Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 52
370 Menningarmál Lystihúsið sem byggt var árið 1930 eftir teikningu Einars Er- lendssonar arkitekts stóð áður við Esjuberg í Þingholtsstræti. Það var flutt í Grasagarðinn árið 1980 og sá Halldór Guðmunds- son húsasmíðameistari um endurbætur á því. Árið 1993 var þyrnirós sem lengi hafði verið í ræktun í Grasa- garðinum gefið yrkisheitið „Katrín Viðar“ til heiðurs Katrínu Viðar píanóleikara sem ásamt eiginmanni sínum, Jóni Sigurðssyni skólastjóra, gaf Reykjavíkurborg 175 íslenskar jurtir til varð- veislu. Plöntugjöf þeirra átti stóran þátt í stofnun Grasagarðs Reykjavfkur. Hrafnþyrnir og dúnþyrnir hafa verið í Grasagarðinum frá því 1968. Á hverju hausti fá þeir fallega haustliti. aukningu á landrými ásamt gróðurhúsum. Hið aukna rými mun styrkja stöðu Grasagarðsins og skapa skilyrði fyrir fjölbreyttari starfsemi. Svæðið verður skipulagt og tekið í notkun í áföngum. Skráningarkerfi Það sem sameinar öll söfn er að skráðar eru víð- tækar upplýsingar um þá safngripi sem þar eru til sýnis. Allar plöntur í Grasagarðinum eru merktar íslensku og latnesku tegundar- og ættarheiti auk þess sem heimkynna þeirra er getið. Skráningin er kerfisbundin þar sem notaðar eru viðurkenndar heimildir og stuðst við alþjóðlegar reglur og sam- þykktir. f Grasagarði Reykjavíkur hófst tölvuskrán- ing í stafrænan gagnagrunn fyrir 13 árum og á þeim tíma hefur safnast mikið magn upplýsinga sem mikilvægar eru fyrir grasafræðinga, garð- yrkjufræðinga og áhugafólk um garðyrkju og grasafræði. Til stendur að endurskoða gagnagrunn Grasagarðsins og er vonast til þess að í framtíðinni verði miðlun upplýsinga úr honunt skilvirkari.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.