Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 46
364 Orkumál Bækur og rit það vilji gerast hluthafi (meðeigandi) með öðrum í slíkum fyrirtækjum með það fyrir augum að hverfa smám saman út úr þeirri starfsemi. Mundi ríkið ef til vill frekar vilja taka við hlutverki meginflutningskerfisins (132 kV og þar yfir)? • Hver er vilji eigenda Landsvirkjunar, tveggja sveitarfélaga og ríkisins? Von er að spurt sé í ljósi þeirrar staðreyndar að sveitarfélögin óskuðu eftir formlegum viðræðum um endurskoðun á sameignarsamningi aðila í ljósi breyttra að- stæðna snemma hausts 1999, ríkið svaraði mið- sumars 2000 svo að viðræðunefnd var þá fúll- skipuð. Frá þvi er liðið hálft annað ár, en nefndin hefur enn engan fund haldið. Og frumvarp til nýrra raforkulaga mun, þegar þetta er ritað, eiga að liggja á borðum þingmanna í upphafi vor- þings samkvæmt orðum iðnaðarráðherra á fúndi Sambands íslenskra sveitarfélaga nú nýlega. • Á þennan hnút verður að höggva. Úrskurðir og álit félagsmálaráðu- neytisins í sveitarstjórnarmálum Út er komið ritið Úrskurðir og álit félagsmála- ráðuneytisins í sveitarstjórnarmálum 2000. Bókin er 218 síður og hefur að geyma alla úrskurði og álit sem ráðuneytið gaf út árið 2000 varðandi túlkun sveitarstjórnarlaga, laga um tekjustofna sveitarfé- laga, starfsmannamál sveitarfélaga og margt fleira. Guðjón Bragason, lögfræðingur í ráðuneytinu, sá um útgáfuna. Bókin er til sölu á skrifstofu sambandsins og kostar 2.200 kr. Eftirlits- og stjórnkerfi fyrir bæjarfélög Vatnsveitur Hitaveitur Fráveitur Orkueftirlit Sjálfvirkar veðurstöðvar Iþróttamannvirki... Eftirlitskerfi okkar eru í notkun hjá fjölda opinberra stofnana, og ... eru auk þess í rekstri víða erlendis. Tilgangurinn er ætíð að lækka rekstrarkostnað. v\sm Stofnuð 1984 Áralöng reynsla. Leitið nánari upplýsinga. Verkfræðistofa - Höfðabakka 9c - 110 Reykjavík - 587-8889 - www.vista.is - vista@vista.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.