Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 49
Menningarmál 367 Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík: Saltfisksetur íslands í Grindavík Ný menningarstofnun Sett hefur verið á stofn í Grindavík sjálfseignar- stofnun sem heitir Saltfisksetur íslands. Asamt Grindavíkurbæ standa 15 íyrirtæki og einstaklingar að sjálfseignarstofnuninni. Dómsmálaráðherra staðfesti skipulagsskrá stofnunarinnar hinn 12. júní 2001. í stjórn Saltfisksetursins eiga sæti Einar Njálsson bæjarstjóri sem er stjórnarformaður, Dag- bjartur Einarsson, Petrína Baldursdóttir, Guð- mundur Einarsson og Björn Haraldsson. Saltfisksetur íslands mun setja upp og reka sýningu tileinkaða saltfiski. Markmið sýningar- innar er að: • Safna saman og varðveita muni og myndir sem segja sögu saltfisksins í þeirn tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir íslenskt samfélag. • Sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar mennta- stofnanir um saltfiskvinnslu og samfélagsleg áhrif hennar á íslandi. • Veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sérstakri áherslu á hreinleika islensku vörunnar og Qölbreytta möguleika í matargerð. Einar Njálsson var bœjarstjóri Húsavíkur frá september 1990 til ágústmánaðar 1998 er hann tók við starfi bœjarstjóra i Grindavík. Aóitr en hann varð bæjarstjóri á Húsavík var hann útibússtjóri Sam- vinnubankans á Húsavík. Hann var formaður Banda- lags íslenskra leikfélaga frá 1979 til 1988 og varaformaður Norrœna áhugaleik- hússráðsins 1980 til 1990 og hefur um árabil verið fulltrúi sambandsins í leiklistarráði. Á Húsavíkurár- unum átti hann m.a. sœti í skólanefnd bæjarins, stjórn sjúkrasamlags og stjórn Kísiliðjunnar hf. Hugmyndin hefur verið nokkuð lengi í deiglunni. Hún kviknaði vegna þess að íýrirtæki í Grindavík hafa löngum verið stærst í saltfiskframleiðslu á landinu og eru enn. Og leiðandi menn i sölusam- tökurn framleiðenda hafa gjarnan komið úr Grindavík. Allar aðstæður eru ákjósanlegar í Grindavik vegna nálægðar við stærsta markaðs- svæðið, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa lónið. Kostur er á samstarfi við Bláa lónið og Eldborg þar sem er jarðsögusýning Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Og síðast en ekki síst er ákjósan- legt að vera í tengslum við lifandi starfsemi hafn- arinnar og sjávarútveginn í Grindavík. í fyrstu var unnið út frá því að nýta byggingu sem áður hýsti áhaldahús bæjarins fyrir sýninguna. Þegar á átti að herða þótti hún ekki henta hvorki vegna stærðar né staðsetningar. Akveðið var að ráðast í byggingu sýningarskála og samkomulag tókst við fyrirtækið Þorbjörn Fiskanes h/f um að láta eftir hluta af lóð félagsins við Hafnargötu fyrir hús Saltfisksetursins. Lóðin er afar vel staðsett, miðsvæðis við höfnina og sér vel yfir athafna- svæðið. Kann ég forsvarsmönnum fyrirtækisins bestu þakkir fyrir víðsýni og þann mikla velvilja sem þeir sýna verkefninu með þessari gjörð. Þegar þetta lá fyrir var farið í alútboð á húsnæði. Fjórir verktakar voru valdir í forvali til að taka þátt í útboðinu. Spennandi tillögur bárust frá öllum bjóðendum og var samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið. Hinn 14. desember sl.var undirritaður verksamn- ingur milli Istaks h/f og Saltfisksetursins um bygg- ingu sýningarskála. Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum alls 510 m2. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í ágúst 2002 og kostnaðarverð samkvæmt verksamn- ingi er um 106,5 milljónir króna. Grindavíkurbær mun verða leiðandi aðili við framkvæmd verkefn- isins í samstarfi við stofnendur Saltfisksetursins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.