Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 91

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 91
Erlend samskipti Norræna sveitarstjómarráðsteíhan í Esbo í Finnlandi 5.-7. maí Norræna sveitarstjómarráð- stefnan 2002 verður haldin í menningarmiðstöðinni í Esbo, útborg Helsinki, dagana 5.-7. maí 2002, eins og sagt var frá í 2. tölublaði. Meginumræðuefni ráðstefn- unnar verða tvö. Annars vegar mönnun stofnana sveitarfé- laganna, einkum þjónustu- stofnana, s.s. leikskóla, dvalarheimila og hjúkrun- arheimila aldraðra, og hins vegar upplýsingatæknin. Um fyrra dagskrárefnið starfa Qórir umræðuhópar, í þeim fyrsta verður rætt hvemig unnt sé að fá fólk til starfa á umönnunarstofn- unum og hvernig hægt sé að halda því. I öðrum verður leitað svara við því hvernig unnt sé að gera þessar stofnanir meira aðlaðandi sem vinnustaði og horft til ungs fólks og þeirra sem látið hafa af starfi sökum aldurs. Rædd verður starfs- mannastefna og vinnustaða- lýðræði í því sambandi. í þeim þriðja verður rætt um breytta stjómunarhætti og í fjórða hvaða áhrif vinnu- aflsskorturinn hafi á starfsemi sveitarfélaganna. Hvernig geta þjónustustofnanir sveitarfélag- anna staðist samkeppni einka- rekstursins? Allt eru þetta spurn- ingar sem virðast áleitnar hvar- vetna á Norðurlöndunum. Um síðara umræðuefnið fjalla þrir umræðuhópar. í þeim fyrsta verður rætt hvaða áhrif nýja upplýsingatæknin hafi á þjón- ustu sveitarfélaganna, samskipti við íbúana og þróun lýðræðis, í öðrum hópnum um rafræna sam- skiptahætti og sjálfsafgreiðslu íbúanna og í þeim þriðja um uppbyggingu breiðbandskerfis og notkun þess. Kynnt verður hvernig Esbobær hagnýtir nýjungar í upplýsingatækninni og heimsóttir verða tæknigarðar þar sem 30 þús. manns starfa. I Esbo eru um 500 alþjóðleg fyrir- tæki, þar á meðal Nokia. Þátttakendum gefst kostur á kynnisferð i Noux-þjóðgarðinn og í Hagalund þar sem eru mörg söfn. Þátttökugjald á ráðstefnunni verður 380 evrur eða um 42.500 ísl. krónur, gisting kostar um 10 þús. ísl. krónur sól- arhringurinn á mann og flugfargjald til Helsingfors og til baka kostar frá 40 til 65 þús. krónur eftir því hvernig og hvenær ferðast er. Finnska sveitarfélaga- sambandið sér um undir- búning og framkvæmd ráð- stefnunnar í samstarfi við bæjarfélagið Esbo og önnur sveitarfélagasambönd á Norðurlöndum, þar á meðal Samband íslenskra sveitar- félaga. Norræna sveitarstjórnar- ráðstefnan er haldin annað hvert ár. Ráðstefnan í Finn- landi er sú níunda í röðinni. Sú tíunda verður haldin hér á landi árið 2004. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru fáanlegar á skrifstofu sambandsins. Dagskrá hennar er einnig að finna á heimasíðu sambandsins, www.samband.is. Þátttaka tilkynnist skrifstofu sambandsins eigi síðar en 6. mars.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.