Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 73

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 73
Hafnamál 391 Frá fundi stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga. Á myndinni eru, i fremri röð, talið frá vinstri, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Þór Sig- urðsson, formaður hafnasambandsins, og Ragnheiður Hákonardóttir, í aftari röð standandi Birgir U. Blöndal, starfsmaður HS, Brynjar Pálsson, Þráinn Gunnarsson, hafnarnefndarmaður á Húsavík, varamaður Björns Magnússonar, Ólafur M. Kristinsson og Gísli Gísla- son. Ari Jónsson, formaður hafnarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, hafði boðað forföll. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon. afgerandi hœtti. Arsfundurinn beinirþvi jafnframt til samgönguráðherra að hann hafi niðurstöður þeirrar vinnu til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar um gjaldtökur í samgöngumálum. Arsfundurinn bendir sérstaklega á það hagrœna sjónarmið að þegar aðilar á markaði valda kostn- aði við notkun gæða, sem ekki er borinn af þeim sjálfum, er til staðar sú hœtta að gœðin séu of- notuð. Sameiginleg umhverfisstefna Að tillögu umhverfisnefndar var samþykkt að hafnir landsins taki upp sameiginlega umhverfis- stefnu. Stjórn hafnasambandsins var falið að koma í framvæmd þeim hugmyndum sem kynntar voru um það efni. Taldi fundurinn mikilvægt að í þeirri vinnu verði lögð áhersla á gott og vandað kynning- arstarf gagnvart eigendum, starfsfólki og notendum hafnanna svo og almenningi í landinu. Arsfundur- inn hvetur til þess að vandað verði til verksins og því lokið fyrir næsta ársfund hafnasambandsins. Jafnframt var samþykkt að beina því til stjórnar hafnasambandsins að kanna möguleika á samstarfi við spilliefnanefnd um staðlaða framleiðslu á mót- tökustöðvum fyrir úrgangsolíu og aðrar olíublautar vörur og umbúðir í samræmi við það sem Reykja- víkurhöfn hefur gert. Hafnir sameinist Að tillögu hafnalaganefndar samþykkti fundur- inn að stuðlað verði að frekari samvinnu hafna með stofnun hafnasamlaga og/eða samruna sveitar- félaga þar sem það er mögulegt vegna landfræði- legra aðstæðna og telur mikilvægt að í samgöngu- áætlun og hafnalögum verði settur fram hvati af hendi ríkisvaldsins til þess að stuðla að framgangi þess. Taka þurfi sérstakt tillit til hafna sem búa við erfiðar eða landfræðilegar aðstæður eða þar sem vegakerfið býður ekki upp á samtengingu þeirra. Höfnunum tryggðar tekjur Hafnalaganefnd lagði einnig fram tillögu að ályktun þar sem lögð er áhersla á að ný hafnalög taki mið af breyttu starfsumhverfi hafna, þær séu skilgreindar sem hluti af samgöngukerfi landsins og þar af leiðandi séu á þær lagðar rniklar skyldur.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.