Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 30
348 Orkumál Virkjun glatvarmans opnar einnig möguleika fyrir Norðurál að framleiða raforku til eigin nota og/eða sölu til rafveitna í nágrenninu. Áætlað er að framleiðslukostnaður á heitu vatni úr glatvarmanum frá Norðuráli sé um 10 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á tæpum fimm árum. Nýja kaffibrennslan Úttekt sem unnið er að hjá Nýju kaffibrennsl- unni á Akureyri bendir til að frá ofni kaffibrennsl- unnar megi virkja glatvarma og framleiða varmaafi sem nemur um 300 kW eða um 170 MWh árlega. Nýtanlegur glatvarmi mun því anna allri upphitun- ar- og heitavatnsneysluþörf fyrirtækisins. Til gamans má benda á að glatvarmaorkan frá kaffibrennslunni annar árlegri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf fyrir 10 íbúða hverfi. Virkjun glatvarmans auðveldar einnig fyrirtækinu að mæta auknum umhverfiskröfum í tengslum við útblástur og mengun. Úttektinni er ekki lokið en líkur benda til að virkjun glatvarmans sé ágætlega arðbær. 3. Nýting glatvarma og jarðhita til raf- orkuvinnslu Möguleikinn til raforkuvinnslu úr lághita hefur lengi verið þekktur en ný tækni og þróun á búnaði hefur gert þessa aðferð hagkvæmari og um leið opnað aukin sóknarfæri á þessu sviði. Lághita til raforkuframleiðslu má víða finna, svo sem í vatni frá lághitasvæðum, frá útblásturs- og kælikerfum verksmiðja og skipa, skiljuvatni frá jarðgufuveitum og svo framvegis. Hér á eftir eru dregnar saman niðurstöður úr út- tektarskýrslum frá Seyðisfirði, álverksmiðju Norð- uráls á Grundartanga og Hrísey. Seyðisjjarðarkaupstaður Úttektin fyrir Seyðisfjarðarkaupstað bendir til að frá fiskimjölsverksmiðjunni megi virkja glatvarma til rafmagnsframleiðslu og framleiða rafafl sem nemur um 500 kWe eða um 2.000 MWh árlega og að auki virkja þéttivarmann frá orkuverinu til upp- hitunar á fjarvarmaveitunni. Framleitt rafafl gæti þannig numið hálfri al- mennri rafaflsþörf bæjarins og þriðjungi af árlegri raforkuþörf hans. Eins og áður er bent á fellur vinnslutími verksmiðjunnar vel að álagstíma bæði fjarvarmaveitunnar og rafveitunnar og getur því jafnað út álagstoppa í kerfinu. Áætlað er að framleiðslukostnaður á raforku úr glatvarmanum frá fiskimjölsverksmiðjunni sé um 2,40 kr/kWh og að fjárfestingin skili sér á um fjórtán árum. Norðurál Úttektin fyrir álverksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga bendir til að frá álverinu megi virkja glat- varmann og framleiða rafafl sem nemur um 5 MWe eða um 42.500 MWh árlega og að auki nýta þéttivarmann frá orkuverinu til upphitunar á íjarvarmaveitu fyrir nágrennið. Raforkuframleiðsla úr glatvarmanum gæti þannig annað um 3% af rafaflsþörf Norðuráls eða allri raforkuþörf um 5.000 íbúa þéttbýlissvæðis og auk þess annað allri upphitunar- og heitavatns- neyslu fyrir þéttbýlissvæðið. Áætlað er að framleiðslukostnaður á raforku úr glatvarmanum frá Norðuráli sé um 1,50 kr/kWh og að fjárfestingin skili sér á rúmum sjö árum. Hrísey Úttekt sem gerð var fyrir Hríseyjarhrepp bendir til að frá jarðhitakerfinu sem finnst undir eynni megi virkja varmann sem er um 80° C og fram- leiða um 200 kWe rafafl til nota fyrir eyjarskeggja eða um 1.200 MWh árlega og að auki nægilegan varma fyrir hitaveituna í eynni. Raforkuframleiðsla úr jarðvarmanum annar því ríflega allri raforkuþörf íbúanna og að auki allri upphitunar- og heitavatnsneyslu eyjarskeggja. Aætlaður framleiðslukostnaður á raforku úr jarð- varmanum í Hrísey er um 2,70 kr/kWh og að fjár- festingin skili sér á rúmum fjórum árum. 4. Samnýting á varma til raforkuvinnslu og upphitunar Samnýting á varma til raforku- og heitavatns- framleiðslu er víða álitlegur kosrur. Á sumum svæðum þarf að kæla jarðhitann áður en vatninu er hleypt inn á hitaveitukerfin. í öðrum tilfellum hafa hitaveitur aðgang að meira vatni en þörf er á til upphitunar. Þá getur raforkuvinnslan sparað út- gjöld vegna raforkukaupa og einnig opnað mögu- leika á tekjum vegna raforkusölu til almennings- rafveitna. Sem dæmi má nefha orkuverið á Húsavík. Þar er 120° C heitt vatn nýtt til rafmagnsframleiðslu áður enn það er nýtt fyrir hitaveitu bæjarins. Heita vatnið er þannig kælt niður í 80° C í 2 MWe raf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.