Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 44
362 Orkumál ásamt stöðu ríkjanna innan raf- orkusamtakanna EURELEC- TRIC (3. mynd). Upphaflega voru EES- og EFTA-ríkin ekki sýnd sérstaklega en það fékkst lagfært fyrir atbeina EURELECTRIC. Þá er rétt að skoða hver staða opnunar markaðarins er í hinum ýmsu ríkjum. Á sama hátt fengum við EES- og EFTA-ríkj- unum bætt á þá mynd (4. mynd). Hringirnir eiga að tákna sí- aukið samband sem er að kom- ast á milli landa, jafnvel þótt haf skilji á milli. Sæstrengjum fjölgar og viðskipti komast á. Það sést á 4. mynd að flest ríki Vestur-Evrópu hafa gengið mun hraðar fram í opnun raforku- markaðarins en Tilskipun ESB mælir fyrir um. Sviss og ísland skera sig þar úr, hafa „setið eftir“ fram að þessu en ætla sér breytingar á næstunni. Staða markaðsvæðingar hér á landi Nú loks, árið 2001, tókst ríkis- valdinu að leggja fram frumvarp til nýrra raforkulaga, tæpum fimm árum eftir að íjölmenn nefnd iðnaðarráðherra skilaði áliti sínu. Það var lagt fram í Eurelectric aðalfélagar: ESB umsóknarríki Eurelectric aukafélagar: 3. mynd. Eurelectric - raforkusamtök Evrópu. * Meöaltai Evrópubandalagsríkja 100% frá: “2001 *”2004 ”“2005 4. mynd. Ríki Evrópusambandsins auk EES og EFTA. Opnun raforkumarkaðar. þinglok sl. vor en svo seint að iðnaðarráðherra náði ekki að mæla fyrir frumvarpinu. Eg lýsti því stuttlega í grein í Morgun- blaðinu fyrir skömmu hvernig framgangur málsins hafði verið fram á þann dag. Vinna i iðnað- arráðuneytinu, kynningarfundir, viðamiklar umsagnir, aðkoma iðnaðarnefndar Alþingis - frekari vinna i iðnaðarráðuneytinu - , frumvarpið líklega hjá þing- flokkum ríkisstjórnar þegar þessar línur eru ritaðar. Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt? Jú, þegar lög um jafn gróskumikla starfsemi og orkumál eru látin óhreyfð, að öllum meginstofni, í 30^40 ár hlýtur að festast í sessi skipulag sem verður erfitt að breyta nema róttœkar aðgerðir komi til. Og þegar þær snerta stór og voldug ríkisfyrirtæki er óhægt um vik. Það er stundum talað um „ríki í ríkinu“. Ég tel að bæði sveitarfé- lögin og ríkið hafi hér sofið á verðinum. Með fullri virðingu fyrir því ágæta starfsfólki sem starfað hefur hjá viðkomandi samtökum og fyrirtækjum - og hjá sjálfu iðnaðarráðuneytinu, leyfi ég mér að fullyrða að orku- málin hafa lengst af verið skilin eftir hornreka og vanmönnuð í viðkomandi ráðuneyti. Þetta er orkuþjóðinni íslandi hreint ekki vansalaust. Þar eð skipting landsins í „ dreifiveitur ", þ.e. fyrirtæki sem eiga öflug dreifikerfi og geta líka stofnað til virkjana, er að mínum dómi mikilvægt byggða- mál, gerði ég því nokkur skil á áðurnefndu Orkuþingi 2001. Mér finnst rétt að sýna mynd- irnar hér, eftir því sem rúm leyfir, en tek fram að auðvitað

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.