Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 79

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 79
Kosningar Fulltrúar í undirkjörstjórn vlð störf á kjördegi. Þeir kanna hvort nafn kjósanda standi á kjörskrá og hvort hann hafi þegar neytt atkvæðisréttar áður en honum er afhent kjörkort. Kosningin var alfarið rafræn, þ.e. bæði var um að ræða raf- ræna kjörskrá svo og kosninguna sjálfa. Spurt var tveggja spurn- inga og þriðji valmöguleikinn var: Tek ekki afstöðu. Umgjörðin var þannig mjög ólík sveitar- stjórnar- eða alþingiskosningum. Þar getur kjósandi, auk þess að velja listabókstaf, gert breytingar á nöfnum 30 eða 36 frambjóð- enda, sé miðað við Reykjavík. I forsetakosningum er á hinn bóg- inn valið milli tveggja eða fleiri frambjóðenda og kosningar- athöfnin því einfaldari í fram- kvæmd og samsvarar þannig frekar tilrauninni í Reykjavík. Við atkvæðagreiðsluna 17. mars var fylgt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 eftir því sem við gat átt. Á grundvelli heimildar 6. mgr. 104 gr. sveitarstjórnarlaga lagði yfirkjörstjórn fyrir borgarráð yfirlit yfir þau ákvæði laganna, sem ekki áttu við rafrænar kosn- ingar. Var hér um að ræða ákvæði um framboð og umboðsmenn, kjörgögn, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar að hluta svo og 9. kafla laganna um at- kvæðagreiðslu á kjörfundi, sem að stórum hluta var vikið frá. Þá má nefna ákvæði um talningu, kostnað og úrslit o.fl. Þannig er ljóst að víkja þurfti frá lögum um sveitarstjórnarkosningar í veiga- miklum atriðum til þess að rafræn atkvæðagreiðsla gæti rúmast innan þeirra. Bent skal á að öryggi var vel tryggt, þar sem borgin hafði yfir að ráða eigin lokuðu kosninga- neti, þ.e. skólanetinu. Viðbúnaður var að sjálfsögðu mun minni í at- kvæðagreiðslunni 17. mars en í hefðbundnum kosningum. Kjörstaðir voru fimm í stað níu miðað við síðustu alþingiskosningar og kjördeildir 50 í stað 100. Kjörskrá 2001 Kjörskrá var lögð fram almenningi til sýnis 10 dögum fyrir kjördag í samræmi við lögin. Lá hún bæði frammi í Ráðhúsinu og var einnig birt á Net- inu. Var þar stuðst við 9. gr. kosningalaga, þar sem segir að kjörskrá skuli vera til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað. Netið þótti því hentugur vettvangur og ekki síst m.t.t. þess að réttur til athugasemda vegna kjörskrár er almennur, þ.e. actio popularis. Þannig væri það þáttur í bættri þjónustu við kjósendur að kjörskráin skyldi birt með þeim hætti sem gert var. Haft var samráð við Persónuvernd hvað varðar birtingu kjörskrár á Netipu og samþykkti hún það eða gerði a.m.k. ekki athugasemdir. Spyrja má hvort nokkuð sé því til fýrirstöðu að kjörskrá verði eftirleiðis birt á Netinu, óháð kosningafýrirkomulagi. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Ákveðið var að fara skyldi fram atkvæðagreiðsla utan kjörfundar; var hún alfarið á vegum Reykja- vikurborgar. Sýslumenn, sendiráð og ræðismenn komu þar ekki að. Atkvæði utan kjörfundar urðu 9,8%. Meðferð greiddra atkvæða utan kjörfundar varð ekki við komið úti í kjördeildum, eins og venja er til. Þó svo að úrslit atkvæða á kjörfundi hefðu getað legið fýrir þegar eftir lokun kjörstaða var meðferð utankjörfundaratkvæða þannig öll eftir. Úrslit gátu þannig ekki legið fýrir þegar að loknum kjörfúndi miðað við núverandi fýrirkomu- lag, en það heyrist stundum sem helstu rök fyrir rafrænni kosningu að úrslit liggi fýrir þegar að kjörfundi loknum. Úr þessu má reyndar bæta að nokkru með tæknilegum breytingum. Atkvæðagreiðsla á kjörfundi 2001 Fullyrða má að sá þáttur kosningarinnar sem veit að rafrænni kjörskrá hafi gefist vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.