Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 45
Orkumál 363 koma fleiri hugmyndir til greina en þær sem ég varpaði fram á Orkuþinginu. Ljóst er t.d. að dreifi- svæðin NV og A yrðu trúlega „erfiðari“ markaðs- svæði en H, S og NA. Væntanlega yrði þvi að finna leið til að aðstoða tvö fyrrnefndu svæðin, þó með „gegnsæjum“ hætti. Vilja íslensk sveitarfélög taka þátt í svæðis- veitum af þessu tagi eða vilja þau bara að ríkið sjái um sem mest af þessu með sama miðstýrða hætt- inum og verið hefur? Hvort sem ríkisveitan RARIK er með aðalskrifstofu í Reykjavík eða Ak- ureyri? Eða mega atvinnurekendur (verra orð: ,,einkaaðilar“) koma að þessu? Mundi samkeppnin virka og verðið lækka? Er „hætta“ á að einhver mundi „græða“? Hér koma myndirnar af hugsan- legum stærri og öflugri dreifiveitum: Lokaorð í því sem sagt hefur verið hér að framan er ég að leyfa mér þá bjartsýni að unnt verði að koma á frjálsum markaði og samkeppni á raforkusviðinu hér á landi, þrátt fyrir smæð landsins og einangrun, þrátt fýrir hátt hlutfall stóriðjusölu með langtíma- samningum og þrátt fyrir þá vanrækslu sem við höfum sýnt laga- og skipulagshlið raforkumála um allt of langa hríð. Eftirlitsstarfinu verður að sinna af kostgæfni og skipuleggja það mjög vel. Þó vara ég við umfangs- miklu ytra eftirliti á vegum ríkisins, sem hefur til- hneigingu til að þenjast út með miklum kostnaði. Áherslu ber að leggja á sterkt innra eftirlit raforku- fyrirtækjanna sjálfra. • Loks tel ég einsýnt að eigendur tveggja stórfyrir- tækja verði að skoða hug sinn vandlega nú á loka- sprettinum hafi þau ekki þegar gert það. Fyrir- tæki þessi eru RARIK og LANDSVIRKJUN. • Ríkið, eigandi RARIK, verður að gera það upp við sig hvort það telji dreifingu og smásölu, með mið- stýrðum hætti, enn eðlilegt hlutverk sitt, eða hvort 3. hugmynd. * 4. hugmynd. * 5. mynd. Ný skipan dreifiveitna - nokkrar hugmyndir.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.