Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 34
Fulltrúará&sfundir Fulltrúar frá Norðurlandi og Austurlandi á fundinum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur, og Jóhannes Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps. Bruna- og mengunarslysavarnir Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri flutti fram- sögu um bruna- og mengunarslysavarnir, íjárstuðn- ing sem sveitarfélögum stæði til boða til sam- vinnuverkefna til að gera úttekt á stöðu slökkvi- liða, til að koma á samvinnu um rekstur eldvarna- eftirlits, til búnaðar til að bregðast við mengunar- slysum og til ýmissa annarra samvinnuverkefna slökkviliða. Um það efni skrifaði hann grein í síð- asta tölublað Sveitarstjórnarmála. Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum Una María Oskarsdóttir, verkefnisstjóri ríkisskip- aðrar nefndar sem komið var á fót á árinu 1998 samkvæmt þingsályktun um aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum, skýrði frá skipan nefndarinnar og störfúm hennar. Hún sýndi yfirlit um fjölgun kvenna í sveitar- stjórnum hér á landi milli áranna 1950 og 1998 og bar saman hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Hún kvað nefndinni vera kappsmál að auka hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum. Una María og Hildur Helga Gísladóttir, formaður nefndarinnar, skrifuðu grein um verkefni nefndarinnar í síðasta tölublað Sveit- arstjórnarmála. Byggðamál Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, flutti erindi um byggðamál. Hún kynnti nýja byggðaáætlun sem væri í mótun í iðnaðarráðuneyt- inu og koma eigi til framkvæmda í upphafi næsta árs. Jafnframt lýsti hún ánægju með tillögur byggðanefndar sambandsins, m.a. um sameiningu sveitarfélaga, og taldi að öflugri sveitarfélög væru ein meginforsenda þess að hægt yrði að snúa vörn í sókn í byggðarlögum víða um land. Enn- fremur kynnti hún efni frumvarps til laga um raforkumál sem lagt yrði fyrir Alþingi innan tíðar. Framsögu- ræða Valgerðar er birt aftan við þessa frásögn. í umræðu um byggðamál tóku til máls Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Valgarður Hilmars- son, oddviti Engihlíðarhrepps, Rík- harð Brynjólfsson, oddviti Borgar- íjarðarsveitar, Gunnar Sigurðsson, bæjarráðsfull- trúi á Akranesi, Asgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, Gísli Gunnarsson, sveitarstjórn- arfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, og Helga Jóns- dóttir borgarritari. Valgerður Sverrisdóttir svaraði fyrirspurnum og tjáði sig frekar um ýmis efni sem borið hafði á góma. Fundarstjóri þakkaði Valgerði framsöguerindið og þátttökuna í umræðunum, en ráðherra hvarf síðan af fúndi. Tillögur byggðanefndar Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarnes- kaupstaðar og formaður byggðanefndar sambands- ins, gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. Hann lýsti skipan nefndarinnar og verkefni hennar og sýndi á glærum byggðarþróun á einstökum svæðum 1989-1999, breytingar á fólksfjölda á þeim svæðum og sveitarfélögum árin 1995-2000 eftir íbúaflölda þeirra. Síðan fjallaði hann ítarlega um tillögur nefndarinnar. Þær eru í tíu töluliðum og eru birtar í heild í 3. tbl. Sveitarstjórnarmála í ár. Mikilvægustu tillöguna taldi hann felast í upp- byggingu þriggja kjarnasvæða í landinu. Loks gerði hann grein fyrir rannsóknarverkefni sem Svæðisvinnumiðlun VestQarða hafði unnið að og kallaði Börnin heim. í almennum umræðum um byggðamál tóku til máls Jóhann Geirdal, bæjarfúlltrúi í Reykjanesbæ, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakka-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.