Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 96

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 96
414 Bækur og rit Frá skóla til atvinnulífs Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gefið út ritið Frá skóla til atvinnlífs eftir Gerði G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra Rey kj avíkurborgar. Á bakhlið ritsins segir svo um ritið: Hversu arðbært er það að stunda nám í framhaldsskóla? Hvaða gildi hefur stúdentspróf í samanburði við starfsmenntun frá sjónarmiði einstaklinga og fyrirtækja? Eftir hvaða færni sækjast atvinnurekendur helst hjá ungum umsækjendum um starf? Menntun, arðsemi menntunar og mannauður eru í brennidepli í samfélagsumræðu nútímans. Um áratugaskeið hefur verið rætt um mikilvægi þess að auka starfs- menntun hér á landi og á síðustu árum hefur brottfall nemenda úr framhaldsskóla valdið mönnum áhyggjum. Þessi umræða hefur þó ekki stuðst við niðurstöður rannsókna nema að litlu leyti, enda eru athuganir á tengslum menntunar og starfs fáar á ís- landi. Með þeim rannsóknum sem kynntar eru i þessari bók er reynt að bæta úr því. I bókinni eru tengsl menntunar og starfs skoðuð með hliðsjón af arðsemi menntunar fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Leitað er svara við spurningum um tengsl menntunar við ýmsa þætti þegar út í atvinnulífið er komið, svo sem laun, kröfur um færni og forgangsröðun umsækjenda við ráðningar. Auk þess er fjallað um væntingar nemenda við lok skyldunáms til náms og starfa, kynjamun og þjálfun í almenn- um starfsfærniþáttum i skóla. Gerður G. Óskarsdóttir lauk doktorsprófi i menntunarfræði frá Kaliforniuháskóla í Berkeley í Kaliforníu árið 1994. Hún var kennari og skólastjóri um árabil á grunnskóla- og framhalds- skólastigi, síðar kennslustjóri í kennslufræði við Háskóla Is- lands, en gegnir nú embætti fræðslustjóra Reykjavíkur. Bókin kostar 1980 krónur og fæst m.a. í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík. Vandamál eru bara verðug verkefni EJS er viðurkenndur „Cisco Premier Partner" sem er trygging þín fyrir háu þekkingar- og þjónustustigi þegar kemur að lausnum í nettengingum og netöryggi. í nútímarekstri fyrirtækja skiptir netkerfið sköpum. Það þarf að vera vel skipulagt og tryggja skilvirkni og öruggt upplýsingaflæði bæði innan og utan fyrirtækisins. EJS býður þjónustu í hæsta gæðaflokki þar sem ekki eru til vandamál - bara verðug verkefni. Cisco Systems P A R T N E R PREMIER CERTIFIED EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.