Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 67

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 67
Húsnæðismál 385 Gert er ráð fyrir að íbúðir í öðrum og þriðja áfanga verði auglýstar fljótlega á árinu 2002 og að þær verði afhentar á árinu 2003. Á lóðinni verður einnig byggt sérstakt sameiginlegt hús til afnota fyrir Búmenn við Prestastíg. í þessu húsi verður 100 fm hæð með eldhúsi og wc ásamt sal. í kjall- ara verður 50 fm aðstaða fyrir t.d. húsvörð og tæki og tól sem tengjast lóð Búmanna. Afhending íbúöa í Bessastaöalireppi Um þessar mundir er verið að afhenda síðustu raðhúsaíbúðirnar við Suðurtún 1-35 í Bessastaða- hreppi. Byggðar voru samtals 18 íbúðir með bíl- skúr. Tíu íbúðir eru 120 fm og átta eru 90 fm. Bíl- skúr fylgir öllum íbúðunum. Byggingaráform Búmanna Grindavik Hafin er bygging 10 íbúða í fimm parhúsum í Grindavík. í fyrsta áfanga verða byggðar sex íbúðir við Skipastíg 2-12 til afhendingar á árinu 2002. Af þessum sex ibúðum verða ljórar 3ja herb. og tvær 2ja herb. í seinni áfanga verða byggðar ijórar íbúð- ir við Árnastíg 1-7 til afhendingar á árinu 2003. I þessum áfanga er gert ráð fyrir því að byggðar verði 3ja og 4ra herb. íbúðir. Hveragerói Gert er ráð fyrir að fljótlega á árinu 2002 verði auglýstar íbúðir í Hveragerði og í framhaldi af því verði hafin bygging átta parhúsaíbúða til afhend- ingar á árinu 2002. Búmenn hafa fengið úthlutað reit sem félagið hefur fengið að skipuleggja þar sem gert er ráð fyrir samtals 16 íbúðum. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði um 70 fm að stærð. Kirkjubœjarklaustur Búist er við því að hafin verði bygging tveggja íbúða af sex íbúðum í þremur parhúsum á Kirkju- bæjarklaustri eftir áramótin 2001-2002. Egilsstaðir Viðræður fara nú fram um byggingu tveggja íbúða í parhúsi á Egilsstöðum. Grœnlandsleið í Grafarholti Gert er ráð fyrir því að hafin verði bygging 16 íbúða í átta tvíbýlishúsum við Grænlandsleið í Grafarholti í Reykjavík vorið 2002 ásamt bíla- geymslu með 16 bílastæðum. íbúðirnar verða um 90 fm. Fyrir hvað standa Búmenn? 1. Valkost í húsnæðismálum þeirra sem eru 50 ára og eldri. Búseturéttarform sameinar kosti eign- ar- og leiguíbúða. Fólk kaupir sér 10% eða 30% búseturétt í íbúð og öðlast rétt til að vera í íbúð- inni án þess að eiga á hættu að verða sagt upp. 2. Það rólega umhverfi sem hópur 50 ára og eldri skapar. 3. Landsfélag þannig að félagsmenn geta farið á einfaldan hátt á milli landshluta. 4. Hentugt skipulag, í nálægð við þjónustu. 5. Vandaðar ibúðir á sanngjörnu verði. 6. íbúðir fyrir þá sem eru að minnka við sig, þ.e. af hentugum stærðum og litlum lóðum. 7. íbúðir með aðgengi fyrir alla/miðað er við að íbúar geti búið i íbúðunum eins lengi og kostur er. 8. Minni fjárbindingu, þ.e. 10-30% eiginfjár- mögnun. 9. Þjónustu við íbúana, þ.e. félagið heldur utan um rekstur íbúðanna. Félagið sendir íbúunum mán- aðarlega greiðsluseðil vegna þeirra gjalda sem falla mánaðarlega á íbúðina. Allt er innifalið í þessu mánaðarlega gjaldi nema rafmagnsnotkun íbúðarinnar sjálfrar skv. mæli. Eftirfarandi gjöld eru m.a. innifalin: • afborganir lána • fasteignagjöld • tryggingar • viðhaldssjóður • hússjóður (hiti á ibúð og rafmagn og hiti á sameign) • þjónustugjald til Búmanna. Stjórn Búmanna í stjórn Búmanna eiga sæti Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi, formaður, Steinunn Finnbogadóttir, fyrrv. borgarfulltrúi, varaformaður, Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Steinar Júlíusson feldskeri og Sigurður Steindór Pálsson, sem er gjaldkeri stjórnar félagsins. í varastjórn eiga sæti Pétur Jónsson varaborgar- fulltrúi, Úlfur Sigurmundsson hagfræðingur og Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrv. alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.