Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 31
Orkumól Varmarafstöð. Framleiðslugeta 2 MWe. stöð og því síðan veitt inn á hitaveitukerfið. Upp- gefinn framleiðslukostnaður raforkunnar á Húsavík er um 50% af innkaupsverði frá Rarik. Hér á eftir eru dregnar saman niðurstöður úr út- tektarskýrslum frá Seyðisfirði, álverksmiðju Norð- uráls á Grundartanga og Hrísey. Seyðisfjaróarkaupstaður Úttektin í Seyðisfirði bendir til að frá fiskimjöls- verksmiðjunni megi virkja ónýttan glatvarma og framleiða rafafl sem nemur 500 kWe eða um 2.000 MWh álega. Að auki má framleiða varmaafl sem nemur um 3,2 MW eða um 12.800 MWh árlega. Þannig má anna hálfri rafaflsþörf og allri upphitun- ar- og heitavatnsneysluþörf bæjarins þegar vinnslan er í gangi. Vinnslutími verksmiðjunnar fellur einnig vel að álagstíma fjarvarmaveitu bæjarins og getur þannig jafnað út álagstoppa veitunnar. Nýting glatvarmans getur því hjálpað til við að lækka álagstoppa í raf- orkukerfinu. Með samnýtingu til rafmagns- og heitavatnsfram- leiðslu er framleiðslukostnaður orkunnar frá fiski- mjölsverksmiðjunni áætlaður um 86 aurar/kWh og að íjárfestingin skili sér á rúmurn níu árum. Norðurál Úttektin hjá álverksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga bendir til að frá álverinu megi virkja glat- varma til framleiðslu á rafafli sem nemur 5 MWe eða um 42.500 MWh árlega. Þetta svarar til um 3% af raforkuþörf álversins. Að auki má framleiða 60 MW eða um 520 GWh árlega af heitu vatni fyrir fjarvarmaveitu. Með samnýtingu á glatvarmanum til raforku- og heitavatnsframleiðslu má anna raforku- og upphit- unarþörf um það bil 5.000 íbúa þéttbýlissvæðis. Virkjun glatvarmans hjá Norðuráli til raforku- og heitavatnsframleiðslu getur þannig stuðlað að aukinni nýtingu á innlendri endurnýtanlegri orku. Með samnýtingu glatvarmans til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu fyrir 5.000 íbúa byggð er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar hjá Norð- uráli sé um 63 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á tæpum sjö árum. Hrísey Úttektin í Hrísey bendir til að frá jarðhitakerfinu sem finnst undir eynni megi samnýta varmann og framleiða rafafl sem nemur um 200 kWe eða um 1.200 MWh árlega og að auki nýta varmann til upphitunar og heitavatnsneyslu í eynni. Raforkuframleiðsla úr jarðvarmanum annar þannig allri rafaflsþörf íbúanna og auk þess allri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf fyrir eyjuna. Með samnýtingu jarðvarmans til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu í Hrísey er áætlað að fram- leiðslukostnaður orkunnar sé um 1,80 kr/kWh og að ljárfestingin skili sér á tæpum fimm árum. 5. Samantekt Með opnun orkumarkaðarins og aukinni sam- keppni er nýting á glatvarma og orkusparnaður möguleikar sem vert er að gaumgæfa nánar. Víða má finna sóknarfæri til nýtingar á varma bæði til upphitunar- og raforkuvinnslu. Einnig eru augu manna að opnast fyrir þeim sóknarfærum sem fel- ast í nýtingu á afgangsorku og orkusparnaði. • Virkjun glatvarmans frá fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði dugar til rafmagnsframleiðslu sem nemur um 500 kWe eða hálfri rafaflsþörf bæjar- ins. Auk þess annar glatvarminn allri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf á svæðinu þegar verk- smiðjan er í gangi. Með slíkri samnýtingu er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar sé um 86 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á rúmum níu árum. • Virkjun glatvarmans frá álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga dugar til rafmagnsframleiðslu sem nemur um 5 MWe eða 3% af rafaflsþörf ál- versins. Auk þess annar glatvarminn upphitunar- og heitavatnsneysluþörf um 15.000 íbúa bæjarfé- lags. Með slíkri samnýtingu glatvarmans er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar sé um

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.