Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2003, Blaðsíða 5
Forystugrein Sameining sveitarfélaga, breytt verkaskipting og heildarendurskoðun tekjustofna í samræmi við tillögur og stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fé- lagsmálaráðuneytið og sambandið ákveð- ið að hefja átak í sameiningarmálum sveitarfélaga ásamt ítarlegri endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samtímis verður unnið að heildarendur- skoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, með- al annars öllu regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og aðlögun tekjustofnanna að nýrri sveitarfélagaskipan. Niðurstaða þessarar mikilvægu vinnu getur ráðið úrslitum um það á hvern hátt sveitarstjórnarstigið þróast á næstu árum og áratugum. StórfelIdar samfélagsbreyt- ingar, vandasamari stjórnsýsla, kröfur um aukna þjónustu og möguleikar sveitarfé- laganna til að sinna lögbundnum verkefn- um og að taka við nýjum kallar á að sveit- arstjórnarstigið og sjálfsforræði byggðar- laganna verði eflt og að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði. Útilokað er að ná góðum árangri í þeirri miklu vinnu sem framundan er án góðs samstarfs við sveitarfélögin og íbú- ana um gerð sameiningartillagna og frek- ari verkaskiptingu. Jafnframt er mikilvægt að allir aðilar málsins komi að því með opnum og jákvæðum hug, þrátt fyrir að það liggi fyrir að í hópi sveitarstjórnar- manna séu skiptar skoðanir um á hvern hátt efla beri sveitarstjórnarstigið í land- inu. Óhætt er að fullyrða að tekjustofnar sveitarfélaga eru ekki í samræmi við þær fjölmörgu skyldur sem á sveitarfélögunum hvíla, hvort sem um er að ræða lögbundin verkefni eða önnur verkefni sem ekki eru lögbundin, svo sem almenningssamgöng- ur í þéttbýli eða íþrótta- og tómstunda- störf. Tekjustofnar sveitarfélaga hafa veikst undanfarin ár, ekki síst vegna ýmissa skattalagabreytinga. Ber þar hæst breyt- ingar úr einkarekstri í einkahlutafélög. Ennfremur hafa tekjustofnar ekki fylgt með þeim umfangsmiklu verkefnum sem sveit- arfélögin hafa með höndum í umhverfis- málum nema að óverulegu leyti. Til að ná árangri í hinu nýja sameining- arátaki er ennfremur nauðsynlegt að fyrir liggi tillögur um uppstokkun í opinberri stjórnsýslu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Tillögur þess efnis þurfa því að liggja fyrir sem fyrst þannig að sveitar- stjórnarmenn og íbúar sveitarfélaganna geti fjallað um þær áður en sameiningar- tillögur verða endanlega settar fram. Að fenginni niðurstöðu í framangreindum málum er auðveldara að leggja fram til- lögur um sameiningu sveitarfélaga á ein- stökum svæðum þannig að íbúar þeirra geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að sveitarfélögin verði stækkuð og efld og að heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Gert er ráð fyrir því að atkvæðagreiðsl- ur um sameiningartillögur fari allar fram á sama tíma eða vorið 2005. Sérstaklega er mikilvægt að ná um málið pólitískri samstöðu því að lokum er það hlutverk Alþingis að taka ákvarðanir um nauðsyn- legar lagabreytingar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega þýðingarmiklu hlutverki að gegna f okkar lýðræðislega samfélagi. Til að þau geti rækt þetta hlutverk með eðli- legum hætti verður að stækka þau og efla og styrkja tekjustofna þeirra. Fái sveitar- félögin aukið stjórnsýsluhlutverk, fleiri verkefni og annist nær alla nærþjónustu við íbúana styrkist sveitarstjórnarstigið og sjálfsforræði byggðarlaganna. Það mark- mið er í samræmi við stefnumörkun sam- bandsins frá síðasta landsþingi og sam- þykkt Alþingis um stefnu í byggðamálum 2002-2005. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is ■ www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) ■ magnus@samband.is BragiV. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvöllum 13 ■ 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot og prentun: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíðan: Vaxtarsproti á Austurlandi. Magnús Karel Hannesson tók myndina á Egilsstöðum í sumar. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði. • Áskriftarsíminn er 461 3666.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.