Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 33
Fulltrúaráðsfundir 351 61. fundur fulltrúaráðsins haldinn í Reykjavík 23. nóvember 2001 Fulltrúaráð sambandsins hélt síðari fund sinn árið 2001 í Ársal á 2. hæð á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík hinn 23. nóvember sl. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands- ins, setti fundinn og kynnti meginverkefni hans. Hann nefndi einkum byggðamál og gerði síðan grein fyrir helstu málum sem væru til meðferðar í sameiginlegum nefndum sambandsins og ráðuneyta. Tiltók hann sérstaklega verkeihi verkaskiptaneftidar, nefndar sem fjallar um undanþágur frá greiðslu fasteignaskatts, nefndar sem endurskoðar lög og reglugerðir um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og starfs- hóps sem leggja skal fram tillögur um hvernig unnt sé að meta fjárhagsleg áhrif laga og annarra stjórn- valdsákvarðana á fjárhag sveitarfélaga. Þá gerði hann grein fyrir stöðu nokkurra mála sem væru til umræðu milli fulltrúa sambandsins annars vegar og forsætisráðherra, félagsmálaráð- herra og fjármálaráðherra hins vegar um ýmis fjár- málaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga, sem fjallað er um í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúa ríkisstjórnarinnar og sambandsins frá 28. desember sem frá er skýrt annars staðar í þessu tölublaði. í lokaorðum sínum lagði formaður áherslu á að helsta viðfangsefni stjómvalda ætti að vera að styrkja og efla sveitarstjórnarstigið. Mestu skipti í þeim efnum sameining sveitarfélaga, ábyrg og markviss stjórnun fjármála, vönduð stjórnsýsla og skýr stefnumörkun til framtíðar. Fundarstjórar og fundarritari Auk formanns var Sigríður Ólafsdóttir, bæjar- fulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg, kosin fundarstjóri og sem fundarritari Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála. Skipulag og starfsemi sambandsins, fjárhagsáætlanir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri sambands- ins, gerði grein íyrir skipulagi og starfsemi sam- bandsins og kynnti fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2002 og rammafjárhagsáætlun fyrir árin 2003-2005, sem voru til afgreiðslu á fundinum. Sérstaklega kynnti framkvæmdastjóri nýtt skipurit og starfsáætlun sambandsins fyrir árið 2002. Fjárhagsáætluninni og rammaáætluninni var að lokinni kynningu framkvæmdastjóra vísað til íjár- hagsnefndar fúndarins. Reynslusveitarfélög Sigríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyrarbæjar, og Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri á þróunarsviði sambandsins, fulltrúar sambandsins í verkefnisstjóm reynslusveitarfélaga- verkefnisins, gerðu grein fyrir framkvæmd reynslu- sveitarfélagaverkefnisins á gildistíma laganna en hann rennur út í árslok 2001. Þær vörpuðu fram spurningu þess efnis hvað þá tæki við og nefndu hugmyndir um þjónustusamninga við einstök sveitar- félög um tiltekin verkefni eða ráðgefandi þróunar- nefnd skipaða fulltrúum sambandsins og félagsmála- ráðuneytisins sem fylgdist með nýsköpun og þróun- arverkefnum í sveitarfélögunum og meti reynsluna af þeim og ynni að því að greiða fyrir nýsköpun og þróun i stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga. Formaður þakkaði þeim Sigríði og Önnu Guð- rúnu vel unnin störf í stjórn reynslusveitarfélaga- verkefnisins. Fráveituframkvæmdir Ingimar Sigurðsson, skrifstofústjóri í umhverfis- ráðuneytinu, flutti erindi um fráveituframkvæmdir sveitarfélaga og störf fráveitunefndar. Fjallaði hann um lög nr. 53/1995, um fjárhagslegan stuðning við sveitarfélögin vegna fráveituframkvæmda en sam- kvæmt reglugerð skal þeim framkvæmdum lokið fyrir árslok 2005 og er það í samræmi við skuld- bindingar í EES-samningnum. Til þessa hafa endurgreiðslur ríkisins vegna frá- veituframkvæmda sveitarfélaganna aldrei numið 200 millj. króna á ári eins og lögin gera ráð fýrir sem hámarki. Framkvæmdir sveitarfélaganna á ár- inu 2001 væru á hinn bóginn miklu meiri en áður og kalla á um 350 millj. króna endurgreiðslufram- lag ríkissjóðs á árinu 2002.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.