Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 58
376 Húsnæðismál Yfirlit yfir stöðuna í byrjun ársins 2001, úr reiknilíkani nefndarinnar: Landshluti Fjöldi íbúða Innlausnarverð Eignarhluti sveitarfélaga Heildarlækkun lána til að rekstur standi undir sér Höfúðborgarsvæðið og Suðurnes 1.198 8,5 milljarðar 1,9 milljarðar 0 Aðrir landshlutar 1.490 10,9 milljarðar 2,9 milljarðar 2,8 milljarðar Samtals: 2.688 19,4 milljarðar 4,8 milljarðar 2,8 milljarðar Byggt er á rciknilíkani PWC og uppl. íbúöalánasjóðs. Eignarhluti sveitarfélaga Fyrirvari er settur fari inn í eignarhaldsfélag. við nákvænmi talna. fækkað umtalsvert. Ástæður iyrir þessari breytingu eru aðallega þær að nokkur sveitarfélög hafa fallið frá forkaupsrétti. Þar bíða eigendur þessara íbúða eftir að kaupskyldutíminn renni út svo þeir geti selt á almennum markaði. Það hentar eigendum félags- legra íbúða í sumum sveitarfélögum vegna þess að markaðsverð þar er hátt, hærra en verð á þessum sömu íbúðum innan félagslega kerfisins. Sérstak- lega á þetta við á höfúðborgarsvæðinu sökum þess að þar hefúr markaðsverð á almennum markaði hækkað verulega á undanförnum árum. Þetta hefur það í fór með sér að Varasjóðinn vantar ijármagn til að sinna því hlutverki sinu að fækka í samstarfi við sveitarfélögin innlausnar- íbúðum sem hægt er að selja á almennum markaði þó með sölutapi sé. Þegar hugmyndir nefndarinnar eru orðnar að veruleika mun hlutverk sjóðsins aukast enn því reiknað er með að nýta hann til þeirra verka. Því mun nefndin leggja til aukið hlut- verk Varasjóðs og hvernig það skuli fjármagnað. Yfirlit yfir umsóknir í Varasjóð viðbótarlána Fjöldi íbúða Söluhagnaður Sölutap 1999 41 84 2000 71 62 31. júlí 2001 18 15 Augljóst er að þörf er á að breyta sjóðnum svo hann geti sinnt hlutverki sínu og að mikil breyting þarf að verða á innlausnum þar sem sveitarfélög selja með hagnaði til að það nægi varasjóðnum. Því er augljóst að ijármagnið verður að koma annars staðar frá, a.m.k. það viðbótarijármagn sem þörf er fyrir. Reikna má með blandaðri leið til að leysa þetta mál. Það gæti verið fólgið í að áfram verði nýtt fjármagn vegna söluhagnaðar og að rík- isvaldið komi með ijármagn inn í sjóðinn meðan verið er að taka á mesta vandanum. Innlausnaríbúðir í eigu sveitarfélaga, reiknilíkan Til að fá samantekt um heildarstöðu mála á land- inu öllu var öllum upplýsingum sem fáanlegar voru beint frá sveitarfélögum, íbúðalánasjóði o.fl. safn- að á einn stað og útbúið sérstakt reiknilíkan. Þessa vinnu annaðist Þröstur Sigurðsson hjá Pricewater- houseCoopers. Nauðsynlegt var að útbúa líkan sem gæti sagt til um hvaða breytingar þyrfti að gera á rekstri húsnæðiskerfisins hjá þeim sveitarfélögum sem eru í vanda með rekstur innlausnaríbúðanna. Auðvitað voru þetta almennar forsendur sem reiknilíkanið notaði og geta þurft leiðréttingar við í hverju einstöku sveitarfélagi. Þessir útreikningar gefa nefndinni hins vegar yfirsýn yfir heildina sem er mjög mikilvægt þegar gera þarf tillögur til úr- bóta í svo stóru máli sem þessu. Taprekstur er víða vegna innlausnaríbúða og eru sveitarfélögin að greiða verulegar fjárhæðir úr sveitarsjóðum inn í húsnæðiskerfið. íbúðir í eigu sveitarfélaganna eru 2.700 sem er um 1/4 félags- legra íbúða í landinu. Tvær meginleiðir Tvær leiðir þóttu nefndinni koma til greina til að taka á rekstrarvanda kerfisins. Sú fyrri var að lækka lán nógu mikið til að vaxtakostnaður lækkaði verulega og þar með rekstrarkostnaður. Reiknilíkanið leiddi í ljós að mjög misjafnt var eftir sveitarfélögum hversu mik- ið lán þyrftu að lækka. Fór það eftir markaðsleigu á hverjum stað, lánasamsetningu o.fl. Ef þessi leið

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.