna og fleiri tjarna ásamt nærliggjandi votlendi, m.a. til að koma til móts við náttúru- verndarlögin, hugmynda- fræðina með Staðardagskrá 21 og tilmæli ríkisstjórnar um endurheimtun votlendis á ís- landi. • Birkiskógurinn í hlíðum Laug- ardalsQalla er hverfisvernd- aður og settar eru ákveðnar reglur um trjárækt og sumar- húsabyggingar á því svæði. Akvæði um verndun birki- skógarins sem sett eru fram i aðalskipulagi Laugardals- hrepps eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. • Lagt er til að Kóngsvegurinn verði verndaður og viðhaldið þar sem hann er heillegur. Verndun hans er unnin í sam- ráði við Biskupstungnahrepp. Skólasetriö Laugarvatn. Lengst til vinstri íþróttahúsið, því næst hús Héraðsskól- ans að Laugarvatni, þá hús Menntaskól- ans að Laugarvatni og loks heimavistar- hús Menntaskólans. Ljósm. Mats Wibe Lund. • Sett eru ákvæði um verndun Laugarvatnshella sem eru hvort tveggja í senn merkar menningarminjar og náttúru- minjar. • Gert er ráð fyrir víðáttumiklu vatnsverndarsvæði á Brúarár- svæðinu sem teygir sig alla leið að Langjökli. Tilgangurinn með skilgreiningu þessa verndarsvæðis er að tryggja til framtíðar verndun hinna miklu vatnsauðlinda sem eru á svæð- inu. Vatnsvernd á Brúarár- svæðinu er unnin í samvinnu við Biskupstungnahrepp. Vinnan við aðalskipulagið hófst árið 1998 og var unnin af Milli fjalls ogfjöru - skipulags- ráðgjöfúm fyrir sveitarstjórn Laugardalshrepps. Ráðgjafahóp- inn skipuðu Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðingur og arkitekt, Oddur Hermannsson landslags- arkitekt og Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur og sagnfræð- ingur.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.