Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 71

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 71
Hafnamál 32. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga - haldinn í Fjarðabyggð 5. og 6. október Hafnasamband sveitarfélaga (HS) hélt 32. árs- fund sinn í Fjarðabyggð dagana 5.-6. október sl. Fundinn sátu liðlega 120 fulltrúar frá 42 höfnum víðs vegar af landinu. Meginviðfangsefni fundarins var að fjalla um samkeppnisstöðu sjóflutninga gagnvart landflutningum, frumvarp til nýrra hafna- laga sem unnið er að í samgönguráðuneytinu, sam- ræmda samgönguáætlun og fjárhag hafna. í setningarræðu Árna Þórs Sigurðssonar, for- manns HS, kom fram að hann telur mikilvægt að hafnirnar búi við jöfn samkeppnisskilyrði gagnvart vegakerfinu en athuganir bendi til að svo sé ekki nú. Þá lagði hann áherslu á að sambandið væri reiðubúið til að vinna að aukinni hagræðingu í rekstri hafna með skilgreiningu á þjónustusvæðum en benti á að skoða þyrfti í samhengi rekstrarum- hverfi hafnanna, samkeppnisstöðu þeirra, hina samræmdu samgönguáætlun og hlutverk hvers samgöngumáta um sig í flutninga- og samgöngu- kerfi landsmanna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarpaði fúndinn og gat þess m.a. í ræðu sinni að sam- keppnissjónarmið krefðust þess að samræmd gjald- skrá hafna yrði afnumin og kvað tíma hennar lið- inn. Einnig fluttu ávörp Guðmundur Bjamason, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, og gerði grein fyrir ætl- uðum áhrifum álvers á rekstur hafnarsjóðs sveitar- félagsins og Wollert Krohn-Hansen, formaður norska hafnasambandsins, sem flutti fúndinum kveðjur þess. Framsöguerindi Umhverfisstefna hafna Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hafnar- ijarðarhafnar, og Jón A. Ingólfsson, forstöðumaður hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar, og fulltrúar í umhverfisnefnd HS, ræddu umhverfisstefnu hafna og mikilvægi þess að þær sýni gott fordæmi. Már fjallaði um „óreiðuskip“ í höfnum og kvað könnun hafa leitt í ljós að þau væru 158 að tölu í höfnum landsins. Hann kvað mikla hættu á mengun frá þessum skipum og að þau verði skjól heimilis- lausra. Jón kvað nauðsynlegt að gera áætlun um móttöku úrgangs frá skipum á hafnarsvæðum. Nefnd voru dæmi um lausnir í sorpmálum hafna. Samræmd samgönguáætlun Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofn- unar, gerði grein fyrir vinnu við samræmda sam- gönguáætlun og hafnaáætlun sem nú er í vinnslu og á að vera til tólf ára, 2003-2014, og er skipt í þrjú fjögurra ára tímabil. Áætlunin nær yfir vega- mál, hafnamál og loftsamgöngur og markmið hennar er m.a. að vera hvatning til samnýtingar og samspils þessara þátta og að auka hagkvæmni og öryggi i samgöngumálum. Jafnframt gerði hann grein fyrir nýrri hafnaáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og nær til íjögurra ára, 2001-2004. Frá ársfundinum sem haldinn var í Egilsbúð í Neskaupstað. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ljósm. Kristín Ágústsdóttir.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.