Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 20
Skipulagsmál Aðalskipulag Laugardalshrepps 2000 til 2012 Aðalskipulag Laugardals- hrepps 2000-2012 er fyrsta heildarskipulagið sem staðfest er fyrir sveitarfélagið. Helsti til- gangur aðalskipulagsvinnunnar var að samræma áætlanir um uppbyggingu þéttbýlis, um land- búnað, nytjaskógrækt, ferðaþjón- ustu, sumarhús og verndun nátt- úru- og menningarminja. Leiðar- ljós við vinnu aðalskipulagsins var að styrkja Laugarvatn sem þéttbýlisstað og skapa þar ný að- laðandi íbúðarsvæði og stuðla al- mennt að fjölbreyttum búskapar- háttum og eflingu byggðar í Laugardalnum. í upphafi vinn- unnar var send út spurninga- könnun til allra landeigenda og þeir spurðir út í uppbyggingar- áform á sinni jörð. Þeir landeig- endur sem höfðu áform um upp- byggingu voru síðan heimsóttir af skipulagsráðgjöfum. Með þessari aðferð var tryggt að sjón- armiða landeigenda yrði gætt. I aðalskipulaginu er sýnd ný lega Gjábakkavegar en endur- bætur á Gjábakkavegi rnunu tryggja enn frekar búsetuskilyrði í Laugardalnum. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir eflingu skólastarfs og ferðaþjón- ustu á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir stækkun þéttbýlisins til austurs og er þar svigrúm til að byggja allt að 76 íbúðir. í lok skipulagstímabilsins er gert ráð fyrir að íbúar Laugarvatns verði i kringum 190. í því er gert ráð fyrir all- mörgum nýjum sumarhúsa- svæðum í sveitarfélaginu. Litið er jákvæðum augum á uppbygg- ingu sumarhúsa enda er þess gætt að sumarhúsasvæðin gangi ekki á náttúru- og menningar- minjar. í aðalskipulaginu er lögð áhersla á hverfisverndun svæða með verndargildi. Svæði sem eru hverfisvernduð lúta reglum og yfirstjórn sveitarstjórnar en eru ekki friðlýst samkvæmt náttúru- verndarlögum. Hér að neðan eru nefnd helstu verndarsvæði sem aðalskipulag Laugardalshrepps gerir ráð fyrir: • Verndun Laugarvatns, Blöndu- tjarna og fleiri tjarna ásamt nærliggjandi votlendi, m.a. til að koma til móts við náttúru- verndarlögin, hugmynda- fræðina með Staðardagskrá 21 og tilmæli ríkisstjórnar um endurheimtun votlendis á ís- landi. • Birkiskógurinn í hlíðum Laug- ardalsQalla er hverfisvernd- aður og settar eru ákveðnar reglur um trjárækt og sumar- húsabyggingar á því svæði. Akvæði um verndun birki- skógarins sem sett eru fram i aðalskipulagi Laugardals- hrepps eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. • Lagt er til að Kóngsvegurinn verði verndaður og viðhaldið þar sem hann er heillegur. Verndun hans er unnin í sam- ráði við Biskupstungnahrepp. Skólasetriö Laugarvatn. Lengst til vinstri íþróttahúsið, því næst hús Héraðsskól- ans að Laugarvatni, þá hús Menntaskól- ans að Laugarvatni og loks heimavistar- hús Menntaskólans. Ljósm. Mats Wibe Lund. • Sett eru ákvæði um verndun Laugarvatnshella sem eru hvort tveggja í senn merkar menningarminjar og náttúru- minjar. • Gert er ráð fyrir víðáttumiklu vatnsverndarsvæði á Brúarár- svæðinu sem teygir sig alla leið að Langjökli. Tilgangurinn með skilgreiningu þessa verndarsvæðis er að tryggja til framtíðar verndun hinna miklu vatnsauðlinda sem eru á svæð- inu. Vatnsvernd á Brúarár- svæðinu er unnin í samvinnu við Biskupstungnahrepp. Vinnan við aðalskipulagið hófst árið 1998 og var unnin af Milli fjalls ogfjöru - skipulags- ráðgjöfúm fyrir sveitarstjórn Laugardalshrepps. Ráðgjafahóp- inn skipuðu Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðingur og arkitekt, Oddur Hermannsson landslags- arkitekt og Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur og sagnfræð- ingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.