Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 47
Orkumál 365 Sigurður Ingvarsson, formaður stjórnar HS hf: Hitaveita Suðurnesja hf. Stofnfundur Hitaveitu Suðurnesja hf. var haldinn hinn 30. mars 2001, þannig að þróun verkefnisins hefur tekið töluvert á þriðja ár en stofnaðilar HS hf. eru Reykjanesbær, ríkissjóður, Hafnarfjarðar- bær, Grindavikurbær, Gerðahreppur og Vatnsleysu- strandarhreppur. Stofnaðilar hafa gert með sér samkomulag um samruna Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnar- fjarðar. Markmið sveitarfélaganna Markmið sveitarfélaganna með stofnun HS hf. eru: - að ná fram lægra raforkuverði fyrir einstakl- inga og fyrirtæki í sveitarfélögunum, - að nýta jarðhitaauðlindir innan sveitarfélag- anna og eftir atvikum víðar á landinu, - að öðlast aukna hlutdeild í eigin orkumálum, - að gerast eignaraðilar að öflugu orkufyrirtæki með víðtæka reynslu í vinnslu, sölu og dreifingu á jarðhita og raforku, - að athuga möguleika á því að sveitarfélögin gerist þátttakendur í rekstri orkuveitu, m.a. til að stuðla að lækkun orkuverðs og að koma í veg fyrir að íbúar og fyrirtæki í sveitarfélögunum séu með beinum hætti skattlögð til að standa undir rekstri annarra sveitarfélaga, - að vinna að iðnþróun og uppbyggingu atvinnu- lífs með því að laða að iðnað sem nýtir auðlindir jarðhitasvæðanna og Sigurður Ingvarsson er fœddur 4. nóvember 1941 i Garði. Hann hefur starfað sem verktaki sl. 35 ár ifyrir- tœki undir eigin nafni, hefur setió i hreppsnefnd Gerða- hreppsfrá árinu 1974 og hefur verið oddviti sl. tvö kjörtímabil. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstóifum á vegum sveitarfélagsins og er nú stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja hf. - að tryggja, m.a. með stofnun orkugarða, aukna nýtingu áðurgreindra auðlinda og stuðla þannig að aukinni atvinnustarfsemi og auknum tekjum sveit- arfélaganna. Skípting eignarhlutar í HS Eignarhlutur í Hitaveitu Suðumesja hf. skiptist á eftirfarandi hátt: Reykjanesbær 43,5% Ríkissjóður íslands 16,667% Hafnarfjarðarbær 16,667% Grindavíkurbær 9,308% Sandgerðisbær 5,825% Gerðahreppur 5,058% Vatnleysustrandarhreppur 2,975% Með stofnun Hitaveita Suðumesja hf. er að mínu viti verið að stíga enn eitt framfarasporið fyrir okkur íbúana. Með stækkun fyrirtækisins skapast enn meiri möguleikar til að sækja fram á veginn til frekari uppbyggingar. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja hf. Hitaveita Suðurnesja hefur ávallt verið fyrirtæki sem hefur gætt sín vel á því að staðna ekki, heldur horft fram á veginn og verið framsækið fyrirtæki. Stofnun HS hf. var talin nauðsynleg í ljósi þess að ný orkulög voru í undirbúningi, þar sem reiknað var með að fyrirtækið yrði að stækka til að verða samkeppnisfært á raforkumarkaðnum. Menn hafa gert sér grein fyrir að stöðnun þýðir hrörnun. Nýjar leiðir og nýjar víddir koma jafnt og þétt inn í sjóndeildarhringinn. í október 1998 komu saman til fundar í Eldborg sveitarstjórnarmenn og stjórnarmenn HS og voru viðstaddir undirritun samkomulags milli Hitaveitu Suðurnesja, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps um samstarf og samvinnu varð- andi nýtingu jarðhita og aðra alhliða samvinnu á sviði orkumála. Nú hefur þetta leitt af sér að Raf- veita Hafnarfjarðar og Hitaveita Suðurnesja hafa sameinast. Hinn 17. október sl. var nýrri borholu hleypt upp á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.