Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 53
Menningarmál 371 Mikill fjöldi barrviða er í Grasagarðinum, til dæmis blágreni og kákasusgreni. Lifandi safn undir berum himni Líkt og í öðrum grasagörðum víða um heirn er í Grasagarðinum að finna sýnishorn af innlendum gróðri. Þar vaxa um 380 tegundir af þeim u.þ.b. 485 háplöntum sem teljast til íslensku flórunnar. Þetta er elsta safn garðsins og heitir Flóra Islands. Aðrar plöntutegundir í Grasagarðinum eru af er- lendum uppruna. Sérstök áhersla hefur verið lögð á fjallaplöntur. í steinhæð sem blasir við aðalinn- ganginum hefur verið komið fyrir villtum plöntum frá fjallasvæðum í ýmsum heimsálfum, til dæmis úr Alpafjöllum Evrópu, Himalajafjöllum í Asíu, Sierra Nevada-fjöllum í Kaliforníu og í Japan. Japanskvistur „Little Princess" er sérstakt ræktað yrki sem er lágvaxnara og blómríkara en tegundin sjálf. Greinarhöfundur tók Ijósmyndirnar sem greininni fylgja. Þarna vaxa tæplega 500 tegundir, aðallega jurtir, og á hvaða tíma sumarsins sem er má sjá ein- hverjar þeirra í blóma. Nytjajurtagarður var opnaður sumarið 2000 og er hann yngsta safn Grasagarðsins. Honum er ætlað að gefa sýnishorn af því sem hægt er að rækta hér á landi af matjurtum, Iækningajurtum og fóðurjurtum. Grasagarðurinn hefur tekið að sér að varðveita íslenskt klónasafn af rabarbara fyrir Norræna gena- bankann sem hefur alþjóðlegar skuldbindingar um varðveislu á erfðaefni nytjaplantna fyrir hönd Norðurlandanna. Nytjajurtagarðurinn hentar vel til kennslu og fræðslu um plöntunytjar og ræktun hinna ýmsu tegunda matjurta og kryddjurta. A haustin er haldin þar uppskeruhátíð, matjurtir teknar upp og gestum boðið að bragða á uppskeru sumarsins. Trjásafnið er frá árinu 1989 og nær það yfir stóran hluta Grasagarðsins. Verið er að prófa fjölda trjátegunda og runna en viðamest er safnið með reyni en í því eru um 70 af þeim 100 tegundum sem finnast í heiminum. Önnur söfn Grasagarðsins eru fjölærar jurtir, garðskálaplöntur, lyngrósir, rósir og skógarbotnsplöntur. Vor- og sumardagskrá í tilefni afmælisársins var skipulögð vor- og sumardagskrá fyrir almenning. Leiðsögn var um hin ýmsu söfn Grasagarðsins, til dæmis var fjallað um vorblómstrandi plöntur og garðskálaplöntur, plöntur sem notaðar eru til lækninga, reynitegundir og þekjuplöntur. Einnig var lögð áhersla á að nota hið friðsæla og fallega umhverfi Grasagarðsins til annarra hluta sem ekki tengist beint söfnum garðs- ins. Þetta var viðleitni til þess að auka notkunar- möguleika Grasagarðsins. Dæmi um slíka viðburði var fuglaskoðun, plöntuljósmyndanámskeið og tón- leikahald innan um suðrænan gróður garðskálans. Reynslan af skipulagðri dagskrá sl. sumar var afar góð og stefnt er að því að bjóða árlega upp á slíkt fyrir almenning. Grasagarðurinn er opinn allt árið og aðgangur er ókeypis. Hægt er að ganga um Grasagarðinn á öllum tímum árs og njóta tilbrigða náttúrunnar á hvaða árstíma sem er. Garðskálinn ásamt lystihús- inu er opinn daglega á sumrin (apríl-september) frá kl. 10 til 22 en á veturna (október-mars) frá kl. 10 til 17. Kaffihús er rekið í garðskálanum á sumrin en á öðrum tíma er fólki frjálst að snæða þar nesti og njóta gróðursins.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.