Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 40
Fulltrúaráðsfundir Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjarðabyggð, Há- skólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Vest- ijarða hafa nú þegar lýst yfir áhuga á að taka þátt í tilteknum verkefnum. í ljósi þess mikla áhuga á þátttöku í Northern Periphery sem ég hef orðið vör við hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að Island geti tekið fullan þátt i þeirri áætlun sem er að hefj- ast þessa dagana. Ég tel að það sé góð sátt um það í landinu að öflug byggð eigi að vera í öllum landshlutum og að það eigi að vera hlutverk hins opinbera að stuðla að því að svo verði. Það hefur hins vegar ríkt meiri ágreiningur um leiðir. Ég bind vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir um mótun nýrrar byggðaáætl- unar. Mér er kunnugt um að tillögur byggða- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi fengið ítarlega umíjöllun í því starfi. Nýskipan raforkumála Frumvarp til raforkulaga er nú til umíjöllunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því að það var lagt fram til kynningar sl. vor. Þær tillögur sem felast í frumvarpinu miða að því að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og sölu raforku, en slikri samkeppni verður á hinn bóginn ekki við komið í flutningi og dreifingu. í frum- varpinu eru reglur sem eiga að stuðla að því að þau fyrirtæki sem starfa að flutningi og dreifingu hafi sömu hvata til hagkvæmni í rekstri og ef um sam- keppnisstarfsemi væri að ræða. Frá og með 1. júlí 2002 munu öll fyrirtæki geta fengið leyfi til að reisa og reka raforkuver á grund- velli hlutlægra og gegnsærra skilyrða. Sala raforku verður gefin frjáls í áföngum en gert er ráð fyrir opnun markaðarins að fullu 1. janúar 2005. Til að tryggja gegnsæi í rekstri og jafnræði raf- orkuíýrirtækja verða öll fyrirtækin að vera rekin á einkaréttarlegum grundvelli. Í frumvarpinu kemur fram að öll raforkufýrirtæki verði að vera sjálf- stæðir lög- og skattaðilar. Fyrirtæki sem nú eru rekin af sveitarfélögum verða því að breyta rekstr- arformi sínu. Mörg raforkufyrirtæki hafa bland- aðan rekstur og annast m.a. vatnsveitustarfsemi en vatnsveitur skulu samkvæmt gildandi lögum reknar af sveitarfélögum. í félagsmálaráðuneytinu er nú verið að athuga hvort heimila eigi sveitarfélögum að reka vatnsveitur í formi sjálfstæðra lögaðila svo ekki þurfi að skipta upp veitufyrirtækjum sem nú stunda bæði raforku- og vatnsveitustarfsemi. Jafnræði aðila á markaði verður því aðeins tryggt að samkeppnisstarfsemi verði ekki niðurgreidd af sérleyfisstarfsemi. Til að tryggja þetta er lögð sú skylda á raforkufyrirtæki að þau haldi reikningum vegna sérleyfisstarfsemi aðskildum í bókhaldi sínu frá samkeppnisstarfsemi og ef ástæða þykir til er Samkeppnisstofnun heimilt að mæla fyrir um fyrir- tækjaaðskilnað rnilli samkeppnis- og sérleyfisþátta. í sérleyfisstarfseminni, dreifingu og flutningi, er lögð áhersla á hagkvæmni og gegnsæi í rekstri fyr- irtækjanna. Þau fyrirtæki sem nú hafa sérleyfi til dreifingar rnunu halda rétti sínum. Flutningur raf- orku er skilgreindur í frumvarpinu svo að hann nái allt niður á 30 kV spennu. Einu fyrirtæki verður falið að annast rekstur flutningskerfisins og kerfis- stjórnun. Flutningsfyrirtækinu verður óheimilt að taka þátt í annarri starfsemi en þeirri sem teng- ist flutningsstarfseminni. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að settar verði reglur um gjaldskrá fyrir flutn- ing raforku. Byggðalínuhringurinn tryggir að unnt er að flytja raforku frá öllum virkjunum til allra notenda. Hann tryggir því forsendur samkeppni og öryggi raforku- afhendingar fyrir alla landsmenn. Það er því eðli- legt að allir landsmenn taki jafnan þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur hans, og gerir frum- varpið ráð fyrir því að svo verði áfram. Flutnings- kostnaður i meginflutningskerfinu, þ.e. 220 kV- og 132 kV-kerfinu verður því að mestu jafnaður út milli notenda. í samræmi við tillögur landsnets- nefndarinnar á hins vegar að byggja á raunveru- legum stofn- og rekstrarkostnaði í þeim hluta flutn- ingskerfisins sem almennt er nefnt aðveitukerfi. Til að tryggja hagkvæmni kerfisins og ekki síst til að vernda neytendur er frelsi flutningsfyrirtækisins til að ákveða gjaldskrá settar skorður. Gjaldskráin verður að byggja á tekjuramma sem Orkustofnun ákveður. Gerðar verða kröfúr um arðsemi í rekstri fyrirtækisins og getur Orkustofnun sem eftirlitsað- ili krafist þess að fýrirtækið hagræði í rekstrinum. Dreifikerfið tekur við þar sem flutningskerfinu sleppir. Dreifiveitur fá einkaleyfi til dreifingar á tilgreindum svæðum. Eins og áður segir munu dreifiveitur sem nú hafa sérleyfi til að dreifa raf-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.