Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 89

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 89
Erlend samskipti Nýlegt fjölbýlishús í Finnlandi. NBD á íslandi 2005 Nú hefur verið ákveðið að næstu NBD-dagar á íslandi verði árið 2005. Vinnuheiti ráðstefnunar og sýningar er Heilsu- landið ísland, heilsusamleg byggingarefni, bygg- ingar og hvernig gerum við hið byggða umhverfi bæði mannlegt og heilnæmt. Þessari hugmynd hefur verið afar vel tekið af öðrum stjórnarmönnum, fulltrúum annarra Norður- landa. Við íslendingar höfum upp á svo margt að bjóða sem aðrar þjóðir hafa ekki, hreina vatnsorku, raforku og mörg náttúruundur sem við íslendingar höfum virkjað í tengslum við heilnæmt mannlíf eins og allar okkar sundlaugar, heita potta, gufu- böð, heilsuræktarstöðvar og ekki sist Bláa lónið sem hefúr vakið heimsathygli. Hin víðfræga nátt- úra íslands með Geysi, Gullfoss og Þingvelli og saga þjóðarinnar sem er nátengd náttúru landsins eru þar í öndvegi. Allar frekari upplýsingar veitir undirritaður: Ólafur Jensson, Skúlagötu 40 - 804, 101 Reykjavík. Símar: 561 9036 - 894 6456 Bréfsími: 561 9037 Netfang: olijens@isl.is Starfshópur kannar áhrif EES-samningsins á sveitarfélög Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót starfshópi til þess að kanna áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög. Starfshópurinn skal fylgjast með þróun löggjafar innan ESB, sem snertir málefni sveitar- og héraðs- stjórna og kemur til með að falla undir ákvæði EES-samningsins og gera stjórnvöldum grein fyrir afleiðingum hennar fyrir íslensk sveitarfélög. Jafn- framt er starfshópnum ætlað að fylgjast með því sem er að gerast á sviði sveitar- og héraðsstjórnar- mála hjá Evrópusambandinu og gera stjórnvöldum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga grein fyrir því. í starfshópnum á sæti fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytis- ins, auk utanríkisráðuneytisins sem hefur skipað Björgvin Guðmundsson, sendifulltrúa í ráðuneyt- inu, formann starfshópsins. Af hálfu sambandsins hefúr Anna G. Björns- dóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs þess, verið tilnefnd í starfshópinn en EES-mál falla undir það svið.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.