Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 50
368 Menningarmál aðra styrktaraðila. Sparisjóður- inn í Keflavík verður bakhjarl verkefnisins hvað varðar fjár- mögnun. Hönnuðir sýningar- skálans eru Yrki s/f arkitektar Ásdís H. Ágústsdóttir og Sól- veig Berg Björnsdóttir. Síðastliðið sumar var gerður samningur við Björn G. Björnsson sýningahönnuð um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Þeirri vinnu miðar vel áfram og módel er að verða tilbúið. Saga salt- fisksins verður sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tíma- röð. Gert er ráð fyrir að uppsetning sýningarinnar geti hafist áður en frágangi hússins lýkur þannig Merki Saltfiskseturs Islands í Grindavík. Merkið hannaði Björn G. Björnsson leikmyndateiknari. að hús og sýning verði tilbúin á svipuðum tíma. I framtíðinni má tengja við sýningarsalinn veitingahús sem hefúr á boð- stólum sælkerarétti úr saltfiski. Sýning af þessu tagi á sér ekki margar hliðstæður á ís- landi. I henni felst kröftug uppbygging atvinnumála og styrking ferðaþjónustu í bænum. En hér er fyrst og fremst á ferðinni mjög merki- legt og að mörgu leyti einstakt menningarlegt framtak. Hér er ekki aðeins verið að staðfesta sögulega og menningarlega sjálfsmynd Grindavíkur heldur er hér haldið á loft römmum þætti í sögu Islands og lífsbaráttu þjóðarinnar. Sú er mín spá að gestir muni koma út af þessari sýningu með brimroða á hvarmi og saltbragð í munni. Húsafriðunamefnd Stjóm sambandsins hefur til- nefnt Einar Njálsson, bæjarstjóra í Grindavík, til þess að vera aðal- fulltrúi og Ingunni Guðmunds- dóttur, formann bæjarráðs Ár- borgar, til þess að vera varafull- trúi hans í húsafriðunarnefnd sem menntamálaráðherra hefur nýlega skipað til fjögurra ára samkvæmt nýjum lögum um húsafriðun nr. 104/2001. Samkvæmt 2. gr. laganna tilnefnir Arkitektafélag íslands (AI) einn fulltrúa í nefndina en þrjá fulltrúa skipar ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi nefndar- manna. Af hálfu Arkitektafélags Islands eru i nefndinni Pétur H. Ármannsson arkitekt sem aðal- maður og Gylfi Guðjónsson arkitekt sem varamaður hans en án tilnefningar eru skipaðir Þor- steinn Gunnarsson arkitekt sem er formaður nefndarinnar, Nikulás Úlfar Másson arkitekt og Guðmundur Þór Guðmunds- son lögfræðingur. Varamenn þeirra eru Júlíana Gottskálks- dóttir forstöðumaður, Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri og Lýður Pálsson safnstjóri, skipuð án til- nefningar. í I. mgr. 3. gr. laga um húsa- friðun segir: „Húsafriðunarnefnd stuðlar að varðveislu byggingar- arfs þjóðarinnar og metur hvaða hús er rétt að friða hverju sinni og gerir um það tillögur til menntamálaráðherra. Nefndin hefur samráð við embætti þjóð- minjavarðar og minjavörð þess landsvæðis sem hús tilheyrir þegar fjallað er um friðun húss. Húsafriðunarnefnd fer með yfir- stjórn og veitir styrki úr húsa- friðunarsjóði. Jafnframt er húsa- friðunarnefnd umsagnaraðili fyrir ráðherra í málum er snerta húsafriðun."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.