Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 94

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 94
Frá stjórn sambandsins Sviðsstjórar þróunarsviðs rekstrar- og útgáfiisviðs Á fundi stjórnar sambandsins hinn 21. júní voru ráðnir til sam- bandsins tveir nýir starfsmenn, Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs, og Magnús Karel Hannesson, sviðs- stjóri rekstrar- og útgáfusviðs. Jafnframt var sett á stofn hag- og upplýsingasvið og er sviðsstjóri þess Gunnlaugur Júlíusson, sem áður var forstöðumaður hag- deildar sambandsins, og lög- fræði- og kjarasvið og er sviðs- stjóri þess Sigurður Óli Kol- beinsson, sem áður var forstöðu- maður lögfræðideildar sam- bandsins. Breyting þessi var gerð í sam- ræmi við nýtt starfsskipulag sambandsins sem kynnt er á vef- síðu þess, www.samband.is Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs Anna Guðrún Björnsdóttir tók til starfa sem sviðsstjóri þróunar- sviðs sambandsins 1. október sl. Hún er fædd 15. september 1956. Foreldrar hennar eru Kristjana Bjarnadóttir sem lést 1990 og Björn Tryggvason, fv. aðstoðarbankastjóri i Seðlabanka íslands. Anna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976, stundaði nám við Norræna lýðháskólann í Biskops-Arnö 1979 og lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla íslands 1982. Hún var í náms- dvöl í lagadeild danska dóms- málaráðuneytisins í sex mánuði á árinu 1992 og lauk 15 eininga námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands 1999. Anna starfaði sem lögfræð- ingur í sjúkra- og slysatrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkis- ins frá 1982-1984 og var fulltrúi á lögmannstofú Sigurgeirs Sig- urjónssonar hrl. frá 1984-1985. Hún var fúlltrúi í siijalagadeild dóms- og kirkjumálaráðuneytisins Anna Guðrún Björnsdóttir. Magnús Karel Hannesson. Og frá 1986-1989, ritari siljalaga- nefndar frá 1988-1992, átti sæti í sérfræðinganefnd Evrópuráðs- ins um siijarétt frá 1987-1993 og var kjörin í vinnuhóp nefnd- arinnar árið 1992. Anna var skipuð deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1989 og gegndi því starfi til loka árs 1993. Sett sýslumaður á Hólma- vík 1.-31. júlí 1993. Árin 1989-1992 hafði hún umsjón með kirkjumálum í ráðuneytinu og árið 1993 vann hún að mál- efnum embætta sýslumanna og héraðsdómstóla. Auk þess undir- bjó hún á þessum árum fullgild- ingu ýmissa alþjóðasamninga sem snerta málaflokka dóms- málaráðuneytisins, svo sem samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Anna var skipuð deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu í lok árs 1993 og gegndi því starfi til haustsins 1996. I félagsmálaráðuneytinu vann hún að lögfræðilegum álits- gerðum, lagafrumvörpum og reglugerðum sem snerta flesta málaflokka ráðuneytisins. Hún var starfsmaður verkefnisstjómar um reynslusveitarfélög frá upp- hafi þar til hún lét af störfum í ráðuneytinu haustið 1996. Hún var ráðin bæjarritari og forstöðu- maður fjármála- og stjórnsýslu- sviðs Mosfellsbæjar og gegndi því starfi þar til hún tók við starfi sviðsstjóra þróunarsviðs sambandsins 1. október sl. Eiginmaður Önnu er Halldór Gislason, arkitekt og forseti hönnunardeildar Listaháskóla ís-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.