Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 39

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 39
Fulltrúará&sfundir alla síðustu öld og sums staðar fækkaði fólki. Á sama tíma margfaldaðist íbúafjöldi á höfiaðborgar- svæðinu. Þessi þróun og staða mála nú hlýtur að vera okkur mikið umhugsunarefni. Viljum við halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á siðustu áratugi eða viljum við sjá þróun byggðar stefna í aðra átt? Ef við viljum snúa þróuninni við er það þá yfir höfuð á okkar valdi að gera það? Við verðum að takast á við slíkar spurningar af alvöru ef við eigum að geta tekið skynsamlegar ákvarð- anir um stefnu okkar í byggðamálum á komandi árum. Við skulum ekki gleyma því að sveigjanleiki í búsetu er jákvæður eiginleiki þjóða. Víða hafa þjóðir til dæmis þurft að glíma við langvarandi og mikið staðbundið atvinnuleysi í dreifðum byggðum. Á Islandi hafa slík vandamál síður skap- ast, meðal annars vegna þess hve greiðlega fólk flytur á milli staða. Sveigjanleiki í búsetu er bæði kostur fyrir einstaklingana er nýta vilja starfsorku sína og hæfni sem best og fyrir þjóðfélagið i heild sem þarf að geta brugðist við nýjum aðstæðum hverju sinni. Það er áleitin spurning hvers vegna okkur hefur ekki tekist að nýta sem skyldi þennan sveigjanleika til að byggja upp öflugt atvinnulíf og menningu í öllum landshlutum, en ekki aðeins á suðvesturhluta landsins. Vera má að hluti skýringarinnar sé fólg- inn í því að aðgerðir stjórnvalda hafa á liðnum ára- tugum ekki verið nægilega markvissar og skipu- legar. í tillögum byggðanefndar Sambands is- lenskra sveitarfélaga frá því í sumar er lagt til að byggð verði upp tvö til þrjú öflug kjarnasvæði sem hafi burði til að treysta búsetu í viðkomandi lands- hlutum og vera kjölfesta fyrir byggð í landinu öllu. Það yrði mikilvægur áfangi í byggðamálum ef rík- isvaldið og sveitarfélögin í landinu gætu sameinast um að koma slíkri stefnu til framkvæmda. Slík stefna á hins vegar ekki að þýða að önnur byggð leggist af. Hugmyndin á bak við það að stuðla að myndun öflugra kjarna byggir á því að fjölbreytt atvinnulíf þurfi starfsumhverfi sem einungis stærri byggðar- kjarnar geta boðið upp á. Hér er átt við menntun, sérmenntað fólk, þróunarstarf, möguleika á endur- menntun og símenntun o.s.frv. Slíkt starfsumhverfi verður ekki byggt upp nema á fjölmennustu stöðum landsins. Jákvæð skref hafa verið stigin, t.d. með uppbyggingu Háskólans á Akureyri, en tímabært er að taka fleiri og ákveðnari skref í þessa átt á næstu árum. Ýmislegt annað er varðar almennt skipulag hins opinbera og einstakra stofnana þess er einnig nauð- synlegt að taka til endurskoðunar i því skyni að að- gerðir stjórnvalda og sveitarfélaga nýtist sem best fyrir byggðirnar í landinu. Á sama hátt þurfa sveit- arfélögin að huga að sínum skipulagsmálum, ekki síst í ljósi breytinga á kjördæmaskipan. Þar ber hæst sameiningu sveitarfélaga, en flestir virðast sammála um að öflugri sveitarfélög séu ein megin- forsenda þess að hægt verði að snúa vörn í sókn í byggðarlögum víða um land. í tillögum byggða- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga er lagt til að unnið verði að því að fækka sveitarfélögum á landinu í 40-50 á komandi árum. Ég tel það mjög jákvætt að sveitarfélögin sjálf skuli setja fram slíka stefnu. Auk styrkari sveitarfélaga - þá þurfa sveitar- félögin að huga að skipulagi þess samstarfs sem verið hefur á milli þeirra í formi landshlutasam- taka. Breytt kjördæmaskipan kallar á slíka endur- skoðun. Við þá endurskipulagningu þarf að hafa tvennt í huga: Annars vegar þarf að efla svæða- bundið samstarf ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs á öllum þeim sviðum sem áhrif hafa á atvinnu- og búsetuþróun og hins vegar að nýta takmarkaða fjármuni sem best. í tillögum byggðanefndarinnar er lagt til að sjóðakerfi hins opinbera á sviði atvinnuuppbygg- ingar á landsbyggðinni verði sameinað. Ég tek undir þessar hugmyndir en þær eru jafnframt í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er ekkert vit i því að ríkið, með sérstökum sjóðum eða úr einstökum ráðuneytum, sé að reka marga sjóði til atvinnuuppbyggingar. Slíkt fyrir- komulag er bæði kostnaðarsamt og flókið fyrir þá sem þurfa á þjónustu slíkra sjóða að halda. íslandi stendur til boða að gerast aðili að Inter- reg-áætlun Evrópusambandsins, Northern Perip- hery, sem er sérstaklega hönnuð fýrir hinn norð- læga hluta Evrópu. Þau lönd sem standa að Nort- hern Periphery eru Noregur, Svíþjóð, Finnland, Skotland, Færeyjar og Grænland. Eftir því sem við höfum kynnt okkur betur þessa áætlun hefur komið í ljós að mikill áhugi er á því hér á landi að taka þátt í ýmsum verkefnum sem boðið er upp á. Mörg þessara verkefna henta mjög vel fyrir sveitarfélög.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.