Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 57
Húsnæ&ismól Ákvæði laganna um kaupskyldu sveitar- félaga, staðan nú I húsnæðislögin sem sett voru 1980 kom inn ákvæði um kaupskyldu sveitarfélaga á íbúðum í verkamannabústöðum, fyrstu 30 árin frá útgáfu af- sals. Þetta kaupskylduákvæði var hugsað til þess að viðkomandi íbúðir héldust áfram í félagslegri eign. Það var aldrei hugsað til þess að sveitarfélög yrðu eigendur að ibúðarhúsnæði í stórum stíl enda sáu menn ekki slíka þróun fyrir á þeim tíma. Ára- tugurinn 1970-1980 einkenndist af mikilli upp- byggingu á landsbyggðinni og húsnæðisskorti, við því var auðvitað brugðist með byggingu bæði íbúða í einkaeigu og einnig íbúða í félagslega hús- næðiskerfinu. Staðan nú er á hinn bóginn sú að sveitarfélög um allt land hafa innleyst stóran hluta félagslegra íbúða vegna þessa lagaákvæðis og geta ekki endur- selt nema hluta þeirra. Ástæðan er mismunandi en oftast virðist vera um að ræða fólksfækkun í við- komandi sveitarfélagi. Umræðan um þessi mál snýst stundum um að finna sökudólg fyrir ástandinu. Eflaust liði ein- hverjum betur ef hægt væri að finna sökudólginn, spurning hvað ætti að gera við hann ef hann fynd- ist og hvort hann gæti leyst þá stöðu sem sveitarfé- lögin standa frammi fyrir. Auðvitað er þetta mál flóknara en svo og nauðsynlegt að líta á það í heild út frá aðstæðum í þjóðfélaginu. Sveitarfélögin eru að framfylgja lögum sem íþyngja þeim verulega. Þeim gengur ekkert betur að sinna þessu verkefni sem er þeim skylt þótt einhverjir telji að þau hafi komið sér í þetta ástand sjálf og byggt of mikið af leiguíbúðum. Eins og áður segir var á þeim tíma verið að bregðast við þörf fyrir húsnæði en nú eru breyttir tímar og hvorki ríki né sveitarfélög sáu það ástand fyrir sem nú er staðreyndin. Núgildandi húsnæðislög nr. 44/1998 I núgildandi lögum nr. 44/1998 er komið á nýrri skipan í félagslega íbúðakerfinu. Byggingu og kaupum á félagslegum eignaríbúðum af hálfu sveitarfélaga er hætt og eignaíbúðakerfið lagt nið- ur. Það kerfi verður þó áfram við lýði á meðan inn- lausn íbúða stendur yfir. Innlausnarreglur eldra kerfis geta því gilt í nokkurn tíma í viðbót því sveitarfélög hafa kaupskyldu fyrstu 15 árin frá af- hendingu íbúðar en 5 ár á almennum kaupleigu- íbúðum. Fjarðarstræti 2, 4 og 6 á Isafirði. Myndin var tekin á árinu 2000 er unnið var að viðhaldi á húsinu að utan, en það var byggt á árunum 1973 til 1976. Iþvíeru íbúðir bæði í eigu einstaklinga og húsnæðisnefndar. Múlalönd 12 og 14 á ísafirði. Byggingu húsanna var lokið á árinu 1990 og 1992. Allar íbúðir í þeim eru í eigu hús- næðisnefndar og útleiga á þcim hefur verið nokkuð bærileg þótt tölu- verð hreyfing sé á leigutökum. Ljósm. Bæjarins besta, ísafirði. Nýtt félagslegt íbúðakerfi byggir á sérstökum viðbótarlánum auk almennra húsbréfalána. Þetta kerfi hefur farið vel af stað og er tryggt með því að í hvert sinn sem sveitarfélag samþykkir viðbótarlán sem veitt er af íbúðalánasjóði borgar sveitarfélagið 5% af fjárhæð lánsins í Varasjóð viðbótarlána. Varasjóðurinn er í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga og hefur það hlutverk að bæta íbúðalánasjóði tjón sem hann kann að verða fyrir vegna tapaðra við- bótarlána og vegna kostnaðar við uppboðsmeðferð eigna sem á hvíla viðbótarlán. Þá er hlutverk sjóðs- ins að koma að lokun eldra eignaíbúðakerfis, að greiða niður eldri lán Byggingarsjóðs verkamanna og annast samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum. Varasjóður viðbótarlána, staða hans og fjárþörf Til að fjármagna það hlutverk Varasjóðs að koma að lokun eldra eignaíbúðakerfis tekur hann við söluhagnaði af íbúðum í eldra kerfi sem endurseld- ar eru með söluhagnaði. Söluhagnaðinn á að nota til að greiða niður áhvílandi veðlán í eldra kerfi þegar sveitarfélag selur með tapi. Um er að ræða mismun á uppgreiddu láni og 90% af söluverði á almennum markaði. Auk þessa er reiknað með fjárframlagi ríkissjóðs. Geta Varasjóðs til að taka þátt í niðurgreiðslu ræðst af framlögum sem koma vegna söluhagnaðar og framlagi ríkissjóðs. Beiðn- um um framlag úr sjóðnum vegna sölutaps hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.