Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 59
Húsnæ&ismál 377 er farin þarf mikla ijármuni til lækkunar lána og erfitt að gera áætlun 34 ár fram í tímann um lækk- un lána hjá öllum þeim sveitarfélögum sem eiga við rekstrarerfiðleika vegna innlausnaríbúða að stríða. Viðmiðunin 34 ár er sá tími sem að meðal- tali er eftir hjá sveitarfélögum landsins af lánum í kerfinu. Hjá sumum er þessi tími lengri en öðrum styttri. Við nána skoðun á þessari aðferð, að lækka lán til að lækka rekstrarkostnað, komu í ljós ýmsir gallar á henni. Sérstaklega að verulega mikið íjár- magn þarf til að lækka öll þessi lán. Nefndin vill þó skoða núvirðislækkun þessara sömu lána. Hin leiðin og sú sem nefndin telur að eigi að fara er að gera upp reksturinn árlega í hverju sveitarfé- lagi í umsömdum hlutföllum milli sveitarfélaga og ríkis. Þessi aðferð krefst minni íjármuna í einu og í heild því alltaf er verið að selja einhverjar íbúðir út úr kerfinu með aðkomu varasjóðsins í samstarfi við það sveitarfélag sem selur og þar með batnar staðan í viðkomandi sveitarfélagi. Hvað er verið að gera núna í nefndinni? Nú er verið að vinna eftir þessari hugmynda- fræði, þ.e. að gera reksturinn upp árlega. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni hafa lagt til að árið 2001 verði lagt til viðmiðunar sem fyrsta uppgjörsárið skv. tillögum nefndarinnar. í það hefur verið vel tekið af öðrum nefhdarmönnum en taka verður fram að það er auðvitað ekki nefndarinnar sjálfrar að semja um í hvaða hlutfollum slíkt uppgjör verð- ur. Fulltrúar sveitarfélaga leggja áherslu á að það verði í hlutfollunum 90/10 þar sem ríkið/Varasjóð- ur viðbótarlána leggi til 90% á móti 10% sveitarfé- laganna. Hjá nefndinni er núna í vinnslu einfalt líkan þar sem hægt er að skrá grundvallarupplýsingar úr árs- reikningum og öðrum upplýsingum fyrir hvert sveitarfélag. Þar verður lögð áhersla á að sveitar- félögin geti fengið aðstoð vegna erfiðleika við að reka innlausnaríbúðir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sem dæmi um slík skilyrði er að færa verður allan kostnað og tekjur rétt hjá sveitarfélag- inu. Ef viðkomandi sveitarfélag greiðir niður húsa- leigu einhverra starfsstétta, s.s. kennara, verður að sýna það sem kostnað á viðkomandi deild en ekki í formi lægri leigutekna. Hið sama gildir um kostn- að vegna félagslegrar húsnæðisaðstoðar. Kostnaður verður einnig að vera marktækur og samanburðar- hæfur. Bundnar eru vonir við að þetta líkan verði tilbúið í janúar 2002 og hægt verði að gera saman- burð á sveitarfélögum í framhaldi af því. Niður- staða þess verður væntanlega sú að einhver sveitar- félög þurfa á rekstrarframlagi að halda. Hversu hátt það framlag verður byggist á því hversu mikið fjár- magn er til ráðstöfunar af hálfu sveitarfélaga og ríkis. Um það verða ríkisvaldið og Samband ís- lenskra sveitarfélaga að ná samningum. Nefndar hafa verið 100 milljónir á ári fyrstu árin meðan verið er að vinda ofan af mesta vandanum. Sú tala gæti verið nærri lagi en það kemur betur í ljós þeg- ar búið er að meta hvert og eitt sveitarfélag eftir þeirri aðferð sem hér segir frá. Tillögur nefndarinnar samandregnar 1. Stofnuð verði eignarhaldsfélög, hlutafélög í hverju sveitarfélagi í þeim tilgangi að afmarka rekstur innlausnaríbúðanna enn betur frá öðr- um rekstri sveitarfélagsins. 2. í stað þess að sveitarfélög beri kostnaðinn 100% komi rikið að fjármögnun. (Samningar milli ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.) Talan 100 milljónir frá ríkinu árlega hefur verið nefnd og kom fram í reikni- likani PWC. 3. Gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna auðra íbúða. í sumum tilfellum komi til greina að rifa hús hafi þau staðið auð mjög lengi og séu illa farin. Einnig komi til greina að selja slíkar íbúðir á lágu verði svo framarlega sem það hafi ekki skaðleg áhrif á fasteignamarkaðinn í viðkomandi sveitarfélagi. 4. Varasjóðnum verði breytt og hann fái frekara Qármagn til að koma að þessum málum. M.a. með auknu Qárframlagi frá ríkinu. 5. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna viðhalds húsnæðis. 6. Ekki er reiknað með að sveitarsjóðir fái inn- eign sína hjá húsnæðisnefndum endurgreidda með framlagi frá ríkinu. 7. Ríkið hækki ekki vexti lána sem hvíla á inn- lausnaríbúðum. 8. Sveigjanleiki í kerfinu verði aukinn svo sveit- arfélög eigi auðveldara með að selja þessar íbúðir, t.d. að hægt verði að taka aðrar eignir upp i og eiga viðskipti með íbúðirnar í líkingu við það sem gerist á almennum markaði. 9. Lögð er áhersla á að lögum verði breytt svo hægt verði að selja félagslegar leiguíbúðir inn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.