Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 42
Orkumál Aðalsteinn Guðjohnsen, orkuráðgjqfi borgarstjóra: Raforkumálin og sveitarfélögin Það sem hérfer á eftir, einkum þó myndefnið, er að ýmsu leyti byggt á erindi því sem égflutti á Orkuþingi 2001 í október sl. Inngangur ísland er eitt örfárra vestrænna ríkja þar sem orkumál eru alfarið í höndum opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga. Hver er reynslan, hver er staðan og hvert skal stefna? Þar eð lengst af hefur verið litið á afhendingu og sölu raforku sem þjónustu telst reynslan sjálfsagt bærileg. Tiltölulega skammt er síðan farið var á alþjóðavettvangi að skilgreina raforkuna sem vöru, allavega þjónustutengda vöru. Við það breyttust viðhorfin. Um þetta leyti hófst Greinarhöfundur er stúdent frá MR, laukB.Sc.-prófi íraf- magnsverkfrœði frá University of Pennsylvania i Fíladelfiu 1954 og M.Sc.-prófi í sömu greinfrá Stanford University í Kaliforníu 1955. Hann hóf störfsama ár hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, einkum við skipulagningu veitukerfis, var rafmagnsstjóri 1969-1998, formaður Sambands ís- lenskra rafveitna, SÍR, 1969-1995, í stjórn SAM- ORKU, formaður raforkusviós 1995-1999, formaður Ljóstœknifélags Islands og í stjórn Alþjóða Ijóstœkni- sambandsins, CIE, 1963-1990. Hann varínor- rœnum samtökum um raforkumál, NORDEL, 1969-2001, í landsnefnd Islands íAlþjóðaorkuráð- inu, WEC, 1962-2000, varamaður í stjórn Lands- virkjunar 1971-1995, í stjórn RARIK 1978-1982, í starfshópi til að undirbúa stofnun Aflvaka hf 1991-1992 og í starfshópi vegna sæstrengsverkefnis- ins ICENET1992-1997. Hann hefur átt sœti í stjórn Jarðgufufélagsins frá 1996, þar af'sem formaður frá 1998, i stjórn Alþjóðasamtaka raforkufyrirtœkja, UNIPEDE, 1989-2000 og EURELECTRIC 2000-2001. Aðalsteinn hefur kennt stœrðfrœði við MR og lýsingartæbti við Vélskóla Islands, ritað og þýtt kennslubœkur um rafmagn og lýsingartœkni, ritað jjölmargar greinar ogflutt erindi um sama efni. einkavæðing raforkufyrirtækjanna í Bretlandi. Með því hófst auðvitað samkeppni. Samkeppni ætti að öllu jöfnu að leiða til lægra verðs enda gerði hún það. En hún kallar líka á vandað og hlutlaust eftir- lit. Það kostar sitt enda þarf bæði að hafa eftirlit með verðlagningu og ekki síður því að samkeppnin sé virk. Þetta frelsi í raforkuviðskiptum, þessi markaðsvæðing, er sem sé komin til að vera. Af Evrópuríkjum tóku Norðmenn líka fljótt við sér. En þeir settu einkavæðingu ekki í öndvegi, heldur samkeppnina, frelsið og markaðsvæðing- una. Raforkufyrirtækin voru eftir sem áður í eigu opinberra aðila að langmestu leyti. Allmörgum árum síðar fóru Svíar, Finnar og Danir sömu leið. Hluti markaðsvæðingarinnar er að raforkufyrir- tækin hafa gengið kaupum og sölum, innanlands sem milli landa. Vestur-Evrópuríkin hafa almennt farið þessa leið og svonefnd opnun markaðarins hefur orðið hraðari en kröfur ESB gerðu að skil- yrði. Yfirlit yfir Evrópuríkin, samtök þeirra og opnun raforkumarkaðarins sést á 3. og 4. mynd hér á eftir. Þetta er rétt að hafa í huga nú þegar setning nýrra íslenskra raforkulaga er á næsta leiti. EES- og EFTA-ríkin hafa með samningum geng- ist undir ákvæði í svonefndri Tilskipun Evrópu- þingsins og Ráðs ESB 96/92 um innri markað fyrir raforku. Samkvæmt því þurfa ný íslensk raforku- lög að hafa öðlast gildi eigi síðar en 1. júlí 2002 - og höfum við þá nýtt okkur sérstakan frest í þeim efnum. Þegar þetta er ritað mun raforkulagafrum- varpið vera til skoðunar í þingflokkum ríkisstjórn- arinnar. Þaðan fer það til iðnaðamefndar Alþingis og áfram sína leið. I frumvarpinu mun gert ráð fyrir opnun markaðarins í áföngum en að fullu 1. janúar 2005. Það er skynsamleg tímasetning, þvi að þótt einungis sé nú í Tilskipuninni mælt fyrir um 33% opnun 2003 sem skilyrði, er samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Eurelectric í Brussel mælt fyrir um fulla (100%) opnun 1. janúar 2005 í til- lögu að endurnýjaðri Tilskipun ESB. Áður en gerð er grein fyrir stöðu raforkumála í Evrópuríkjum finnst mér rétt að sýna tvær myndir til að skýra hið mikla umfang raforkubúskapar hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.