Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 90

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 90
408 Erlend samskipti Norræn skólamálaráðstefha í Bergen 11.-14. apríl Norrœna skólaleiðin - göngustígur eða hraðbraut? Á síðasta ári var í Vasa í Finnlandi haldin norræn skólamálaráðstefna undir yfiskriftinni Skólinn í brennideplí. Hana sóttu sjö íslenskir þátttakendur, þar á meðal Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri sem var meðal frummælenda. Nú hefur verið ákveðið að slík skóla- málaráðstefna verði haldin árlega og verður sú næsta haldin í Bergen dagana 11.-14. apríl nk. undir yfirskriftinni Norræna skólaleiðin: Hvað höldum við? Hvað viljum við? Hvað gerum við? Heiti fyrirlestra er m.a. Litla barnið í stóra skólanum - og öfugt, Norræna skólaleiðin - göngustígur eða hrað- braut? Hver á að stjórna hverju í skólanum, ríki eða sveitarfélag? Er til sameiginlegt norrænt gildis mat? Einnig verður fjallað um Sókrates-mennta- áætlun Evrópusambandsins. Yfirskrift umræðuhópa er m.a. Hin langa skóla- ganga - símenntun, Skólabyggingar og uppeldis- Un SAS Fto/a Kyej 11 13 .Tp«l2002 stefna, Uppeldi fyrir framtíðina, Gæði í einkaskóla og skóla sveitarfélags, hvernig náum við markmið- unum? Ráða börnin við skólann - ræður skólinn við börnin? og Hinn sveigjanlegi skóli. Einnig verður kynntur tilraunaskóli. Pallborðs- umræður verða undir yfirskriftinni Hvað ætla sveitarfélögin á Norður- löndum að gera til að ná markmiðum sínum með skólanum? Þátttökugjald er 3.400 norskar krónur eða um 40 þús. ísl. krónur. Gisting kostar um 10 þús. kr. hver nótt og far- gjald til Bergen og til baka um 62 þús. krónur. Þátttakendum gefst kostur á að taka þátt í skoð- unarferðum um Bergen svo og skipulagðri göngu- ferð um bæinn með viðkomu í skólasafni Björg- vinjar. Dagskrá ráðstefnunnar er á heimasíðu sambands- ins, www.samband.is. Jönköping biður um vinabæ Deild Norræna félagsins í Jönköping í Svíþjóð hefur leitað til vinabæjanefndar Norræna félagsins með beiðni um að reynt verði að finna Jönköping vinabæ á Islandi. Bærinn Jönköping er í vinabæja- keðju með Svendborg í Danmörku, Bodö í Noregi og Kuopio í Finnlandi og vill fá sveitarfélag á ís- landi með í keðjuna. Jönköping er í Smálöndum við suðurenda Váttern, mitt á milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar, og telur 150 þúsund íbúa með úthverfum. Bærinn var á árum áður kunnur fyrir eldspýtnaframleiðslu og nú fyrir smáiðnað og sem skólabær. Þar er vaxandi háskóli þar sem eru í samstarfi fjórir skólar, verslunarháskóli, kennara- háskóli, verkfræðiháskóli og hjúkrunarháskóli, og áhersla lögð á að veita viðtöku skiptinemum og að greiða götu þeirra. Boðin er aðstoð við að útvega námsmanni húsnæði og námslán/laun á sænskum kjörum. Þar eru nægilega margir íslendingar til þess að unnt sé að halda uppi félagslifi. Milligöngu um þessa beiðni hafði Margrét Hann- esdóttur Borg, sem á sæti í stjórn deildar Norræna félagsins í Jönköping. Heimilisfang hennar er Söderásvágen 11, 56230 Norrahammar. Einnig veitir Esther Sigurðardóttir á skrifstofu Norræna félagsins í Reykjavík, síma 551 0165, nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.