Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 84

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 84
402 Tæknimál Myndin er úr Hofsstaðaskóla og var tekin þegar Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra var boðið að koma í skólann og kynna sér þær nýjungar sem um er fjallað í greininni. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Elísabet Benónýsdóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni í Hofsstaðaskóla, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Ragnheiður Stephensen, kennari í Hofsstaða- skóla, og Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri í Álftanes- skóla, en hann var grunnskólafulltrúi í Garðabæ á sl. ári. Á myndinni eru einnig nokkrir nemenda Hofsstaðaskóla. Gerð var greining á þörfurn skólanna og rætt við kennara til að sjá hvaða væntingar þeir hefðu til notkunar tölva í kennslustarfi. Niðurstaðan varð óhefðbundin leið við lausn þessa verkefnis. Hún var sú að færa tölvubúnaðinn til nemenda í stað þess að færa nemendur að tölvu- búnaðinum. Hingað til hafa skólarnir búið til tölvustofur eða tölvuver og eru eitt eða fleiri slík ver í hverjum skóla. Þetta takmarkar nýtingu tölvanna við kennslu í öðrum greinum en tölvunámi. í þessum tölvustofum er að jafnaði ekki pláss fyrir skóla- bækur á borðum og rúm fyrir kennsluefni er mjög lítið. Þær henta því illa til kennslu í líffræði eða sagnfræði, svo einhver dæmi séu nefnd. I lausninni fólst að búnar voru til færanlegar tölvueyjar. Hver eyja samanstendur af vagni, 12 fistölvum með hleðslutækjum og prentara. Eyj- arnar eru svo keyrðar í þá stofu þar sem nemend- urnir eru í hvert skipti. Til að nýta þennan búnað þurfti að setja upp þráðlaust netkerfi í Garðaskóla og þannig eru tölv- urnar alltaf nettengdar hvar sem er á skólalóðinni. í Hofsstaðaskóla var ekki um að ræða að setja upp þráðlaust staðarnet. Á hinn bóginn var þar valin sú leið að nýta netkerfi sem fyrir var í skólanum þannig að tölvueyjan er tengd í veggtengil og fis- tölvurnar tengjast henni svo þráðlaust. Með þessu móti er hægt að bregðast við spurning- um sem koma upp í kennslustundum með því að láta nemendur hafa tölvur og leita svara á Netinu. Þannig eru kennarar ekki bundnir af því að tölvu- stofur séu lausar og skólarnir geta nýtt stofurnar betur. Þetta fyrirkomulag hentar einnig vel þar sem skólar glíma iðulega við nokkurn húsnæðisvanda. En það sem auðvitað er mikilvægast er að nem- endur venjast á að að sækja sér tölvu og nota hana sem vinnutæki þegar þörf krefur, tölvulæsi eykst og tölvuhræðsla hverfur. Frumkvöðull á íslandi og víðar Nýlega gerðu Garðabær og Námsgagnastofnun með sér samning þess efnis að grunnskólar Garða- bæjar sjái um prófanir á nýjum kennsluhugbúnaði. Grundvöllur þess að Garðabær fái að koma að svona nýsköpun er einmitt það hversu framsækið bæjarfélagið er í innleiðingu upplýsingatækninnar. Garðabær er frumkvöðull á íslandi í notkun tölvueyja í skólum. Þessi lausn hefur verið notuð erlendis og þótt tíðindum sæta. Þannig má til gam- ans geta að í nýlegu tölublaði af viðskiptablaðinu BusinessWeek var umfjöllun um Don Hall, fram- kvæmdastjóra upplýsingatæknimála í Kent skólaumdæminu suður af Seattle í Bandaríkjunum. I viðtalinu segir Hall frá því að hann hafi sett upp tölvueyjar í skólunum hjá sér. Þær virðast vera sambærilegar við tölvueyjarnar í Garðabæ nema að Hall setti upp 1.000 fisvélar og reiknar með að setja upp 3.000 í viðbót. Tölvufjöldinn í Garðabæ er augljóslega eitthvað minni en ljóst er að Garða- bær hefur skipað sér í flokk framsækinna bæjarfé- laga víðar en á íslandi. Endurnýjun á tölvubúnaði fyrir bæjar- skrifstofur Garðabæjar Lokaáfangi verkefnisins fólst síðan í endurmati og endurskipulagningu á rekstrarumhverfi tölvu- kerfa bæjarskrifstofa Garðabæjar. Netþjónar, netbúnaður og stýrikerfi bæjarskrif- stofanna voru endurnýjuð að hluta eða öllu leyti í samráði við starfsmenn bæjarins. Einnig var gerður samanburður og úttekt á hag- kvæmni þess að bæjarskrifstofurnar sæju sjálfar um rekstur kerfisins eða að þriðji aðili yrði fenginn til að hýsa það. Eftir forkönnun var ákveðið að efna til útboðs sem skiptist í tvennt; annars vegar var boðinn út rekstur á miðlægum búnaði og hins vegar þjónusta við notendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.