Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 62
Húsnæ&ismál Ibúðarhús Búseta við Klapparstíg í Reykjavík. Búseti hefur byggt 22 íbúðir við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. magnskostnaðar en fyrir árið 1998 var kostnaður- inn 4,9%. Skortur á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu er nýfundin tekjuaukningarleið sveitarfélaganna, í formi lóðauppboðs. Að bjóða út lóðir er í sjálfu sér sanngjörn leið til að deila út takmarkaðri auðlind. Byggingarverktakar þurfa einungis að gera sér grein fyrir því hvað markaðurinn þolir í lóðarverði. Á höfuðborgarsvæðinu voru verktakar að greiða fyrir 2-3 árum 550-700 þúsund krónur á íbúð að meðaltali fyrir lóðir undir fjölbýli. í dag er ekki óalgengt að greiða 1300-1500 þúsund fyrir hverja íbúð. í kjölfar breytinga á byggingarreglugerð árið 1998 má segja að íbúðir hafi stækkað um 15-20% að flatarmáli. Það voru gerðar auknar kröfur um lágmarks herbergjastærð, þvottahús í íbúðum o.fl. Þegar hver fermetri kostar fullbúinn 130-150 þús- und krónur þá er ljóst að fjögurra herbergja íbúð sem hefur stækkað vegna þessara breytinga um 12-15 m2 hefur hækkað um 1,5-2,2 milljónir. Það er því ljóst að meginhækkanir á íbúðum undanfarin misseri eru tilkomnar vegna stærri íbúða sem standa á dýrari lóðum. Hlutverk íbúdalánasjóðs Ef vextir á húsnæðislánum fara upp í markaðs- vexti hljóta menn að spyrja hvort ríkið ætti ekki að draga sig af þessum risalánamarkaði og láta öðrum fjármálafyrirtækjum það eftir að lána einstakling- um og félagasamtökum til íbúðakaupa. Það er skoðun undirritaðs að einfaldari vaxta- stefna væri að mörgu leyti ákjósanlegri og láta hús- næðisbætur koma einungis í gegnum skattakerfið. Það er hins vegar líka hægt að réttlæta niður- greidda vexti til almannasamtaka, er reka íbúðar- húsnæði, eins og Búseta. Ibúðalánasjóður ætti að vera í forystu með rann- sóknir á breytingum sem eiga sér stað í þjóðfélag- inu og kalla á breyttar áherslur í íbúðamálum landsmanna. Við höldum úti ríkisstofnun, Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins, sem hugar að ytra byrði húsa en það ætti líka að gefa notendun- um gaum. Hvað er æskilegt að húsnæði sé stórt, hvert herbergi? Ætti að vera skylda að vera með eldhús í hverri íbúð? Er ekki til hópur fólks sem hreinlega eldar ekki með hefðbundnum hætti held- ur þarf aðeins tengingu fyrir örbylgjuofn og góðan Lazy boy stól með matarhólfum? Hvernig er kjarnafjölskyldan að þróast? Um þessar mundir er staðreyndin sú að fjölskyldur eru almennt að minnka en íbúðir að stækka. Það er varla byggð tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ibúðalánasjóður ætti að rannsaka þessa hluti og vera til ráðgjafar fyrir leiðbeinandi byggingar- reglugerðir sveitarfélaganna. Byggingarreglugerðir ættu að vera leiðbeinandi en ekki sem heilög stað- reynd. Það á að treysta hönnuðum og verktökum til að framleiða vöru (íbúðir) sem selst og er í takt við það sem kaupendur vilja kaupa. Að banna fram- leiðslu á minni íbúðum í hágæðaflokki er eins og að skikka alla til að kaupa stóra bíla og banna fólki kaup á t.d. Toyotu Yaris! Fólk leggur misjafnar áherslur á stærð híbýla sinna og þótt það sé ofur eðlilegt að gera kröfur um öryggisþætti og skipu- lag þá ættu íbúðastærðir sem slíkar að vera undir kaupendum komnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.