Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 55
Skipulagsmál Hugmynd að útliti bryggjuhverfis framarlega á Kársnesi í Kópavogi. Uppdráttinn gerði Björn Ólafs arkitekt, höfundur tillögunnar um hverfið. byggð, atvinnurekstri, s.s. veit- ingarekstri, skrifstofum og þjón- ustu ýmiss konar. Utkoman, ef vel tekst til, er byggðarform sem býður upp á meira líf og lit í til- verunni en ella. Áhugi sveitarfélaga á bryggju- hverfishugmyndinni er af ýmsum toga. Þétting byggðar á landiyllingu nær miðju sveitar- félags styrkir og eflir bæjar- félagið sem félagslega heild og er oftast hagkvæm lausn borið saman við aðra kosti með tilliti til kostnaðar við stofnbrautir og lagnir. Bryggjuhverfi bjóða borgurunum upp á ferskan og eftirsóknarverðan valkost til bú- setu. Þau geta auðveldlega orðið mikil bæjarprýði, m.a. með sam- spili lands og sjávar. Margar þær borgir sem rómaðastar eru fyrir fegurð nýta einmitt vatn vel í skipulagi; sem dæmi má nefna Feneyjar, Kaupmannahöfn, Amsterdam og Stokkhólm. Hvaða leiðir eru til þess að tryggja að árangur náist við skipulag bryggjuhverfis? í fyrsta lagi að skipulag nýti landkosti vel með tilliti til útsýnis og skjóls. Hin óvenjumikla sveigja sem landfyllingar bjóða upp á við skipulag skiptir hér miklu. í annan stað er nauðsyn að tryggja samræmi í útliti húsa með ákveðnum reglum sem jafnframt eru hluti skipulagsins. Slíkar reglur mega hins vegar ekki koma niður á hagkvæmni i byggingu. Þá skiptir máli að hönnun lykilhúsa, sem setja mark sitt á hverfið, sé vel stýrt. I fjórða lagi að blanda saman íbúðabyggð, smábátahöfn, at- vinnu og þjónustu á aðlaðandi hátt. Loks er mikilvægt að sveigja sé nægilega mikil í skipulagi til þess að svara þörfum markaðarins á bygging- artíma. Takist þetta allt ætti hverfið að verða bæði mjög ánægjulegur staður til búsetu - en ekki síður eftirsóknarverður staður til heimsókna - og um leið bæjarprýði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.