Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 93

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 93
Fjármál Sérstöku aukaframlagi úthlutað Félagsmálaráðuneytið hefur ráðstafað til sveitar- félaga því sérstaka aukaframlagi sem Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga fékk á árinu 2001. Var það gert í samræmi við reglur ráðuneytisins sem settar voru hinn 29. október sl. í samráði við sambandið. Framlagið skiptist þannig að 280 millj. kr. er varið til þjónustuframlaga á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 44/1999, 350 millj. kr. er varið til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði á árunum 1999, 2000 og 2001 og 70 millj. kr. er varið til að auka tekjujöfnun sveitarfélaga á árinu 2001 á grundvelli 11. greinar reglugerðarinnar. Aukaframlögin koma í hlut 110 af 122 sveitarfé- lögum, þar af hlutu 56 sveitarfélög fólksfækkunar- framlög. Er það nokkur fækkun frá fyrri árum en á árinu 1999 hlutu 67 sveitarfélög slíkt framlag og 66 á árinu 2000. Hæstu framlög undir þeim lið hlutu Vesturbyggð, ísaljarðarbær, Sigluljarðarkaup- staður, Raufarhöfn, Fjarðabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær. Hafa ber þó í huga að þessi sveitarfélög eru af misjafnri stærð þannig að hlutfallsleg fólksfækkun hefur verið mjög mismunandi hjá þessum sveitarfélögum. Hæstu framlög samtals hlutu ísaljarðarbær 59,5 millj. kr., Fjarðabyggð 43,5 millj. kr., Sveitarfé- lagið HornaQörður 31,1 millj. kr., Akureyrarkaup- staður 28,8 millj. kr., Vestmannaeyjabær 26,1 millj. kr., Vesturbyggð 24,6 millj. kr., Sveitarfélagið Skagaljörður 23,5 millj. kr., Siglufjarðarkaupstaður 20,7 millj. kr. og Dalvíkurbyggð 20,1 millj. kr. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra fá samtals 149 millj. kr., sveitarfélög á Austurlandi 141 millj. kr., sveitarfélög á Vestfjörðum 131 millj. kr. og sveitar- félög á Norðurlandi vestra og Suðurlandi um 89 milljónir hvor um sig. Að óbreyttu mun það vera í síðasta sinn á árinu 2001 sem sérstöku aukaframlagi er úthlutað á þann hátt sem hér hefur verið lýst að ofan. Hótel Flúóir Hótel Rangá Hotel Loftleiðir Hótel Esja jji ICELANDAIR. HOTELS Upplýsingar og bókanir í síma S0 50 910 • www.icehotel.is • icehotel@icehotel.i<

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.