Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 81

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 81
Kosningar Hvað næst? í upphafi var spurt hvort rök séu fyrir breytingu frá hefðbund- inni framkvæmd við kosningar, með tilvísun til góðrar kosninga- þátttöku og hvort ekki sé óþarfa áhætta tekin með breytingum á kosningakerfum meðan svo er. Valkostirnir eru þessir: 1. Rafræn kjörskrá 2. Rafræn kosning alfarið 3. Óbreytt fyrirkomulag Verður nú vikið að kostum og göllum þessara leiða: 1. Rafræn kjörskrá Kostur við rafræna kjörskrá er fyrst og fremst að kjósendur eru ekki bundnir við að kjósa í fyrirfram ákveðinni kjördeild á tilteknum kjörstað, heldur geta þeir kosið hvar sem er á kjörstöðum í sveitar- félaginu eða kjördæminu. Þá er rafræn kjörskrá um margt öruggari og villuhætta minni, ef rétt er á málum haldið. Afsali kosningarréttar í einni kjör- deild til að geta kosið í annarri verður óþarft, en í því er fólgin viss villuhætta. Á móti kemur aukinn kostnaður. Ég tel engu að síður rétt að stefnt verði að rafrænni kjörskrá og sveitarfélögum verði gef- inn kostur á að taka upp þá tilhögun, enda verði ör- yggismálum á hverjum stað fullnægt, þannig gæti hvert sveitarfélag valið um aðferð að öllum skil- yrðum fullnægðum. Með aukinni þróun rafvæð- ingar á flestum sviðum er óeðlilegt að ætla annað en að sú tækni nái einnig til kosninga. í Reykjavík kallar þessi tilhögun á um 200 tölvur umfram þær sem þegar eru notaðar. Ætla verður að kostnaður fari minnkandi þegar fram í sækir og æskilegt er að þráðurinn verði ekki slitinn miðað við þau skref sem stigin voru í atkvæðagreiðslunni um flugvöll- inn í mars 2001. Þá gefur rafræn kjörskrá möguleika á margs konar úrvinnslu sem nú er ekki fyrir hendi, svo sem aldurssamsetningu kjósenda, hvaðan kjós- endur koma, t.d. frá hvaða hlutum sveitarfélagsins eða hverfum eftir póstnúmerum og ýmsar fleiri þjóðfélagslegar upplýsingar. 2. Rafræn kosning alfarið Hvað varðar rafræna kosningu alfarið tel ég lengra í land með að hún líti dagsins ljós m.v. það öryggi sem krefjast verður. Breytingar á nafnaröð frambjóðenda eða útstrikanir á kjörseðli gætu reynst flóknar og ekki verður horft fram hjá við- bótarkostnaði sem ætla má að í fyrstu nemi tvö- faldri upphæð hefðbundinna kosninga. í Reykjavík mundi slík kosning útheimta rúmlega 500 viðbót- artölvur umfram hefðbundna framkvæmd. Ég tel á hinn bóginn mikilvægt að haldið verði áfram fram- þróun í sambandi við rafræna kosningu alfarið og æskilegt væri að gefa einhverjum sveitarfélögum kost á að gera slíka tilraun í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Lagaumhverfi - niðurstaða Fyrr var vikið að veigamiklum breytingum sem þarf að gera á kosningalögum, ef kjósa skal raf- rænt. Rafræn kosning útheimtir mun rneiri undir- búningsvinnu en hefðbundnar kosningar og nú er tíminn orðinn það naumur að ég tel að nú þegar þurfi að huga að öryggismálum og útboðsmálum ef viðhafa skal rafræna kosningu. Nú virðist á hinn bóginn að pólitískan vilja skorti til endurskoðunar laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 hvað varðar heimildar- ákvæði til rafrænnar kosningar, bæði hvað varðar kjörskrá og rafræna kosningu. Sú þróun sem hafin var með flugvallarkosningunni í Reykjavík yrði þannig stöðvuð. Ekki kann ég að skýra það ef stöðva á þannig eðlilega framþróun í þessum efnum, en leyfi mér þó vissar vangaveltur. Kjósendur á kjörstað. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kjartan Magnússon borgarfull- trúi, Páll Hannesson, verkefnisstjóri í gagnamálum á þróunarsviði borgarinnar, Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, Ragnheiður Þórðardóttir og Magnús Hjálmarsson. Myndirnar með greininni tók Unnar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.